Leita í fréttum mbl.is

Væri kannski einhver tilbúinn að benda Bjarna og Sigmundi á þetta?

Þeir báðir hafa farið hamförum í fjölmiðlum síðustu vikur og verið með fullyrðingar um að bæði Norðulönd og AGS hafi sagt að aframhaldandi afgreiðslur lána til okkar væru ekki tengdar Icesave! Og það að hafna samningi um Icesave hefði engin áhrif.

 En nú væri kannski rétt að benda þeim á eftirfarandi fréttir:

  • Forsætisráðherra Svíþjóðar, Fredrik Reinfeldt, segir í viðtali við Reuters í dag að Svíar muni ekki lána Íslendingum fyrr en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) endurskoðar áætlun sína fyrir Ísland. Endurskoðun AGS hefur, að því er virðist, slegið á frest. (www.visir.is )
  • Skuldatryggingaálagið á ríkissjóð tók mikinn kipp upp á við í dag samkvæmt mælingu Credit Market Analysis (CMA). Er nú svo komið að alþjóðlegir fjárfestar treysta fjármunum sínum betur í hinu stríðshrjáða Írak en á Íslandi. (www.visir.is )
  • Og í framhaldi af þessu er rétt að benda á þessa frétt frá SA: "Samtök atvinnulífsins (SA) segja, að brýnasta verkefnið í efnahagsmálum þjóðarinnar sé að stuðla að því að störfum taki að fjölga á nýjan leik. Það gerist ekki nema með arðbærum fjárfestingum, einkum í útflutningsstarfsemi og það sé jafnframt forsenda þess að lífskjör geti batnað á nýjan leik." Gaman að einher spyrja Bjarna og Sigmund Davíð um hver þeir haldi að fjárfesti hér þegar að tryggingarálag á vexti er um 5.5%

Og svo kemur mannvitsbrekkan hann Höskuldur Þórhallsson nú og segir:

Þingmaðurinn segir villandi að stilla Icesave málinu upp með þeim hætti að ríkisstjórnin bíði nú viðbragða stjórnarandstöðunnar og vilji að minnihlutaflokkarnir greini frá þeim samningsmarkmiðum sem þeir vilji stefna að. Hann segir að forsætisráðherra fari með fullt umboð fyrir hönd íslensku þjóðarinnar til að semja í málinu.

„Ég óttast að það sé verið að stilla stjórnarandstöðunni upp við vegg og að verið sé að reyna að búa til spuna í máli sem er mjög einfalt. Jóhanna Sigurðardóttir verður að koma með tillögur um það hvað hún vill gera. Það er ekki á forræði neins annars," segir Höskuldur. (www.visir.is )

Hann virðist ekkert vita um það að Jóhanna var í desember allan að berjast við að koma Icesave 2 í gegnum þingið. Svo hvað er hann að velta fyrir sér blessaður? Það er jú stjórnarandstaðan sem vill gera eitthvða annað?


mbl.is Reinfeldt: Ákvörðun AGS forsenda fyrir láni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Oddur Ólafsson

Höskuldur kemur sífellt á óvart.

Alltaf þegar maður heldur að hann geti ekki toppað eigin vitleysisgang kemur hann með nýtt útspil.

Oddur Ólafsson, 14.1.2010 kl. 15:07

2 identicon

Ég sá fulltrúa AGS sjálfan segja þetta í viðtali á RÚV. Hann hlýtur þá að vera að ljúga ef annað kemur á daginn.

Steingrímur sagði síðan að þessi töf ætti ekki að hafa áhrif á lán frá Norðurlöndunum en fór í ferð til að ræða þau mál.

Held að misvísandi skilaboð komi ekki aðeins frá Sigmundi og Bjarna heldur felstum sem að málinu koma. Algjör óþarfi að hengja Höskuld fyrir að standa á sínu - ekki frekar en Jóhönnu sem stendur föst fyrir í trú sinni á lausn deilunnar.

Eva Sól (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 15:18

3 identicon

Skil ekki röksemdafærsluna öðruvísi en svo, að þér finnist að við séum skuldbundin til að greiða Icesave útgreiðslur Breta og Hollendinga. Er það rétt skilið?

Doddi D (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 15:35

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það er enginn af þeim flokkum sem eru með fólk á þingi í dag sem halda því fram að við eigum ekki að borga Icesave. Þannig að ég auglýsi eftir því hvoernig aðrir flokkar ætla að leysa þetta svo raunhæft sé. Ég lít svo á að sökum skorts á aðhaldi og eftirliti með bönkunum höfum við skapað okkur greiðsluskildu. En hún er ekki 100% og því þurfum við aðeins að ábyrgjast innistæður upp að 20 þúsund evrum á Icesave. Hindar þjóðirnar ábyrgjast allar upphæðir umfram það.

Magnús Helgi Björgvinsson, 14.1.2010 kl. 15:53

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þrátt fyrir að við höfum lýst því að allar innistæður væru tryggðar. Og það höfum við gert frá því 6 október 2008. Bæði Geir Haarde, Árni Matthisen, Björgvins G Sigurðsso, Steingrímur J Sigfússon, Gylfi Magnússson, Jóhanna Sigurðardóttir. Flestir þingmenn hafa talað um að við ætlum að standa við skuldbindingar okkar og það höfum við gert síðan 8 október 2008 þegar við gerðum samkomulag við Hollendinga um að við ætluðum að borga innistæðutrygginar á Icesave sem og í samkomulagi við ESB, Breta og Hollendinga um að við viðurkendum þeirra skilning á innistæðutryggingum og ætluðum að greiða innistæðutrygginar en þetta skrifuðum við undir í nóvember 2008. Það sem deilt er um eru greiðslukjör.

Magnús Helgi Björgvinsson, 14.1.2010 kl. 16:00

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Eva Sól þú hefur væntanlega líka heyrt hann segia að þeir geri kröfu um að af greiðsla á lánapakkanum frá öðrum sé líka klár og klárt sé að við séum ekki að ganga á bak skuldbindinga okkar. Og ef norðulönd fá ekki stimpil frá AGS þá afgreiða þau ekki lánin til okkar. Og ef AGS fær ekki vilyrði fyrir því að Norðulönd séu að greiða lán til okkar þá gefa þeir ekki möguleika á endurskoðun lánsins. Og ef þú varst í einhverjum vafa líttu bara á að við biðum í tæpt ár eftir fyrstu endurskoðun. Þo ekkert land viðurkendi né AGS að það væri Icesave sem væri að tefja málið. Ég trúi ekki að Sigumundur og Bjarni séu svo vitlausir að skilja þetta ekki.

Magnús Helgi Björgvinsson, 14.1.2010 kl. 16:08

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Af www.visir.is í dag

Strauss-Kahn segir að hann skilji reiði almennings á Íslandi vegna afleiðinga af bankahruni landsins og að þjóðin standi uppi með miklar skuldir vegna bankanna. Hann segir að lausn Icesavedeilunar sé ekki skilyrði fyrir áframhaldandi aðstoð AGS og sjóðurinn verði stjórnvöldum áfram innan handar.

Strauss-Kahn segir að Íslendingar verði að átta sig á því að AGS er stjórnað af alþjóðasamfélaginu og ef aðilar innan þess vilji setja endurskoðun sjóðsins á Íslandi í biðstöðu verði sjóðurinn að taka tillit til þess. AGS sé hinsvegar ekki skattheimtumenn fyrir einn eða neinn.

„Við þurfum á aðstoð alþjóðasamfélagsins að halda og það þurfa Íslendingar einnig," segir Strauss-Kahn sem bætir því við að Íslendingar verði að skilja að alþjóðasamfélagið geri kröfu um að þeir standi við skuldbindingar sínar, einnig þær sem fjármálageiri landsins hefur stofnað til.

Magnús Helgi Björgvinsson, 14.1.2010 kl. 16:12

8 identicon

Þurfum ekki þetta lán ef Icesave þarf ekki að greiðast... Fáum bara niðurstöðuna á hreint.

Freyr (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 16:18

9 identicon

Það þarf að koma þessu máli á byrjunarreit. Allir sem þekkja tilskipanir ESB átta sig á því að það leikur mikill vafi á ríkisábyrgðarákvæðinu (tilskipun 94/19/EC) og eftirlitsákvæðið skv tilskipun 2000/12/EC kveður afar skýrt á um ábyrgð gistilands hvað varðar eftirlit og neytendavernd. 

Það liggur nokkurn veginn fyrir að Bretum og Hollendingum bar samkvæmt 2000/12/EC að færa Icesave í tryggingasjóð innanlands.

Doddi D (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 16:21

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já já nú verða allir rosalega hissa.

Bara: Haa ?  Fáum við ekki lán ?  Haa ? etc.

Þetta sem gerist er sáraeinfald beisiklí.

Á íslensku alþýðumáli má segja að það sem gerist er, að það er ekki líklegt að einhver vilji lána þeim sem eigi stendur við skuldbindingar sínar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.1.2010 kl. 16:33

11 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég er bara farin að trúa því að enn sé til fólk á Íslandi sem heldur í alvöru að við þurfum EKKI að borga ICESAVE.

Hvað hefur það verið sagt oft,

VIÐ VERUM AÐ BORGA ICESAVE - ERUM SKILDUG TIL ÞESS.

Meira að segja Bjarni og Sigmundur segja þetta.

Það eru reyndar að stökkva fram á sviðið sjálfskipaður sérfræðingar sem telja sig "vita betur" Eru þá að vitna í greinar í erlendum blöðum og allt gott um það að segja. Getur ekki bara verið að greinarhöfundarnir í útlöndum sé á gráu svæði, lagalega séð. Æ Æ Æ ég fer að verða þreytt á þessu skilningsleysi landa minna

Hólmfríður Bjarnadóttir, 14.1.2010 kl. 17:16

12 identicon

Hvar eru lögfræðiálitin sem segja að okkur beri að borga? Ég hef lesið greinar eftir lögfræðinga sem telja að okkur beri ekki að borga? En hvar eru hinir lögfræðingarnir?

Doddi D (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 17:33

13 identicon

Hólmfríður getur örugglega útskýrt fyrir okkur hvers vegna við EIGUM að borga Doddi.  Þetta er afar einfalt, ef þetta þarf að borga, þá fer þetta bara í gegn og lánin líka.  Ef við þurfum ekki að borga þetta, þá neitum við, og þurfum af sömu sökum ekki þessi lán.  Einfalt mál.

Freyr (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 17:47

14 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ábyrgð ríkja er borðleggjandi varðandi lágmarksbótaskyldu til innstæðueigenda á EES svæðinu.  Það hefur verið vitað í meir en ár og er óumdeilt heilt yfir meðal allra.  (Auðvitað eru alltaf undantekningar sem sanna regluna og td. það sem 2-3 hafa haldið fram hérna uppi er bara til heimabrúks og ónothæft)   Borðleggjandi varðandi lágmark það er direktiv 94/19 mælir fyrir um - en auk þess eru fleiri hliðar á umræddu máli til að sækja ríki til ábyrgðar samkvæmt evrópu laga og reglugerðum er ísland hefur innleitt og Óportósamkomkomulaginu eftir atvikum.  Borðleggjandi.  Bretar eum með öll háspilin auk allra trompanna.  Ísland er með hunda á hendi.  Því miður.

Um skaðabótaábyrgð aðildarríkja að EES samningnum er kveðið í dómaframkvæmd Evrópudómstólsins og EFTA dómstólsins. Sú ábyrgð er möguleg að vissum skilyrðum fullnægðum, sem nánar eu útfærð í fjölmörgum dómum þessara dómstóla. Ég ætla ekki að fjalla um bótasklyrðin í smáatriðum í áliti þess, en í stórum dráttum kemur ábyrgðin til álita gagnvart einstaklingum eða lögaðilum ef aðildarríkin fullnægja ekki þeim skyldum sem þeim ber sk. Evrópureglum; og hvað EFTA ríkin varðar snýst málið að sjálfsögðu um hvort þau hafi fulnægt skuldbindingum sínum skv. EES samningnum.

Bótaskilyrðin eru eins og áður segir nokkur, þ.á.m. það að um alvarlegt brot á EES skuldbindingu sé að ræða, um sé að ræða brot á reglu sem ætlað er að veita einstaklingum tiltekinn rétt og að orsakasamhengi sé milli vanhalda ríkisins á að fullnægja Evrópuréttar/EES skuldbindingunni og tjónsins sem þeir einstaklingar og lögaðilar verða fyrir vegna þess að ríkið hefur ekki fullnægt skuldbindingunni.
…
Það er því skoðun mín, að ef Tryggingasjóður innstæðueigenda og fjárfesta eigi ekki fé til að greiða samanlögð innlán hvers innstæðueiganda Icesave reikninga í Bretlandi og Hollandi upp að lágmarkinu í 1. mgr.7. gr. tilskipunarinnar, þ.e. 20.000 ECU til hvers og eins, sé íslenska ríkið skaðabótaskylt gagnvart hverjum og einum þeirra þannig að íslenska ríkið þurfi að standa skil á því sem uppá vantar að lágmarkinu verði náð.”
(Stefán Geir þórisson hrl. island.is)

http://www.island.is/media/frettir/19.pdf

Hinsvegar er það rétt, að það vefst fyrir mörgum að skilja skaðbótaábyrgð ríkja vegna brota á EES samningum - en það að einhverjir eigi erfitt með að skilja er faktískt önnur umræða.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.1.2010 kl. 18:00

15 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Svona til marks um hvað vantar í raunveruleikatengsl þá heyrði ég óm af viðtali við Sigumund Davíð í fréttum á ruv klukkan 18 þar sem hann hélt því fram að í viðtali við ráðherra í Finnlandi hefði ráðherran þakkað honum fyrir að upplýsa sig um að það væri lagaleg óvissa um hvort að við ættum að borga Icesave sem finnski ráðherrann hefði ekkert vitað um. Og að Finnar ætluðu ekkert að láta Icesave trufla lán til okkar. Ég er svo gapandi hissa á að þjóð sem hefur samþykkt lán til okkar og verið í gríðarlegu samstarfi við aðar þjóðir varðandi þessi lán og tafir á afgreiðslu AGS á endurskoðun okkar sem og Finnar eins og aðarar þjóðir hafa dregið lánaafgreiðslu til okkar hafi ekki vitað um mál sem hefur verið í umræðunni í 15 mánuði! Held að þetta hljómi eins og lánin sem Sigmundur ætlaði að ná í til Noregs. Þar kom hann heim með þær upplýsingar að við þyrftum bara að biðja um þau. Held að hann sé ekki alveg að ná utan um þetta og hvernig heimurinn virkar.

Magnús Helgi Björgvinsson, 14.1.2010 kl. 18:17

16 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Svona var sagt frá fundir Sigmundar við forsætisráðherra finnlands

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, ræddi í gær í síma um Icesave málið við systurflokk Framsóknarflokksins í Finnlandi, Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finnlands. Hann hafi verið ánægður með að fá loksins útskýringu á því um hvað málið snýst. Hann hafi ekki haft hugmynd um lagalega óvissu.

Sigmundur Davíð segist hafa greint honum frá því að umræðan hér snerist um að Norðurlöndin tækju þátt í að þvinga Íslendinga fyrir Breta og Hollendinga. Vanhanen hafi sagt að það ætti ekki við rök að styðjast. Mikill velvilji væri í garð Íslendinga í Finnlandi og vilji til að hjálpa. Það væri mikill misskilningur ef menn teldu að Finnar ætluðu sér að beita sér á nokkurn hátt gegn Íslendingum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 14.1.2010 kl. 18:29

17 identicon

Nú þarf bullinu að linna. Hvar eru lögfræðiálit, sem staðhæfa að það sé ríkisábyrgð á tryggingasjóðnum?

Doddi D (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 19:14

18 identicon

Við eigum ekki að borga eina einustu krónu. Við eigum að henda þessari handrukkarstofnun ASG úr landi í hvelli og Eddu Rós með. Maður er gersamlega komin með upp í kok að lesa þetta væl úr samfylkingarfólki, er enginn sem hefur snefil af sjálfsvirðinu í þessum flokki sem ég reyndar kaus og  hef nú í seinni tíð ekki séð meira eftir einu atkvæði en því sem fór í þann hundskjaft.

Sigurdur Sigurdsson (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband