Leita í fréttum mbl.is

Með kveðju frá Indefence, Sjálfstæðisflokki og Framsókn

Þetta er nú alveg merkilegt! Sigmundur Davíð hefur sagt að allar viðvaranir um þetta sé hræðsluáróður. Það að hafna Icesave hafi engin áhrif erlendis og allir þar séu að snúast og séu svo miklir vinir okkar. En úps eins og venjulega hefur maðurinn ragnt fyrir sér. Norðulönd eru ekki viljug að lána okkur, AGS lánar endurskoðar ekki áætlun okkar og enn er engin þjóið nema eitt Eystrasalts ríki sem stendur með okkur og nokkrir tugir einstaklinga og fræðimanna sem líta á okkur sem tæki til að vekja athygli á baráttu sinni fyrir afléttingu skulda skuldugra ríkja.

Þýski bankinn Commerzbank segir  að þótt líklega sé búið að verðleggja neikvæðar horfur lánsmatsfyrirtækjanna á lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins inn í skuldatryggingar og erlend skuldabréf ríkissjóðs geti lækkun lánshæfiseinkunarinnar orðið til þess að takmarka fjárfestingarákvarðanir erlendra fjárfesta, sem margir hverjir mega ekki fjárfesta í fjáreignum sem ekki njóta lánshæfiseinkunnar í fjárfestingarflokki.

Og þjóðin hleypur með og trúir þvaðrinu í stjórnarandstöðu og Indefence og ætlar að taka slaginn og flella Icesave lögin.

Þetta kemur til með að kost okkur gíðarlega til skamms og lengri tíma og þýðir að hér verða minni fjárfestingar næstu árinn, minni tekjur af því, af því leiðandi minni tekjur ríkisins, af því leiðir meiri niðurskurður, hærri skatta hér næstu árin. Nú er okkar eini möguleiki að það náist a semja aftur við þá fyrir þjóðaratkvæði annars erum við á hraðri leið til Andskotans.

Ef einhverjir opinberir aðilar eða fyrirtæki þurfa lán á næstunni mega þeir búast við því að þau beri um 5,5% skuldatrygginarálag þ.e. um 5,5% ofan á vaxtakjör annara.

Íslandsbanki segir, að búast megi við að  verði ekki skriður á efnahagsáætlunina og línur orðnar skýrar varðandi fjármögnun hennar eftir hálfan mánuð muni Ísland líklega falla niður úr fjárfestingarflokki í bókum S&P. Einkunnir S&P hafi töluvert meiri áhrif en einkunnir matsfyrirtækisins Fitch, sem lækkaði einkunn ríkissjóðs niður fyrir fjárfestingaflokk fyrir hálfum mánuði.

Skuldatryggingaálag ríkissjóðs hækkaði talsvert í síðustu viku, en hefur hins vegar lækkað nokkuð í dag. Íslandsbanki hefur eftir gagnaveitunni CMA, að álagið til 5 ára sé þannig 524 punktar nú en það fór hæst í 545 punkta síðastliðinn föstudag.

En verði ykkur að góðu. Þetta er það sem þjóðin er tilbúin að kalla yfir sig í nafni einhvers réttlætis sem nær enginn annar skilur. Þ:ví það er ekki eins og almenningur í örðum löndum þurfi ekki að greiða vegna sinna banka líka þó þeir hafi ekki farið á hausinn formlega þá haf þeir fengið mikið af almanna fé og verið yfirteknir af ríkjunum líka.

PS nú kom þessi frétt á mbl.is

Viðskipti | mbl.is | 18.1.2010 | 16:42
Hætta á veikingu krónunar
Ljóst er að miklu máli skiptir fyrir endurfjármögnun skulda hins opinbera að lausn náist í Icesave-deilunni.  Ef ekki næst lausn er líklegt að Seðlabanki reyni að safna að sér sem mestum gjaldeyri til að standa undir framtíðar fjármögnun.  Það gæti leitt til veikingar krónunnar. Kemur þetta fram í greiningu IFS Ráðgjafar.
„Frétt um að S&P hyggist lækka lánshæfismat Íslands um einn eða tvo flokka innan mánaðarins hafði áhrif á skuldabréfamarkað í dag. Fjárfestar kusu að kaupa stystu verðtryggðu flokkanna á skuldabréfamarkaði í dag,“ segir í greiningunni.
Þannig að það er kannski rétt að þakka sömu aðilum fyrir þessar horfur líka

mbl.is Lækkun lánshæfiseinkunnar gæti orðið afdrifarík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Talarðu ekki af nokkrum gorgeir hér, Magnús Helgi? Sbr.:

"Sigmundur Davíð hefur sagt að allar viðvaranir um þetta sé hræðsluáróður. Það að hafna Icesave hafi engin áhrif erlendis og allir þar séu að snúast og séu svo miklir vinir okkar. En úps eins og venjulega hefur maðurinn [Sigmundur Davíð] rangt fyrir sér. Norðurlönd eru ekki viljug að lána okkur, AGS lánar endurskoðar ekki áætlun okkar og enn er engin þjóð nema eitt Eystrasaltsríki sem stendur með okkur."

Hvaða ríki er það?! Pólverjar veita okkur lán án skilmála. Lettland og Litháens hafa báðir lýst yfir eindregnum stuðningi við okkur. Þarna eru komin þrjú ríki við Eystrasalt, og Finnland lýsti mikilli samúð með okkur 12. nóv. 2008 –nú er um að gera að ganga eftir þeirri samuð, þó að hugsanlega svíki AGS+EB-meðvirkar ríkisstjórnir Svía og Dana – og svo auðvitað Þjóðverjar, kjarnaþjóðin í nýja stórveldinu. Rússar gætu jafnvel stutt okkur margfalt á við Færeyinga, þótt það yrði margfalt minna en þeir 600 milljarðar sem talað var um í fyrstu.

Sigmundur Davíð er frábær þingmaður og flokksforingi, þú verðfellir þín eigin skrif með því að sletta fram jafn-blygðunarlausri alhæfingu um hann eins og hér mátti lesa.

Í viðtali við Mbl. 22/10/08 kemur þetta fram hjá Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur: "Steingrímur J. segir ríkisstjórnina standa illa að upplýsingagjöf"! (sjá vefgrein mína 15/1/10: 'Fyrst þegar Icesave færi að bíta, hyrfu nánast allir frá VG og Samfó og hlypu í nýjan vinstri flokk – án sökudólganna. En lesið endilega Steingrím hér!')– Þá gat hann gagnrýnt (fyrri stjórnvöld). En Martin Wolf, dálkahöfundur hjá Financial Times, segir í viðtali við Mbl. nú á laugardaginn (16/1 bls. 6): ""Ég er ekki sérfræðingur í almannatengslum, en það er greinilegt að málstað Íslands hefur ekki veirð haldið vel á lofti í Bretlandi. Flestir líta á þetta sem smámál fyrir Bretland [...] Afstaða bresku stjórnarinnar hefur verið ráðandi í umræðunni," segir Wolf sem telur þá athygli sem synjun forsetans hafi vakið skapa tækifæri fyrir Ísland til að gera grein fyrir málstað sínum í Bretlandi."

Þú ert blindur, Magnús Helgi, ef þú telur málstað Íslands ekki hafa styrkzt með synjun forsetans.

Jón Valur Jensson, 18.1.2010 kl. 14:47

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég var að tala þarna um utanríkisráðherra Lettlands og Litháens.

Jón Valur Jensson, 18.1.2010 kl. 14:48

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Gleymdi að bæta þér Jón Valur í fyrirsögnina. Svara þessu síðar. (maður þarf stundum að vinna smá!)

Magnús Helgi Björgvinsson, 18.1.2010 kl. 15:02

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Og á hvaða hátt Jón Valur hefur málstaður okkar styrkst. Heldur þú að rökin sem um 27 þjóðir höfðu fyrir greiðsluskyldu okkar breytist eitthvað við það að þjóðin gangi erinda stjórnarandstöðunnar. Þ.e. Þjóð sem kaus núverandi stjórnvöld til valda fyrir 6 mánuðum. Minni þig á að við erum ekki að semja við pistlahöfunda og áhugafólk um skuldaniðurfellingar víða um heim. Við erum að semja við ríkisstjórnir sem nú þegar eru búnar að leggja í kostnað á grundvelli samkomulags við okkur. Sbr. samkomulag okkar við Hollendinga frá 8 október 2008. Eins og ég hef oft vitnað í og segir m.a.

Samkomulag milli Hollands og Íslands um IceSave
11.10.2008

Að loknum uppbyggilegum viðræðum hafa hollensk og íslensk stjórnvöld náð samkomulagi um lausn mála hollenskra eigenda innstæðna á IceSave-reikningum Landsbankans.

Fjármálaráðherra Hollands, Wouter J. Bos, og fjármálaráðherra Íslands, Árni M. Mathiesen, tilkynntu þetta.

Ráðherrarnir fagna því að lausn hafi fundist á málinu. Wouter J. Bos kvaðst einkum ánægður með að staða hollenskra innstæðueigenda væri nú skýr. Árni M. Mathiesen bætti við að aðalatriðið væri að málið væri nú leyst.

Samkomulagið kveður á um að íslenska ríkið muni bæta hverjum og einum hollenskum innstæðueiganda innstæður að hámarksfjárhæð 20.887 evrur. Hollenska ríkisstjórnin mun veita Íslandi lán til að standa undir þessum greiðslum og hollenski seðlabankinn mun annast afgreiðslu krafna innstæðueigendanna.


Reykjavík 11. október 2008

Brussel viðmiðin eru síðan um að endurgreiðslur eigi að taka mið af stöðu okkar eftir hrunið. En þau segja ekkert um greiðsluskildu okkar. Það er aðeins lánakjörin sem áttu að taka mið af þeim.

Sigmundur hefur fullyrt að það hafi engar afleiðingar fyrir landið að hafna Icesave. Hann hefur sagt að það sé hræðsluáróður að halda öðru fram.

Ég heyrði í fréttum í gær að ef þessi lög verða feld og ágúst lögin taka aftur gildi þá þá leikur vafi á hvort hægt sé að ganga frá ríkisábyrgð sem og að innistæðutryggingarsjóður getur þá ekki tekið lán nema að því fylgi hugsanlega persónuleg ábyrgð fyrir stjórnarmenn þar.

Og óskhyggja manna um að við höfum einhverja samningstöðu eru náttúrulega út í hött. Við erum að semja við þjóðir sem eru stöðu til að draga málin eins lengi og þeim hentar sem og beita þeim aðferðum sem þær vilja þar sem þær eru ekki í hættu á greiðslufalli og geta því farið sínu fram eins og þær vilja.

Svona fyrst að allir eru að horfa í skrif í blöð erlendis og telja að okkar staða batni svo mikið við það, þá er rétt að benda fólki á hundruð eða þúsundir greina um þátttöku Breta í Írakstríðinu sem breyttu  engu.

Magnús Helgi Björgvinsson, 18.1.2010 kl. 16:46

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Magnús

Mikið er gott að þú skulir halda þessum staðreyndum á lofti. Rangtúlkanir stjórnarandstöðunnar er með þeim hætti að mér verður bara illt. Hvert eru þessir athyglissjúku ungu menn að teyma þjóðina og það á asnaeyrunum.

Þrátt fyrir að hafa verið stimpluð sem kjáni með tómann haus, að ég fari með bull og þvætting, þá mun ég halda áfram að blogga um þessa hlið á málinu. Það er einfaldlega vegna þess að ég trúi því að þessi hlið sé hin rétta, því miður.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.1.2010 kl. 17:43

6 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Magnús eitt sinn var aukið lýðræði á dagskrá Samfylkingarinnar, en eftir kosningar er það allt grafið og gleymt. Einar Guðmundsson geðlæknir sagði þjóðinni í Silfri Egils í gær að viskan væri hjá fjöldanum. 2/3 hluti þjóðarinnar vill ekki samþykkja fráránlegan Icesave samning og ekki ganga í ESB.

Hólmfríður kvartar yfir því að vera teymd á asnaeyrunum, er stimpluð sem kjáni með tóman haus og að hún fari með bull og þvætting. Þér þykir þessi leið örugglega slæm líka. Þið gætuð stofnað asnabandalag, og bullað hvort í öðru.

Sigurður Þorsteinsson, 18.1.2010 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband