Fimmtudagur, 21. janúar 2010
Er fólk alveg að missa sig?
Fólk hlýtur að gera sér grein fyrir að svona mál ef mun auðveldara í rannsókn en mál fjármálabrjálæðingana.
Og svo virðist fólk gleyma því að þarna voru starfsmenn og lögregluþjónar bitnir, konu kastað á ofn og fleira. Einn starfsmaður er með 8% varanlega örorku eftir þetta. Og á bara að sleppa þessum brjálæðingum sem voru að þessu? Held ekki! Það er ekki hægt að réttlæta lögbrot og ofbeldi með því að einhver önnur mál séu ekki svona langt komin.
Þessu fólki var fullkunnugt um það að þeim var ekki heimilt að ryðjast inn á Alþingi enda gilda um það sérstök lög að Alþingi er friðhelgt.
Það er nú sérstakur saksóknari að vinna að því að rannsaka tugi eða hundruð mála tengd hruninu. Eva Joly hefur sagt að þessi mál taki langan tíma því þau séu flókin. Og mistök í þeim geta kostað að engin verði dæmdur. Sérstakur saksóknari hefur sagt að hugsanlega um mitt þetta ár komi fram fyrstu ákærur.
En það réttlætir ekki að aðrir sem ekki fari að lögum sleppi. Enda gekk þetta fólk allt of langt.
Mál mótmælenda þingfest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 969573
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Kastað á ofn??? Alþingi friðhelgt?? KOMMON!!!!
Þessi þingvörður sem slasaðist því miður, slasaðist vegna þess að hún stóð bak við hurð þar sem um 30 manns voru að hópast inn um, og einum mótmælenda var hrint og lennti hann á henni, og hún DATT á ofnin...var ekki hent á ofnin!!
Alþingi er hús okkar Íslendinga, og það sem fór fram þar inni á þessum tíma var einn stór brandari..og síðast er vissi var lýðræði á íslandi, og því höfum við fullan rétt til þess að fara þangað inn og krefjast réttar okkar og koma frá vanhæfum þingmönnum, sem gerðu ekkert annað nema að klúðra málunum ítrekað!!!!
Og það sem ekki kemur fram hjá þér er að sumir lögreglumenn beittu okkur ofbeldi, það eru jú svartir sauðir hjá lögregluni jafnt og hjá mótmælendum!!
Þannig að ekki dæma alla sem tóku þátt í þessari aðgerð...sem saman stóð af ólíkum einstaklingum en ekki skipulögðum hóp!!!
Eva (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 13:28
Eva: Hvað gefur fólki rétt til að fara inn í opinberar byggingar og valda því að saklaust fólk slasist. Lögreglumenn voru ekki í öfundsverðu hlutverki og eingöngu að vinna sína vinnu. Ég efast ekkert um að margir þeirra hefðu frekar viljað vera í þeim sporum að mótmæla heldur en að þurfa að berjast við mótmælendur. En eftir stendur að lög verða að standa og aðstæður sem uppi voru á þessum tíma réttlæta ekki að lög séu brotin. Og ég spyr hvar eru þessir mótmælendur núna. Ekki er núverandi ríkisstjórn að gera neitt í málunum.
Jón Óskarsson, 21.1.2010 kl. 13:44
Eva nei við höfum það ekki. Það gilda lög um Alþingi og í stjórnrskrá stendur:
36. grein
Alþingi er friðheilagt. Enginn má raska friði þess né frelsi.
Það réttlætir ekkert að fólk hafi talið sig vera með góðan málstað að ryðjast inn á Alþingi og slasa við það fólk.
Lýðræði er ekki sama og sjórnleysi og ofbeldi.
Magnús Helgi Björgvinsson, 21.1.2010 kl. 14:05
Ef þetta er Eva sú em lék aðalhlutverkið í guð blessi Ísland (gerði sig að athlægi) þá skil ég þetta komment. Að voga sér að segja að konan sem var ráðist á hafi dottið er bara bull. Þá væri ekki ákært ef um slys hefði verið að ræða. Þessi fámenni skríll ofbeldisseggja og bjálfa á að fá þyngsta dóm.
Frábær pistill, hverju orði sannara.
Baldur (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 14:07
Smá viðbót. Í frétt af ákærunni segir m.a.
Magnús Helgi Björgvinsson, 21.1.2010 kl. 14:10
Lýðræðið virkar nú þannig að engin hefur rétt til þess að beita ofbeldi til að koma kjörnum fulltrúum þjóðarinnar og ríkisstjórn Íslands frá. ofbeldi í pólitík er bara beitt af þeim sem hafa ekki áhuga á lýðræði en vilja ná völdum með því að beit valdi. þeir sem komast til valda með valdi er oftar en ekki komið frá völdum með valdi.
ofbeldi getur af sér meira ofbeldi.
þess vegna eru kosningar í landinu á fjögura ára fresti. til þess að hægt sé að skipta um þá sem fara með völdin án þess að það sé beitt ofbeldi.
Fannar frá Rifi, 21.1.2010 kl. 14:20
Sjáðu til Magnús Helgi: Það er ekkert náttúrulögmál sem segir að aðgerðir auðvaldsins sé illransakanlegra en aðgerðir aðgerðarsinna. Það er svona erfitt að dæma útrásarvíkingana einfaldlega vegna þess að kerfið er þannig. Það veitir fjármagnsglæpamönnum meira stikk en anarkistum. Sjáðu til, þú getur ákært anarkista fyrir að búa í óleifilegu húsi en þú getur ekki ákært kvótakóng banka fyrir að taka hús eignarnámi þrátt fyrir að fólk búi þar fyrir. Lögin um búsetuskilyrði eru skýr en ekki um eignarnám banka einfaldlega vegna þess að þau voru búin til á þann hátt.
Það sama er að gerast núna. Aðgerðarsinnar sem fengu hvergi áheyrn nema með beinum aðgerðum gegn valdstjórninni þurftu að brjóta lög í leiðinni. Um brot gegn valdstjórninni eru til skýr lög sem auðvelt er að dæma eftir. Á hinn bóginn eru ekki til skýr lög um hagsmuni stjórnmálamanna, viðleitni og sanngjarna valdstjórn og því ekki hægt að ákæra stjórnmálamenn í þeim efnum. Lög um auðvaldið eru líka fá og ruglingsleg einfaldlega vegna þess að þau voru búin til þannig.
Sá hópur sem réðst á Alþingi vissi (sennilega) að það þau voru að brjóta lög þegar þau gerðu það. En þau gerðu það samt. Og væntanlega eru þau reiðubúin að taka afleiðingum gjörða sinna. En þau gerðu það sem þau gerðu væntanlega vegna þess að þau viðurkendu ekki þessi lög sem þau brutu. Hvort það réttlæti brotið veit ég ekki. En allavega er það aukaatriði þar sem að aðalmálið var vanhæfni alþingis á þessum tíma og sú staðreynd að ekki var mögulegt að gera neitt í þessari vanhæfni nema með því að brjóta lög. Þetta hefur enn ekki verið bætt og þess vegna tel ég þessa hegðun vera réttlætanlega, þó hún sé sakhæf. Og að lokum vill ég benda á að réttlæti og sakhæfi eru ekki andstæðir pólar sem útiloka hvorn annan.
Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 15:56
Sammála þér Fannar.
Hins vegar finnst mér sem friðelskandi manni mjög einkennilegt að fólk sem hvetur til ofbeldis geti síðan orðið stuttu síðar ráðherrar í ríkisstjórn.
En við eigum að nýta kosningaréttinn til þess að koma þeim að sem við viljum eða fella þá sem við erum ósáttir við. Ofbeldi leysir aldrei neinn vanda og ofbeldi getur af sér meira ofbeldi.
Jón Óskarsson, 21.1.2010 kl. 15:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.