Leita í fréttum mbl.is

Æ æ æ æ nú eru margir búnir að eyða nokkrum kílóbætum í vitleysu!

Smá mistök í fréttaflutningi og bloggarar og allir fréttamiðlar gleypa það upp og sletta þessu á netið sem tómu svindli og spillingu og svo er þetta ekki neitt.  Enda ef fólk hugsaði málið og tók með í reikninginn sem m.a. Hagsmunasamtök heimilanna hafa haldið fram að raunverð fasteigna hafi fallið um 30% eða meira þá voru þetta nú bara ágætissölur hjá bankanum. Þ.e. Skúli var að greiða 73 milljónir fyrir eign sem með þessu 30% hefði fyrir 2 árum selst á 105 milljónir. Og Sigríður Anna kaupir á 42 milljónir raðhús sem hefði fyrir hrun farið á um 65 milljónir. Báðar þessar íbúðir voru seldar í gegnum fasteignasölur og voru auglýstar.

En þetta sýnir okkur að fólk hér er alveg tilbúið að dæma án þess að vita nokkuð um hvað það er að tala!


mbl.is Bað þingmenn og sendiherra afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Afsökunarbeiðni RÚV er í það minnsta ótímabær.

Í tilviki Skúla hefur ekki enn verið útskýrt hvernig stendur á því að fasteignamat skv. kaupsamningi er tæplega 30 milljónum lægra en skv. fasteignaskrá og lægra en brunabótamat.

Einnig hefur það ekki verið útskýrt hvernig þingmaður og lektor við HÍ fara að því að fjármagna 73 milljóna fasteignakaup.

Og þetta ber manninum að útskýra í stað þess að setja upp hneykslunarsvip. Geti þingmaður ekki látið það vera að kaupa eignir af ríkisbanka, í þessu ástandi í þokkabót, má hann gera ráð fyrir því að þurfa að svara spurningum.

Hvað varðar mál Sigríðar Önnu og bróður Björns Vals er afsökun alls ekki við hæfi. Þar hefur alls engu verið svarað. 

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 23:02

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

     Dæma hvað? Fréttaflutning RÚV. 'eg kokgleypi ekki allt sem þaðan kemur.

Helga Kristjánsdóttir, 23.1.2010 kl. 04:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband