Leita í fréttum mbl.is

Svo erum við að tala um vonda útlendinga

Það er náttúrulega ljóst að Seðlabanki og FME voru gjörsamlega óhæf Í frétt af sama máli á www.pressan.is  segir

Framkvæmdastjóri í Seðlabanka Hollands sagði við yfirheyrslur rannsóknarnefndar hollenskra stjórnvalda um efnahagshrunið, að Seðlabanki Íslands hafi logið til um stöðu Icesave-reikninga Landsbanka Íslands og sagt hana betri en raun bar vitni.

Hin svo kallaða de Wit rannsóknarnefnd í Hollandi kallaði í dag starfsmenn Seðlabanka Hollands fyrir nefndina í tengslum við Icesave.  Arnold Shilder, sem gegndi stöðu framkvæmdastjóra eftirlitsdeildar Seðlabanka Hollands á árunum 1998 - 2008, bar vitni fyrir nefndinni í dag og var spurður um af hverju eftirlit Hollendinga með Icesave-reikningum Landsbankans hafi brugðist.

„Ég get ekki sagt annað en íslenskir starfsfélagar okkar hafi logið að okkur.“

Hann segir að starfsmenn hollenska seðlabankans hafi reglulega haft samband við starfsmenn Seðlabanka Íslands vegna þess að þeir höfðu áhyggjur af stöðu Icesave.

„En við fengum bara stanslausar Halelúja-sögur.“

Seðlabankastjóri Hollands og fjármálaráðherra landsins hafa verið kallaðir fyrir nefndina á fimmtudag.

Það er ekki nema von að okkur sé ekki treyst í þessu máli og þeir hafi gengið hart að okkur.  Mönnum hér virðist alveg fram að hruni fundist að hér væri hægt að bjarga öllu. Á meðan sat Davíð og co og voru að berja saman Neyðarlögin en sögðu öllum að hér væri allt í lagi.

PS Smá viðbót af www.ruv.is

„Íslenskir starfsbræður okkar, ég get ekki lýst því öðruvísi en að þeir hafi logið að okkur" sagði Schilder við De Wit rannsóknarnefndina, sem kannar aðdraganda bankahrunsins í Hollandi. Rannsóknin fer fram fyrir opnum tjöldum og framburður vitna er í beinni útsendingu.

Schilder sagði að ítrekað hefði verið haft samband við íslenska seðlabankann en svörin hefðu ávallt verið á sömu leið, jafnvel eftir fall Lehman Brothers. Engin vandamál væru með Icesave og ekki nokkur ástæða til að hafa áhyggjur. Schilder sagðist sjálfur hafa tekið málið upp við yfirmenn íslenska seðlabankans og Nout Wellink seðlabankastjóri hefði gert slíkt hið sama. Svörin hefðu verið lofsöngur um Landsbankann.

Schilder sagði að oft tæki dágóða stund að fá skýr svör frá erlendum seðlabönkum en Ísland væri algjörlega sér á báti: „Þeir voru þeir einu sem höfðu okkur að fíflum" sagði Arnold Schilder.

Haldið þið að orð Ólafs kalli ekki fram viðbrögð frá útlönum og þetta sé tilviljun að þetta komi núna


mbl.is Segir Íslendinga hafa logið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já, en sjáðu hvað moggi setur í fyrirsögn.

"Segir íslendinga hafa logið"

Eg var aldrei í þessum Seðlabanka - ja ekki svo eg viti til.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.2.2010 kl. 17:42

2 Smámynd: Smjerjarmur

Ómar, það voru víst einhverjir íslendingar í bankanum. 

Smjerjarmur, 1.2.2010 kl. 18:00

3 identicon

Og svo er allt sama liðið í seðlabankanum...

BRANDARI!!!

Ólinn (IP-tala skráð) 1.2.2010 kl. 18:08

4 identicon

Hver laug að þeim um stöðu Fortis bankans? Fór hann ekki á hausinn fyrir framan nefið á þeim? Þvílíkir aular.

Doddi D (IP-tala skráð) 1.2.2010 kl. 18:11

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

"Ómar, það voru víst einhverjir íslendingar í bankanum"

Duh, heldur þú að þegar komi svo ákveðinn fyrirspurn varðandi jafn mikilvægt mál,  að það sé bara einhver á kaffikönnunni sem verður fyrir svörum ?

Að sjálfsögðu er það höfuð SB á hverjum tíma sem allt forsvar hefur þar um og stjórnar ráðagerð allri varðandi svarfyrkomulag þar að lútandi.

Þetta er nú ekki nein kjarnorkuvísindi !

Afhverju heldur fólk að sá hið sama höfuð sitji nú uppí móum og ólátist eigi all lítið varðandi það að Landið standi við sínar alþjóðlegu skuldbindingar sem siðuðum, fullvalda ríkjum sæmir ?

Pípúl:  Vakna ?    Kveikja á peru ?  Einhver ? 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.2.2010 kl. 18:25

6 identicon

Jæja,vituð þér enn eða hvat? Hvað þarf mikið af glóðum elds að safnast að höfði þess arma þrjóts sem í móum situr til að fólk trúi hver hafi verið sannkallaður erkiþrjótur og höfuðsmiður hrunsins ?

Roxanne (IP-tala skráð) 1.2.2010 kl. 18:44

7 Smámynd: ThoR-E

Ætli Davíð Oddsson hafi haft umsjón með þessari frétt á mbl?? skyldi þó ekki vera.

Það voru ekki íslendingar sem lugu að hollenska seðlabankanum.

Það var Davíð Oddsson og kollegar hans í Seðlabankanum.

Ég hef aldrei talað við Hollenska seðlabankann .. hvað þá logið einhverju af þeim þar.

Hvernig væri að réttir aðilar yrðu látnir bera ábyrgð á gjörðum sínum.. þannig að þeir sem eru að gagnrýna vinnubrögðin sem hér voru viðhöfð, gætu bent gagnrýni sinni á rétta staði ... í staðin fyrir að beina henni að íslensku þjóðinni allri með tölu!

ThoR-E, 1.2.2010 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband