Leita í fréttum mbl.is

Furðulegt að birta svona könnun!

Það eru 636 spurðir 228 eru óvissir. Þá eru 407 eftir sem svara. Og af þeim eru 24 sem neita að svara og þá eru eftir 383. Sem þýðir að af þeim svöruð um 134 sem sögðust kjósa sjálfstæðisflokkinn. 99 sem sögðust kjósa Vg. 57 sögðust kjósa framsókn og 84 sögðust kjósa Samfylkinguna. En sem sagt 252 voru óvissir eða vildu ekki svara. Því eru vikmörk upp á +/- 5% segja þeir þannig að með vikmörkum gæti Vg verið stærri en Sjálfstæðisflokkunin eða minni en Samfylkingin. Samfylkingin gæti verið stærri en Vg og minni en framsókn. Ríkisstjórn Vg og Samfylkingar gæti verið með 58% fylgi eða 39%.

Ef horft er í þessar niðurstöðu þá er það mest áberandi að þeir fá ekki um 42% til að gefa upp sína skoðun. Við vitum að Sjálfstæðisflokkurinn hefur sinn trygga kjósendahóp og fær alltaf minna í skoðunum því að fleiri kjósendur hans gefa upp atkvæði sitt í könnunum en hjá öðrum flokkum. Og gefa út fylgi flokka byggt á skoðunum 383 einstaklinga er ekki traustvekjandi.

Finnst það nánast skömm fyrir fyrirtæki að birta svona könnun.


mbl.is Sjálfstæðisflokkur með mest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjarri thaiiceland

Ég er að mörgu leiti sammála þér. Það er samt einkennilegt hvað sjálfstæðisflokkurinn fær mikið út úr þessari könnun (þótt gölluð sé). Þar skín svo ofboðsleg spilling í gegnum allan flokkinn en samt er hann að mælast svona stór!!! Hins vegar má segja bæði um Samfylkinguna og VG að þeim hefur ekki tekist nógu vel að eiga við ástandið. Verkefnið er GRÍÐARLEGT, ég er ekkert að gera lítið úr því en samt blasir svo við manni á hverjum degi að þeir sem áttu hvað stærstan þátt í hruninu eru bara að koma sér betur og betur inn ís "sínar" eignir og  sín fyrirtæki. þetta megum við almenningur horfa upp á á meðan við erum að missa allt (þrátt fyrir að mörg okkar töldum að við höfum hvorki farið of geyst né óvarlega á meðan allt var í sóma). Manni virðist sem að bankarnir eru orðnir að sama spillingarbælinu og þeir voru fyrir hrun. Það er eitthvað sem er ekki alveg að ganga upp hjá okkur. Og þetta er það sem fólk er reitt út í og þess vegna held ég að stjórnarflokkarnir fái ekki meira en þetta í könnuninni. Ég átti þó ekki von á að sjálfstæðisflokkurinn mundi græða svona á þessu. Hefði frekar haldið að fleiru yrðu óákveðnir. 

Kjarri thaiiceland, 12.2.2010 kl. 07:31

2 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Er ekki bara Kvennalistinn og Alþýðubandalagið að týnast af SF, er SF ekki bara að breytast aftur í gamla Alþýðuflokkinn með EES/ESB sem kjarna í sinni stefnu.

Andstaða VG við ESB eykur greinilega fylgi við flokkinn þar sem ekki er hægt að hrópa húrra fyrir vinnubrögðum SJS í t.d Icesave málinu

Eggert Sigurbergsson, 12.2.2010 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband