Leita í fréttum mbl.is

ASÍ sammála mér um áhrif þess að leysa ekki Icesave!

Í frétt á www.visir.is segir m.a.

Óvissan um lyktir Icesave málsins hefur þannig seinkað efnahagsbatanum að minnsta kosti um hálft ár. Atvinnuleysi mun einnig aukast um tvö prósentustig og ná hámarki á næsta ári.

„En á bak við þessi tvö prósentustig erum við að tala um 3.500 manns þannig að þetta er verulega mikið áhyggjuefni og mikilvægt að allt sé gert til að koma í veg fyrir það að þessi spá gangi eftir," segir Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ.

Og ef að síðan er lagt við þetta sú spá að hver mánuður hér í kyrrstöðu og seinkun á efnahagsbata kosti til lengri tíma um 75 milljarða á mánuði þá má segja að herkostnaður Indefence og stjórnarandstöðunnar sé búinn að kosta okkur um 420 milljarða til lengri tíma. Áætlaður kostnaður okkar eftir nýjustu tilboð Breta og Hollendinga er um 150 til 250 milljarðar . Var áður um 200 til 300 milljarðar. Þannig að það er hægt að segja raunverulegt tap okkar til lengri tíma á þessu kjaftæði og drætti á að ganga frá Icesave séu kannski  150 til 250 milljarðar í dag. Og svo bætist við fyrir hvern mánuð sem líður til viðbótar

Og munurinn er sá að kostnaður sem seinkun á efnahagsbatanum lendir á okkur núna og næstu ár. Afborganir af Icesave lánum hefði ekki orðið fyrr en 2016 og næstu ár þar á eftir.

Og versta við þetta er að ASÍ telur að ríkið verði að mæta þessum seinkunum með enn meiri niðurskurði ef að aðrar áætlanir eiga að standast.


mbl.is Segir viðræður enn í gangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að allir sem hafi eitthvað vit á málunum og tengingu við raunveruleikann séu sammála þér þarna.

Fólk hefur bara verið heilaþvegið af gamla kolkrabbanum sem er að reyna hrifsa til sín völdin aftur. Aðferðin er að setja Ísland á hliðina svo að kolkrabbinn fái að athafna sig óáreittur, fólk á þá jafnvel eftir að líta á hann sem bjargvætt. 

Vona að fólk fari að sjá í gengum kolkrabbasynina Bjarna vafning olíuprins og Sigmund vogunarsjóðstjóraprins. 

Bjöggi (IP-tala skráð) 26.2.2010 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband