Leita í fréttum mbl.is

Þorsteinn gefur Sjálfstæðismönnum og Framsókn á kjaftinn!

Þorsteinn Pálsson gefur Framsókn og Sjálfstæðismönnu hressilega á kjaftinn í pisli í Fréttablaðinu í dag.  Þar segir hann m.a.

Einhverjir í bandaríska stjórnkerfinu sáu ástæðu til að leka minnisblaði sem sendifulltrúi þess hér hafði skrifað eftir samtöl við nokkra diplómata í utanríkisþjónustunni. Minnisblaðið vakti athygli fyrir tungutak. Stundum er nauðsynlegt að diplómatar noti annað tungutak en lærist í forskriftarbókum hefðarsiðfræðinnar.

Þetta minnisblað hefði hins vegar átt að vekja umræðu um aðra og alvarlegri hluti en tungutak. Birting þess afhjúpar á afar einfaldan hátt pólitíska einangrun Íslands í samfélagi þjóðanna. Hún rifjar upp þá nöpru staðreynd að fulltrúar Seðlabankans gengu bónleiðir til búðar í Seðlabanka Bandaríkjanna fyrir tveimur árum. Á sama tíma fengu seðlabankar annarra Norðurlanda bæði áheyrn og úrlausn.

Ástæðan er ekki sú að umheimurinn hafi snúist gegn Íslandi og gert Íslendinga að óvinum sínum. Við þurfum að líta í eigin barm og spyrja hvort rétt stöðumat hafi ráðið afstöðu okkar til alþjóðasamskipta á liðnum áratug. Það á bæði við um Bandaríkin og Evrópu.

Og hann heldur áfram:

Það er oflátungsháttur að halda að með einu samtali sé unnt að stilla öðrum þjóðum upp við vegg þegar allt er komið í óefni og sagt þeim að koma til bjargar. Skilningur á sérstökum aðstæðum byggist aðeins upp með langvarandi gagnkvæmum samskiptum þar sem báðir aðilar leggja sitt af mörkum.

Aðeins með því að rækta þann jarðveg varðveitum við raunverulegt fullveldi þjóðarinnar í alþjóðasamfélaginu. Endurreisnin kallar á endurmat á því hvernig við nálgumst utanríkispólitísk viðfangsefni. Við þurfum að koma ár okkar betur fyrir borð á ný.

Og eins og ég hef sagt er þetta ein af megin ástæðum þess að okkur er lífsnausynlegt að sækja um aðild að samfélagi þjóða í Evrópu.


mbl.is Times: Hætta á einangrun Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband