Leita í fréttum mbl.is

Nokkur viðbótar atriði sem við ættum að kjósa um á laugardaginn!

Svona í ljósi þess hversu tilgangslaus þessi atkvæðagreiðsla verður á laugardaginn, þá legg ég til að bætt verði við nokkrum atriðum svona til að nota daginn betur.

Við gætum t.d. nýtt okkur daginn í kjósa um:

  • Að segja okkur úr Sameiniðuþjóðunum. Því að menn hér á landi vilja almennt að við séum í sem minnstum formlegum tengslum við önnur lönd eða í formlegum samtökum þjóða.
  • Að segja okkur úr Nató. Hópur manna búinn að berjast fyrir því síðan 1948
  • Að segja okkur úr Norðurlandaráði.
  • Að heimta að við verðum færð niður að miðbaug. Við höfum nú þraukað hér í frosti og kulda í þúsund ár og nú er kominn tími til að aðrir taki við hlutverki okkar.
  • Að Bretar og Hollendingar borgi okkur 1500 milljarða vegna þess að þeir plötuð okkur til að opna Icesave sem útibú. Létu Landsbankann borga tryggingar af Icesave í Innistæðutryggingarsjóðin okkar en vildu síðan að við borguðu þeim. Þannig að við viljum kjósa um að þeir borgi okkur alla upphæðina þar sem við erum ekki viss um að henni hafi verið eytt hér á landi.
  • Að allar skoðanir sem ekki eru samþykktar af Heimssýn og Mogga bloggurum sé bannfærðar og þeir menn sem voga sér að hafa aðrar skoðanir séu settir í gapastokk.

Þetta gæti líka vakið athygli og blessaðir erlendu blaðamennirnir haft frá einhverju vitrænu að segja eftir laugardaginn.

Þetta sagði Egill Helgason um þessa atkvæðagreiðslu:

Flækjustigið er orðið ansi hátt.

Hingað er kominn fjöldi erlendra fréttamanna að fylgjast með þjóðaratkvæðagreiðslunni.

Þeir standa allir í þeirri trú að Íslendingar séu að fara að greiða atkvæði um hvort þeir ætli að borga Icesave eða ekki borga Icesave.

Og það verða skilaboðin sem verða send út í heim.

Á kjörseðlinum stendur hins vegar eitthvað allt annað. Það er verið að greiða atkvæði um hvort lögin sem kallast Icesave 2 haldi gildi sínu,

En útlendu blaðamennirnir eru ekki til viðræðu um þetta. Þá væri fréttin ekki eins góð.

Í huga margra er þjóðaratkvæðagreiðslan farin að snúast upp í hópefli. Sýningu á samstöðu þjóðarinnar. Þá ríður á að fá sem flesta á kjörstað. Léleg þátttaka mun ekki senda sterk skilaboð út í heim.

Og ég bendi á þessa færstu líka hjá honum


mbl.is Engin niðurstaða í London
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Þú ert fyndinn Maggi...

Sigurjón, 4.3.2010 kl. 00:01

2 Smámynd: Lárus Baldursson

Egill Helgason hefur rétt fyrir sér um hvað erlendu fréttamennirnir vilja vita sem er rökrétt ef Icesave 2, verður hafnað þá borga íslendingar ekki Icesave lánið því Bretar samþykktu aldrei Icesave 1, og hvað svo?

Lárus Baldursson, 4.3.2010 kl. 00:16

3 Smámynd: Jón Sveinsson

ÞAÐ ER MJÖG GOTT AÐ FRÉTTAMENNIRNIR HALDI AÐ VIÐ ÆTLUM EKKI AÐ BORGA ÞENNAN VIÐBJÓÐ SEM REYNT ER AÐ KLÍNA Á OKKUR ÞVÍ ÞAÐ ER EINGIN SKULD Á ÞJÓÐINNI ÞESS VEGNA ER EKKERT AÐ SEMJA UM VIÐ SEMJUM EKKI UM AÐ BORGA ÞAÐ SEM VIÐ HÖFUM EKKI FENGIÐ NÉ ERUM AÐ FÁ FRÁ ÞEIM.

ÞAÐ SEM ER VERIÐ AÐ KARPA UM ER ÞAÐ SEM ÞJÓFARNIR Í LANDSBANKANUM OG JÓHANNA OG STEINGRÍMUR ERU AÐ REINA AÐ SVÍKJA ÞJÓÐ SÍNA MEРAÐ LÁTA ALMENNING BORGA OG ÞAÐ ERU EKKI ÞJÓÐHOLLIR ÍSLENDINGAR.

EN ÞJÓÐHOLLIR ÍSLENDINGAR ERU ÞEIR SEM SEGJA  NEI  Í KOSNINGUNUM Á LAUGARDAGINN

Jón Sveinsson, 4.3.2010 kl. 00:55

4 identicon

Mikið er maður feginn að svona moggabloggarar eins og Jón séu ekki stór partur af þjóðinni.

Eru ekki allir stjórnmálaflokkar  búnnir að viðurkenna það að við þurfum að borga? Er einmitt ekki allir stjórnmálaflokkar núna saman að reyna að semja upp á nýtt,

manni grunar að erlendir fréttamenn séu ekki þeir einu sem halda að það sé verið að kjósa um hvort við borgum eða ekki, heldur einnig margir Íslendingar

Tryggvi (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 01:29

5 identicon

Tryggvi, ùt af hverju ad borga thegar ALLIR ICESAVE peningarnir eru à Bretlandi og meira til, hvert fòru allir peningar lifeyrissjòdana.

À bara ad borga thvi Geiri Hardi bjargadi Islenskum peningamönnum??? tad voru stòru mistökin !!!!!

gulli-spanjoli (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 08:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband