Leita í fréttum mbl.is

Kannski rétt fyri fólk að átta sig á fjölda bænda

Minnir að ég hafi heyrt að bændur á landinu séu milli 3 og 4 þúsund. Mér skilst að þeir fái um 12 milljarða í styrki sem gerir að meðaltali um 3 til 4 milljónir á hvern bónda. Inni í þessu er líka um 1/2 milljarður sem við greiðum í rekstur Bændasamtakana og ráðgjafa þeirra.

Því er nú eðlilegt að þeir vilji engar breytingar á þessu. En sorry menn hljóta að gera sér grein fyrir að þarna erum vð að tala kannski um 1 til 2% af þjóðinni! Til að vera sanngjarn þá með fjölskyldum og afleiddum störfum eru við kannski að tala um 10 þúsund sem eru 5% þjóðarinnar. Það gengur nú varla að hagsmunir 5% þjóðarinnar eigi að ráða öllu hér.

Það er búið að benda á að vegna fordæma Finna og Svía eigum við rétt á að þessi hópur fái sérstyrki frá ríkinu og ESB vegna landbúnaðar á Norðlægum slóðum sem og byggðastyrki ESB sem ganga út á að halda byggð um landið. Grænmetisframleiðendur gátu lagað sig að afnámi tolla að mestu af hverju ættu önnur landbúnaðarframleiðsla ekki að geta það. Jafnvel nýtt þetta til að vinna nýja markaði þannig að kvótar þeirra myndu stækka.

Og við neytendur myndu eðlilega græða á samkeppninni sem myndi komast á með lægra verði.


mbl.is Bændur ítreka andstöðu við ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Magnús Magnússon

Magnús þú hefur greinilega ekki kynnt þér  málið nógu vel. Þessi norðlægi styrkur sem þú tala um er heimild viðkomandi ríkis til að styrkja landbúnað í sínu land með samþykki EU að svo stöddu óvíst hve lengi, en sá styrkur er ekki frá EU. Ég var að koma frá færeyjum þar sem mjólkin kostar 10,8 dk = 252 kr isl. Bensínið 8,78kr dk =205 kr ísl. Í Danmörku kostar mjólkurlíterinn ca 200kr +.  Danskir bændur fá nærri 100 kr ísl meyra fyrir kílóið af nautakjöti. Flestar matvörur  sem eru fluttar inn til landsins eru tollfrjálsar en samt dýrari hér, hver er skýringin. Ekki verndartollar

Haraldur Magnús Magnússon, 4.3.2010 kl. 13:28

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Haraldur enda sagði ég það. En svo eru aðrir styrkir ESB sem styðja við byggðir í dreifbýli sem miða að því að halda upp byggðum um landið. Bendi þér á að gengið hefur nú fallið hér um helming þannig að verð í Færeyjum er ekki sambærilegt.

Bendi þér á að blómlegasta uppbygging í verlsun í Svíþjóð er á landamærum Noregs því þangað flykkjast norðmenn að versla ódýarar.

Bendi þér á að Danmörk leggur og hefur lagt gríðarlega mikikil gjöld á Bíla og Bensín og það er þeirra val. Það má nú benda þér á að Danskir bændur fái hundrað krónum meira fyrir Nautarkjötið er gott því að Danir hafa val um að kaupa kjöt frá öðrum löndum en eru tilbúnir að kaupa á þessu verði. Hér virðist vera að milliliðir  taki þá mikið til sín.

Ég vill eiga val að kaupa þá vöru sem ég vill. Ég vill ekki að tollar og innflutningshömlur séu setta á til að verja bændur við að neytendur geti keypt af öðrum. Og fram til síðsta árs hafa allar kannanir sýnt að hér er matvara um það bil 20 til 40% hærri en hjá löndunum í ESB.

Magnús Helgi Björgvinsson, 4.3.2010 kl. 13:58

3 identicon

Bændasamtökin eru verktakar hjá íslenska ríkinu. Hver segir að það þurfi að vera svoleiðis? Þeir láta sem það komi skattgreiðendum ekki við hvað þeir gera við skattpeningana. Bændasamtökin láta sem hrokagikkir dauðans og það er tími til kominn að taka þá af spenanum því þjóðin hefur ekkert að gera með svona heimalinga. 

Ég segi, látum Sjávar- og landbúnaðarráðuneytið sjá styrkupphæðir og Fésýslu ríkisins deila út peningunum beint til bænda. Tökum síðan þennan pening sem ráðgjafarnir hafa og látum þá til Landbúnaðarháskólans og á Keldur. 

Bændasamtökin eru frjáls félagasamtök og eiga því að vera borguð af bændum sjálfum. En ekki vera 541 milljón króna í fjárframlag. 

Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 14:37

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sammála þér nafni. Spurning af hverju að verkalýðssamtök fái ekki líka greitt sérstaklega fyrir að sinna sínum félagmönnum. T.d. varðandi slys, og réttindavörslu og símenntun? Ættu þau ekki að eiga rétt á því? Finnst það ekki haldbær rök

Magnús Helgi Björgvinsson, 4.3.2010 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband