Leita í fréttum mbl.is

Samningurinn um Icesave getur reynst okkur dýrari en skuldin sjálf.

Vek sérstaka athygli á þessum hluta fréttarinnar.

Segir í greininni að verulega hafi dregið úr líkum á snöggri afgreiðslu Icesave-samningsins og er haft eftir Gylfa Magnússyni, efnahags- og viðskiptaráðherra að hætta sé á að kostnaður við samningagerðina verði hærri en Icesave-samningurinn sjálfur. Bretar og Hollendingar hafi sýnt vissa eftirgjöf undanfarna daga, þó sjá verði hvernig mál þróist. „Við getum endað með samning sem virkar betri samningur á pappírunum, en jafnhliða kostnaðinum sem hlýst af frestuninni, reynist hærri er upp er staðið,“ segir Gylfi.

Og þessum hluta

„Þetta virðist hins vegar vera gjald sem margir Íslendingar eru tilbúnir að greiða. Og að Íslendingar fari í vörn til að berjast fyrir algjöru frelsi er hefð sem á sér djúpar rætur,“ segir greinarhöfundur, dregur fram samlíkingu með Bjarti í Sumarhúsum, og spyr Gylfa hvort hann óttist að Ísland eigi eftir að lenda í sporum Bjarts - að segja nei við öllum samningum til að vera frjáls, burtséð frá fórnarkostnaðinum. „Þjóðarandinn spilar stórt hlutverk hér og bókmenntaarfurinn hefur vissulega áhrif á hvernig fólk bregst við. En ég vona virkilega að skynsemin hafi betur, jafnvel þó fólk eigi erfitt með að kyngja henni.“

Þetta er einmitt það sem ég hef verið að segja. Þjóð sem talar um að bjarga heimilum og skuldugu fólki en er svo tilbúin að leggja út í baráttu sem kannski skilar okkur betri samning en töfin kostar okkur kannski miklu meira þegar til lengri tíma er litið. Og kemur til að kosta hærri skatta til lengdar vegna seinkunar á framkvæmdum, aukningu þjóðartekna, verri vaxtarkjörum og svo framvegis og líka lægri tekjum ríkissjóðs sem þýðir aukin þjónustugjöld og minna fé til að koma á móts við þá sem hafa verstu kjörin.

Það er náttúrulega að skoðuðu máli hægt a mæta á morgun og segja Já við Icesave 2 en hinsvegar er hægt að mæta og greiða ekki atkvæði. Minni fólk á að allt tal um að við þurfum ekkert að greiða vegna Icesave er lygi. Því það heldur því fram nokkur maður með viti lengur. Bretar og Hollendingar hafa mjög sterk lagaleg rök með sér gegn okkur. M.a. að neyðarlögin hafi mismunað innistæðueigendum á reikningum Landsbankans eftir þjóðerni. Eins að innistæðutryggingarsjóður var stofnaður af ríkinu og átti að tryggja lámarksinnistæður upp að ákveðnu marki sem hann réð ekki við. Eins yfirlýsingar ríkisstjórnar um að hún myndi standa að baki sjóðsins um nauðsynleg lán. Yfirlýsingar ríkisins og samningar við Holland og Breta um að við myndum borga lágmarksinnistæður. Og síðast en ekki síst þá skilja allar þær þjóðir sem eru á EES svæðinu málið þannig að okkur beri að greiða þetta.

Svo ég skila auðu, ætlaði að segja en það er kjánalegt. Eða að ég ógildi atkvæði mitt með teikningu eða x í báða reiti. En ég get ekki sagt nei því þá væri ég að taka undir málflutning þeirra sem hafa dregið þetta mál út það óendanlega og kostað okkur hundruði milljarða.


mbl.is Samningarnir geta reynst dýrari en Icesave-skuldin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú skilur ekki.

Þetta snýst ekkert bara um það að ná betri samningum. Þetta snýst um að ég og þú, sem þurfum að taka á okkur skellinn vegna fyllirís örfárra aðila, fáum að koma á framfæri vanþóknun okkar.

Það hefði að sjálfsögðu verið farsælla og ódýrara ef ríkisstjórnin hefði sinnt því hlutverki betur, en þar sem hún á við alvarlega geðræn vandamál að stríða (og segir vonandi af sér fljótlega) þá verðum við að gera þetta svona.

Jón Flón (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 09:58

2 Smámynd: Ólafur Als

Sæll, meistari ... hvar hefur þú verið í umræðunni? Það er beinlínis ólögmætt fyir ríki að tryggja innistæður innlends banka í erlendu ríki - og hvaðan hefur þú það að ríkinu bar skylda til að tryggja lágmarksupphæðir? Það var hlutverk sjóðsins sjálfs en ekki ríkisins.

Það EINA sem liggur nú fyrir í þessu ógæfumáli öllu, er að þjóðaratkvæðagreiðslan virðist ætla að færa okkur betri samning - það eru peningar í hendi - nokkuð sem yfirvöldum hefur mistekist. Allt tal um að seinkun á afgreiðslu Icesave kosti óskilgreindar upphæðir (skuldir úti í skógi) er eins og hver önnur hundalógík, sett fram til þess að bægja ábyrgð frá núverandi stjórnvöldum og þeirra stórkostlegu vangetu til þess að vernda hagsmuni íslenskra skattgreiðenda.

Það sem mun kosta okkur hægari endurreisn er ekki betri Icesave-samningur, heldur ósamstíga vinnubrögð núverandi valdhafa í uppbyggingu orkuiðnaðar og hve augljóslega þessi vinnubrögð hafa nú þegar kastað rýrð á loforðin um þúsundir uppbyggingarstarfa í þeim geira, ásamt með öðru.

Ólafur Als, 5.3.2010 kl. 10:04

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ólafur Als þetta er ekki rétt hjá þér með ríkisábyrgð. Og þetta er ekki eins í nokkru landi. T.d. tryggir Norski innistæðutrygginarsjóðurinn upphæðir upp á 43 milljónum. Ég skoðað þetta í nokkrum löndum EES á síðasta ári

Danmörk:
Framlög frá ríkisstjórn: Nei
Ríkisábyrgð: Já, Fjármálaráðherra má veita ríkisábyrgð á lánum sjóðsins.
Leyfi til lántöku: Já

Þýskaland:
Framlög frá ríkisstjórn: Nei
Ríkisábyrgð: Nei
Leyfi til lántöku: Já

Frakkland:
Framlög frá ríkisstjórn: Nei
Ríkisábyrgð: Nei
Leyfi til lántöku: Já

Austurríki:
Framlög frá ríkisstjórn: Nei
Ríkisábyrgð: Já
Leyfi til lántöku: Já

Holland:
Framlög frá ríkisstjórn: Nei
Ríkisábyrgð: Nei
Leyfi til lántöku: Nei

Bretland:
Framlög frá ríkisstjórn: Nei
Ríkisábyrgð: Nei
Leyfi til lántöku: Já

Svo láttu ekki plata þig þá er ekkert sem bannar ríkisábyrgð. Og ef menn lesa tilskipunina þá er löndum gert að koma upp tryggingar kerfum sem TRYGGJA  innistæður upp að 20.887 evrum. Við áttun að sjá að kerfið tryggði þetta. Bendi þér að það var einn banki sem ekki gat borgað innistæður sínar. Skárra er það trygginarkerfi sem ræður ekki við einn banka.

Magnús Helgi Björgvinsson, 5.3.2010 kl. 10:28

4 identicon

Þeir einu sem segja að það hafi kostað okkur svo og svo mikið eru þeir sem vildu samþykkja þetta dæmi! og að tala um hundruð miljarða i þessu samhengi er bara út í hött.

Að sega að þetta hafi kostað okkur svona mikið OK, hver eru rökin hvernig er þetta reiknað ?

Hafa menn hugsað um hvað hundrað miljarðar eru mikið ? það er einmitt svona sem varð okkur að falli það er að við gerum okkur ekki í nóga grein fyrir upphæðum og finnst milljón vera skiptiminnt en þegar við þurfum að búa hana til þá vandast málið.

Fróðlegt væri að vita hvernig umræðan væri ef samningurinn hefði verið samþykktur ? væri gengið þá sterkara ? lánin væru komin frá AGS og við byrjuð að borga "fína" 5,5% vexti (þar eru milljónir) væru stýrivextir orðnir 3% eins og þeir þurfa að vera svo peningar fari að færast úr bönkum í þjóðlífið?  Fróðlegt væri að vita hver á mest að peningum í bönkum í dag? það er mikil hagur að hafa pening í banka í dag á fínum vöxtum og ekkert spennandi að stýrivextir lækki !!!

johannesfrank (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 10:40

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Johannes Frank það er verið að tala um tapaðar þjóðartekjur til framtiðar. Þ.e. framkvæmdum seinkar, verri lánakjör,  færri sem vilja fjárfesta hér. Meira atvinnuleysi, gengishöft og svo framvegis. Þetta kemur til með að kosta og ég vitnaði bara í eftirfarandi grein:

Kyrrstaðan veldur því að stöðugt bætist við þá 15.329 sem skráðir voru atvinnulausir um áramótin. Þeir sem þó eru með vinnu eru á skertum launum. Meðan þetta ástand varir eiga einstaklingar og fyrirtæki erfitt með að ná endum saman og greiða því lítið upp í skuldir og mun minni skatta en ella. Ríkið er rekið með tapi og safnar skuldum og upp safnast vaxtakostnaður hjá einstaklingum, fyrirtækjum og ríkissjóði, sjóði allra landsmanna. Undirritaður hvetur fjölmiðla til þess að afla sér upplýsinga frá fremstu hagfræðingum um það hvað þessi kyrrstaða kostar og hvernig má rjúfa hana. Hér á eftir er gerð tilraun til þess að svara þessum spurningum sem mikilvægt er að fá svar við.

Að jafnaði vex íslenska hagkerfið um 3% á ári. Þjóðarframleiðslan er nú um 1.500 milljarðar kr. á ári. Að öðru jöfnu mætti því búast við því að þjóðarframleiðslan á næsta ári yrði 1.545 M.kr. ári síðar 1.591 M.kr. og svo framvegis eins og kemur fram í meðfylgjandi töflu og línuriti. Ef kyrrstaða ríkir þá er ekki vöxtur í þjóðarframleiðslu. Standi þessi kyrrstaða í eitt ár (12 mánuði) þá verður þjóðarframleiðsla næsta árs 45 M.kr. minni en vænta mætti við venjulegar aðstæður. Sama á við um öll árin sem á eftir fylgja. Þjóðarframleiðslan er á hverju ári 3% minni en hún hefði verið ef kyrrstaða hefði ekki ríkt í eitt ár. Reiknað til núvirðis nemur töpuð framtíðarþjóðarframleiðsla af kyrrstöðu í eitt ár 900 til 2.250 M.kr. eftir því með hvaða ávöxtun er reiknað (5% til 8%). Kostnaðurinn af kyrrstöðu nemur því að lágmarki 75 M.kr. á mánuði miðað við ofangreindar einfaldar forsendur.

Ofangreind rök sýna að kyrrstaða er þjóðinni dýr í atvinnuleysi, landflótta og tapaðri þjóðarframleiðslu. Miklu er því fórnandi til þess að rjúfa hana. Undir þetta taka Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og væntanlega allir Íslendingar sem láta sér annt um framtíð þessarar þjóðar og þeirra einstaklinga sem mest líða fyrir atvinnuleysi og kyrrstöðu.

Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og ríkisstjórn Íslands hafa sagt að sátt við alþjóðasamfélagið og samningur við Norðurlöndin og alþjóðlegar fjármálastofnanir, þar á meðal AGS, sé forsenda fyrir því að fjármagn fáist til þess að endurfjármagna skuldir ríkissjóðs, Landsvirkjunar, Orkuveitu Reykjavíkur og sveitafélaganna. Þetta fjármagn er síðan forsenda fyrir því að leiðrétta gengi krónunnar til hækkunar og lækka vexti innanlands og jafnframt bæta þau vaxtakjör sem Íslandi bjóðast erlendis. Þessar fjárhagslegu forsendur eru nauðsynlegar til þess að ná hagvexti á ný og rjúfa kyrrstöðuna sem við erum í.

Höfundur er rekstrarhagfræðingur.

Magnús Helgi Björgvinsson, 5.3.2010 kl. 10:50

6 Smámynd: Eiríkur Sjóberg

Sæll Magnús

 Ég skil allt þetta mál sama skilningi og þú.  Maður furðar sig virkilega á umræðunni. Mér finnst ég staddur í hringleikahúsi fáránleikans.

En við okkur blasir raunveruleikinn. Og þjóðaratkvæðagreiðslan.

Úr því sem komið er held ég að best fari á því að sem flestir mæti til atkvæðagreiðslunnar og merki við NEI. Það mætti þá a.m.k. verða skýr táknræn niðurstaða.

Framhaldið er mikilli óvissu háð. Líst satt að segja ekkert á það!

Eiríkur Sjóberg, 5.3.2010 kl. 11:08

7 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Ég vissi ekki betur enn að verið sé að skattleggja okkur fyrir eitthvað sem gerðist í bankahruninu, það er ólögmætt samkvæmt stjórnarskrá.

Ég segi nei við ICESAVE!

Þó svo að sum lönd hafi ríkisábyrgðir þá er ekki þar með sagt að við þurfum slíkt hið sama.

Með kveðju

Kaldi Stormsson

Ólafur Björn Ólafsson, 5.3.2010 kl. 12:47

8 Smámynd: Ellert Júlíusson

Ef svona sterkar lagalegar forsendur eru fyrir því að við eigum að borga, hví hafna Bretar og Hollendingar dómsstólaleið?

Maður hefði haldið að ef sigur væri viss, og þar með engin ástæða til samninga við okkur, þá væru þeir löngu búnir að fara þá leið.

Einnig er alveg magnað að Bretar komist upp með ýmsa gerninga. Til dæmis að halda hundruðum milljarða í gíslingu VAXTALAUST sem hægt væri að nota strax til afgreiðslu ýmissra mála.

Ég er kannski svona illa upplýstur en mér finnst þetta athyglisvert.

Ellert Júlíusson, 5.3.2010 kl. 12:53

9 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ætli að það sé ekki m.a. vegna þess að slík málaferli taka mörg ár og á meðan er óvissa um málið.

Magnús Helgi Björgvinsson, 5.3.2010 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband