Leita í fréttum mbl.is

Mér er eiginlega alveg sama hvað stjórnarandstaðan segir!

Ég vill vita hvað samninganefndin segir og formaðurinn Lee Bucheit? Finnst það aukaatriði hvað Sigmundi og Bjarna finnst. Ef að samninganefnd okkar telur að hún geti landað ásættanlegri samning þó hann sé ekki nákvæmlega það sem við stefndum að þá yrði ég ánægður! Og meira atriði hvað órólega deild Vg segir? Ef hægt er að klára þetta mál - KLÁRIÐ ÞAÐ! OG EKKI SEINNA EN STRAX!

PS varð að bæta þessu við sem ég las á www.dv.is

Lee Buchheit, aðalsamningamaður Íslands, veit viti sínu um erlendar skuldir og skuldauppgjör milli ríkja. Buchheit mun hafa lagst yfir stöðuna, kastað til hliðar atriðum sem vonlítið væri að hnika, svo sem eins og dómstólaþrefinu og deilum um höfuðstól Icesaveskuldbindinganna. Betra væri að einbeita sér að öðrum atriðum þar sem sóknarfærin lægju.

Þetta vakti tortryggni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. formanns Framsóknarflokksins, sem þótti málflutningurinn of keimlíkur afstöðu stjórnarliða og varð eins og snúið roð í hundskjafti. „Hvað er eiginlega með þennan Mr. Sigmund,“ á Lee Buchheit að hafa spurt.


mbl.is Samstarf orðið aukaatriði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Enda hefur þú alltaf verið á því að borga bara... alveg sama hvað.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 10.3.2010 kl. 07:45

2 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Þú virðist ennþá vera mjög áhugasamur um að fá sem versta niðurstöðu í þessa samninga. 

Ríkisstjórnin er búin að klúðra icesave málinu tvisvar.  Það er tími til kominn að fá einhverja að málinu sem ráða við að leysa það svo sómi sé af

Hreinn Sigurðsson, 10.3.2010 kl. 08:29

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Innilega sammála þér Hreinn.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 10.3.2010 kl. 08:57

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hreinn ég vill fá niðurstöðu! Því okkur blæðir smátt og smátt út á meðan að menn eru að þrátta um þetta. Og ég vill að Alþingi láti sérfræðinga helst erlenda reikna út hvað tafir á Icesave eru búnar að kosta okkur. Því það getur ekki verið að kyrrstaða og seinkanir á áætlun um endurreisn muni kosta okkur til lengdar. ASÍ er búið að reikna út að það sé búið að seinkan honum um 6 mánuði. Sem þýðir að hér seinnkar því að það verði hagvöxtur, atvinnuleysi veður lengur, tekjur ríkisins verða ekki eins miklar, og vaxtakjör verri vextir hærri og fjárfestingar minni. Menn hafa reiknað þetta upp í allt að 70 milljarða fyrir hvern mánuð sem Icesave dregst og þá er verið að miða við tekjur í framtíðinni sem við verðum af.

Magnús Helgi Björgvinsson, 10.3.2010 kl. 09:31

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ætla að bæta þessu færsluna hér á eftir en þetta er eimitt það sem ég var að segja:

Lee Buchheit, aðalsamningamaður Íslands, veit viti sínu um erlendar skuldir og skuldauppgjör milli ríkja. Buchheit mun hafa lagst yfir stöðuna, kastað til hliðar atriðum sem vonlítið væri að hnika, svo sem eins og dómstólaþrefinu og deilum um höfuðstól Icesaveskuldbindinganna. Betra væri að einbeita sér að öðrum atriðum þar sem sóknarfærin lægju.

Þetta vakti tortryggni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. formanns Framsóknarflokksins, sem þótti málflutningurinn of keimlíkur afstöðu stjórnarliða og varð eins og snúið roð í hundskjafti. „Hvað er eiginlega með þennan Mr. Sigmund,“ á Lee Buchheit að hafa spurt.

Magnús Helgi Björgvinsson, 10.3.2010 kl. 09:36

6 identicon

Sammála þessar endalausu tafir eru að drepa okkur. Ég skil vel að fólk hafi mismunandir skoðanir á Icesave, borga ekki, borga, hvaða kjör o.s.frv.

En afhverju er ekki hægt gera hlutina hratt, afhverju vorum við ekki að kjósa um þessa samninga í September á seinasta ári, afhverju var stjórnarandstaðan að tefja þetta mál um fleiri fleiri mánuði bara til þess að sjá þetta sammþykkt á Alþingi mun seinna en ella.

Það er eins og fólk haldi að það hafi engar afleiðingar að tefja allt hérna, sér enginn stóru myndina, ég býð spenntur eftir því að einhver Hagfræðingur reikni þetta allt saman almennilega út fyrir okkur og fólk gerir sér almennilega grein fyrir þessu.

Það er ekki að ástæðulausu sem að flest allir erlendir ráðgjafar sögðu, þið þurfið ekki að gera allt 100% rétt, bara gera hlutina hratt, gera eitthvað strax. 

Tryggvi (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 01:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband