Fimmtudagur, 18. mars 2010
Fyrirsögn fréttarinnar segir allt um þetta mál!
Langt gengið eða skammt?"
Það er gjörsamlega ófært að bjarga öllum eða gera öllum til hæfis. Menn eru tilbúnir að dæma aðgerðir vonlausar fyrirfram. Menn eru eru algjörlega búnir að fyrra sig nokkurri ábyrgð á því að hafa tekið lán. Jafnvel þeir sem áttu ekkert fjármagn til að kaupa í upphafi og hefðu hvort eða er misst húsnæði sitt eftir nokkur ár þó ekkert hrun hefði orðið. Menn láta nú eins og fólk hafi aldrei hér á landi misst húsnæði sitt á nauðungaruppboð. En svona til upprifjunar hefur fólk lent í þessu hér oft áður. Ég persónulega hef ekki misst íbúðir á nauðungaruppboð en 2x þurfti ég að selja þar sem ég hafði farið óvarlega með peninga og lenti í að kaupa þegar verðbólga var hér 80% 1989. Ég lifði þetta nú af og koma mér í búsetukerfið þar sem séreignakerfið átti ekki við mig. Ég sé fram á að nú um 15 árum eftir að ég hætti í að reyna að kaupa mér íbúð verð ég búin að borga síðustu skuldirnar af íbúðakaupa ævintýrum mínum. En ég hef síðustu ár haft það fínt. Viðráðanlega greiðslubyrgði
En ég fer að hafa áhyggjur af því að hér sé stór hópur sem reyni ekki einusinni að bjarga sér. Heldur þrammi niður á Austurvöll á laugardögum í stað þess að fara í bankana, íbúðarlánasjóð og önnur lánafyrirtæki og kanni almennilega hvað sé í boði fyrir þau til að létta greiðslubirgði sína núna. Fólk er allt í að bíða efti því að Ríkið reddi þeim og svo framvegis. Og svo þegar nú koma úrræði þar sem á að hjálpa fólki í verulegum vandræðum þá kemur allur hinn hópurinn sem getur vel staðið við skuldbindingar sínar og segir að aðgerði ríkisstjórnarinnar bitni á þeim sem geta staðið í skilum en þurfa að sleppa þá einhverju öðru.
Bendi fólk líka á að ef það verður svona í framtíðinni að allar sveiflur á gengi, verðbólgu og fleiru á að lenda á þeim sem lánar eingöngu þá verða engin lán nema með háum vöxtum og kostnaði. Því hver vill lána penginga til lengri tíma ef að allar breytingar á ytri aðstæðum leiðir til að peningar hans rýrna.
Það verður að finna lausnir sem henta flestum og gefur fólki möguleika á að vinna úr sínum málum. Auk þess sem að setja þarf fram Lyklafrumvarp þannig að ekki sé hægt að ganga að öðru hjá fólki en þvi veði sem eru fyrir láninu.
Það sem ég er að segja að það er hópur sem verður ekki bjargað öðruvísi en að bjóða þeim að komast í annað kerfi eins og kaupleigu kerfið
Langt gengið eða skammt? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Af mbl.is
Erlent
- Úkraína geti tapað stríðinu með skyndilausnum
- Trump og Pútín vilja tala saman
- Barnungur Rússi í fimm ára fangelsi
- Biden heitir friðsamlegum valdaskiptum
- Staðan: Trump 295 Harris 226
- Selenskí: N-Kórea heyir stríð í Evrópu
- Tveir nemendur stungnir með hnífi og skólanum lokað
- Fundu lík reynds fjallgöngumanns
- Vonast til að glíma við Rússa og N-Kóreu með Trump
- Gerðu umfangsmikla drónaárás á Kænugarð
Íþróttir
- Þó að hún sé þrítug
- Snorri Steinn: Hugsaði hver djöfullinn þetta væri
- Erum rétt að byrja
- Stolt að spila fyrir Ísland
- Horfði á Chelsea skora átta
- Loksins vann United Orri skoraði
- Naumt tap Íslands fyrir sterku liði
- Rekinn þrátt fyrir magnað starf
- Andri og félagar upp að hlið Víkings
- Í átta liða eftir mikla dramatík
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Já takk ég hefði nú ekki mikinn áhuga á því að fara á hjánum að tala við glæpafyrirtækið sem þú kallar banka. Sama fyrirtækið og tók stöðu gegn gjaldmiðlinum. Sömu glæpasamtökin og settu efnahagskerfið á hliðina. Eigum við lántakendur endalaust að kyssa vöndinn. Þetta er sama liðið sem vinnur þarna og sannfærði gamlar konur um að setja sparnaðinn sinn í peningamarkaðssjóði.
Sigurður Sigurðsson (IP-tala skráð) 18.3.2010 kl. 12:03
Það varð nú heimskreppa! Annars sakna ég hins liðsins,teprulausu með skóflurog haka, svo og Siggu í stígvélum og svuntu(minnir hún hafi verið í Alþýðublaðinu),segjandi eitthvað hnittið,líkt og Loki,hin síðari ár.
Helga Kristjánsdóttir, 18.3.2010 kl. 12:14
Gott hjá þér Magnús ! en mjög óíslenskt,;) “leita lausna heldur en að velta sér uppúr vandamálunum” og jafnvel gera boðnar lausnir að nýjum vandamálum.Finnst líka athyglisvert hvernig þú talar um það að eignast eigið húsnæði, það er greinilegt að alltof margir halda að það að fara í fjárfestingu sem er minnst 10x árstekjurnar, sé bara búið mál á nokkrum árum, mín kynslóð, sem var að koma yfir sig þaki á 1960 og 1970 árunum upplifðum reyndar þetta, verðbólgan vann með okkur og við áttum stórann hluta af eigninni bara eftir 5 til 10 ár, en á kostnað hvers ??Flottar 3 síðustu málsgreinarnar líka hjá þér Magnús.En er hræddur um að Sig.Sig. sé talsmaður æði margra, og á þá við þetta með að “stimpla” alla bankana sem “glæpastofnanir” (svosem skiljanlegt eftir allt sem á undan er gengið) og þar með láta vera að leita lausna, því það er þá að “skríða á hjnjánum”, en hvað með að fara “rúntinn” með sín mál og sjá hver af þessum “glæpastofnunum” bíður bestu lausnina ?Ef um það væri að ræða að þurfa “skríða á hnjánum” til að fjölskylda mín fengi betri afkomu, “so be it” (hef reyndar gert það, en það var í fornöld 1980/1984).Og Helga ! víst var þetta heimskreppa, en það rýrir alls ekkert af því sem Magnús segir, heimskreppur koma og fara, við verðum bara að vera betur í stakk búin að mæta þeim, og spila ekki á tæpasta vað alltaf hreint.
Kristján Hilmarsson, 18.3.2010 kl. 13:24
Það er ekki nú ekki þannig að lántaki fari bara á rúntinn og tékki á því hvaða "glæpasamtök" bjóða best. Ef viðkomandi er með verðtryggt lán þá er ekki hægt um vik að losna undan því. Hvaða réttlæti er í því að bankar geti tekið yfir lán á afslætti og rukkað inn á steravöxtum eins ekkert hafi í skorist.
Þó að fyrri kynslóðir hafi lent í verðbólgu og hruni er ekkert sem segir að við eigum að sætta okkur við eignaupptöku í dag. Bankar sem spiluðu rassinn úr buxunum eiga ekki að hafa sjálftökurétt í veskið okkar lántaka. Magnús og fleiri vilja semsagt að við sættum okkur við að sömu bófarnir haldi áfram að mergsjúga allt fjármagn frá almenningi án þess að æmta né skræmta.
Það er alveg ljóst að frekar mun ég herða sultarólina en að leggjast svo lágt að skríða fyrir einhverjum bankabófa.
Sigurður Sigurðsson (IP-tala skráð) 18.3.2010 kl. 16:41
Sigurður hér hrundi heilt fjármálakerfi. Nú þegar hafa kröfuhafar tapað hér um 8 þúsund milljörðum. Ríkð hefur þurft að taka á sig lán vegna þess að Seðlabanki okkar varð gjaldþrota.
Ég er ekki að tala um alla lántakendur. t.d. þekki ég menn sem skulda þó nokkuð og áttu innieignir í skulabréfasjóðum sem hafa unnið nær stanslaust að því að fá lausnir á sínum málum. Og ég hitti þá nokkuð oft og þeir eru að bera sig saman um hvaða ráðleggingar þeir hafi fengið hjá lánafyrirtækinu og hvernig þeir eiga að halda áfram að sauma að þeim. Og þeir hafa náð árangri og gert sé áætlun. En stór hópur mætir bara á Austurvöll og hrópar en gerir ekkert í sínum málum nema að lýsa því yfir að þeir séu hættir að borga.
Fólk sem tók vertryggt lán 2007 og keypt Íbúð á 100% láni þá væri skuldin kominn í 110% af verði Íbúðar þó ekkert hrun hefði orðið. En nú láta allir eins og það sé nýtt að verðtryggð lán hækki.
Magnús Helgi Björgvinsson, 18.3.2010 kl. 17:39
Svona til gamans fyir þá sem halda það sé eitthvað nýtt að borga mikið á lánum sínum. Þá tók ég Lífeyrissjóðslán 1988. Tók 1 milljón til 25 ára. 2007 þegar ég hæ var búinn 19 ár þá var ég búinn að borga 2,5 milljónir af því og skuldaði ennþá um 900 þúsund. Þannig að ef ég hefði tekið 20 milljónir 1988 til 25 ár þá hefði ég borgað um 90 milljónir af þessu láni. Þegar fólk er að skoða til framtíðar þá verður það að gera ráð fyrir að laun þeirra eiga eftir að hækka jafn mikið eða meira hlutfallslega en lánið. Af þessu milljón kr. láni hef ég borgað um 120 til 140 þúsund á ári. En hlutfall þess af launum mínum hefur minnkað stöðugt.
Magnús Helgi Björgvinsson, 18.3.2010 kl. 18:03
Í dæminu átti að standa 60 milljónir í stað 90 milljónir.Svon er að lesa ekki yfir það sem maður skrifar
Magnús Helgi Björgvinsson, 18.3.2010 kl. 18:07
Skal viðurkenna að þannig var þetta í ”gamla daga” en nú er allt breytt er það ekki ?
Kristján Hilmarsson, 18.3.2010 kl. 19:22
Svona skætingslaust, það sem ég á við er að við sem lántakendur erum aðaltekjulind lánastofnunar og ef hætta er á að við séum að fara annað með okkar viðskifti, ætti viðkomandi að hugsa sig um tvisvar og oftar en það.
Og ætti í því sambandi að birta reglulega vaxtakjör hvers og eins, en nei einmitt, verðtryggingin er eins hjá öllum, ég er kominn í hring, burt með hana!
Kristján Hilmarsson, 18.3.2010 kl. 19:28
Það er varla að maður nenni að svara ykkur félögum. Hvað varðar að endurfjármagna lán þá ætti Kristján að athuga hvað er í boði. Lakari vaxtakjör og hundléleg þjónusta. Bankabófarnir er í essinu sínu þessa dagana.
Hér er ekki heilbrigt fjármálaumhverfi og hefur ekki verið frá því að ég man eftir mér. Hvað er eðlilegt við það að lánveitandi sé bæði með belti og axlabönd, taki ekki neina áhættu á efnahagsástandinu á hverjum tíma. Verðtrygging hefur orðið til þess að stjórnvöld hafa komist undan því að stunda ábyrga hagstjórn. Fjármálastofnanir hafa ekki tekið ábyrgð á því að viðhalda stöðugleika í kerfinu. Almenningur á einnig sök á máli aðalega með því að vera bláeygður og láta þetta rugl yfir sig ganga endalaust.
Magnús þó að erlendir kröfuhafar tapi þá er bara ekkert við því að gera og íslenskir skattborgarar eiga ekki að bera það tjón. Kröfuhafar voru ekki neyddir til að lána þessum einkabönkum og hafa væntanlega gert það í von um ávinning. Það skiptir bara ekki einu einasta máli hvort þeir töpuðu 8 milljörðum eða 8000 milljörðum. Þeir lánuðu og tóku áhættuna.
Lánin okkar sem vorum í viðskiptum við einhvern af föllnu bönkunum voru flutt i nýju bankana með verulegum afslætti og auðvitað viljum við fá hlutdeild í þeim afslætti þó ekki væri nema sem nemur þeim hækkunum sem hafa orðið frá því að hrunið varð. Það er hundfúlt að horfa upp á að allur afslátturinn sé notaður til að afskrifa skuldir útrásarvíkinga og almenningur njóti ekki góðs af því.
Reyndar ætlar ríkisstjórnin að skattleggja allar afskriftir til almennings til fullkomna skjaldborgina. Frábært finnst ykkur ekki.
Sigurður Sigurðsson (IP-tala skráð) 19.3.2010 kl. 11:17
Nei Sigurður það stendur nú einmitt að allar almennar niðurfærslur verða ekki skattlagðar. Sbr:
Kynna sér málin
Magnús Helgi Björgvinsson, 19.3.2010 kl. 11:46
Auðvitað er rangnefni að kalla þetta afskriftir. Þetta er leiðrétting á óréttlátum hækkunum. En það er rétt hjá þér Magnús að hóflegar leiðréttingar verði skattfrjálsar, hvað er hóflegt????? Dæmigert blaður úr pólitíkusum.
Sigurður Sigurðsson (IP-tala skráð) 19.3.2010 kl. 12:38
Þetta er náttúrulega engin lausn sem þessi auma ríkisstjórn leggur fram sem "lokaboð"!
Rakst á þessa útreikninga á blogginu:
"Hér er lítið dæmi um sýnir í fljótu bragði hvaða áhrif aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa á venjulega íslenska fjölskyldu sem þarf á leiðréttingu sinna mála að halda:
Fjölskyldan skuldar 40 milljónir í húsnæði sínu.
Mánaðarleg greiðslubyrði lánanna er u.þ.b. 200.000. kr. á mánuði.
Verðmæti íbúðar fjöldskyldunnar er 25 milljónir.
Ráðstöfunartekjur fjölskyldunnar veita henni svigrúm til þess að greiða um 150.000. kr. á mánuði af lánum sínum.
Sú mánaðargreiðsla samsvarar afborun af húsnæðisláni sem nemur 30 milljónum.
Lánveitandinn, banki eða Íbúðarlánasjóður leiðréttir skuldastöðu fjölskyldunnar og afskrifar 10 milljónir af láninu.
Þá kemur Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, og ríkisstjórnin til skjalana.
Steingrímur skattleggur helming afskriftar eða 5 milljónir króna.
Skatthlutfallið er u.þ.b. 40% og álagður skattur því 2 milljónir sem eiga að koma til greiðslu á 3 árum, eða 56.000 krónur á mánuði.
Þetta hljómar í fljótu bragði ágætlega.
Vandi fjölskyldunnar er hins vegar sá að þær 56.000 krónur sem Steingrímur ætlar að innheimta af henni á mánuði eru ekki til, enda þarf fjölskyldan eftir sem áður að greiða 150.000 krónurnar.
Og greiðslubyrði fjölskyldunnar versnar um 6.000 krónur á mánuði miðað við enga afskrift.
Í fljótu bragði virðist niðurstaðan vera sú að það borgar sig ekki fyrir fjölskylduna að óska eftir afskriftum sinna skulda samkvæmt tillögum ríkisstjórnarinnar.
Gjaldþrot gæti jafnvel verið skárri kostur."
(http://sigurdurkari.blog.is/blog/sigurdurkari/entry/1032295/)
Soffía (IP-tala skráð) 19.3.2010 kl. 15:32
Soffía þú verður að lesa eitthvað annað en moggann og Sigður Kára. Þessar tillögur eru ekki fullmótaðar. Skv. lögum í dag eru afskriftir skattskyldar en ef þú t.d. lest ruv.is þá sér þú:
Mogginn og Siguður Kári eru náttúrulega að nota drög að frumvarpi sem er ekki sama og frumvarp til að æsa hér upp fólk og eyðileggja ef einhverjum hefur þótt að ríkisstjónrin væri farin að vinna eitthvað
Magnús Helgi Björgvinsson, 19.3.2010 kl. 16:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.