Leita í fréttum mbl.is

Ásmundur Daði hefur aðsjáanlega ekki lesið stjórnarsáttmála ríkisstjórninnar.

Alveg makalaust kjaftæði í sumum Vg liðum. Sér í lagi mönnum eins og Ásmundi Daða. Það er eins og þeir hafi bara samþykkt að ganga til stjórnarsamstarfs án þess að lesa sáttmála sem gerður var milli flokkana. T.d. þetta:

Lögð er til í þessu skyni fækkun ráðuneyta í áföngum úr tólf í níu, ný forgangsröðun þar sem þess er þörf og breytt verkaskipting þar sem færð eru saman verkefni til að ná sem mestum samlegðaráhrifum. Lögð er áhersla á vandaðan undirbúning breytinganna. Verkefnisstjórnun er á hendi forsætisráðherra.

Forsætisráðuneyti fær aukið forystu-, verkstjórnar- og samræmingarhlutverk m.a. með stýringu samráðsnefnda ráðherra. Ennfremur verður settur á fót fastur samstarfsvettvangur stjórnvalda við aðila vinnumarkaðarins og önnur lykilhagsmunasamtök um þróun íslensks samfélags. Ráðuneytið mun stýra stefnumörkun á sviði stjórnsýsluumbóta og –þróunar, þróunar lýðræðis og stjórnskipunar, samkeppnishæfni Íslands og jafnréttis kynjanna. Ennfremur verður lagasamræming innan Stjórnarráðsins efld undir forystu þess. Til að ofangreindar breytingar verði markvissari verður starfsemi ráðuneytisins endurskipulögð til að halda utan um umbótaverkefni annars vegar og verkefnisstjórn um samfélagsþróun hins vegar.

Í nýju efnahags- og viðskiptaráðuneyti verður almenn hagstjórn, lagaumgjörð og eftirlit með fjármálamarkaði, mat á þróun og horfum í efnahagsmálum. Ennfremur verða þar málefni er tengjast umgjörð íslensks viðskiptalífs.

Nýtt atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti tekur til allra atvinnugreina (utan opinbera geirans og fjármálamarkaðarins), nýsköpunar og þróunar innan þeirra. Þar verða teknar ákvarðanir um nýtingu auðlinda á grundvelli rannsókna og ráðgjafar frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti.

Nýtt umhverfis- og auðlindaráðuneyti fær auk þeirra verkefna sem fyrir eru lykilhlutverk varðandi rannsóknir, nýtingarstefnu, ráðgjöf og verndun á sviði auðlindamála. Þangað flyst ennfremur umsýsla Rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma.

Til fjármálaráðuneytis færist öll eignaumsýsla ríkisins, en hún er nú dreifð á mörg ráðuneyti, þmt. jarðir og eignir á varnar- og öryggissvæðum. Í fjármálaráðuneyti verður í samráði við forsætisráðuneyti aukin áhersla á framkvæmd og mat á árangri stjórnsýsluumbóta.

Nýtt ráðuneyti mennta- og menningarmála fær auk fyrri verkefna umsjón menningarstofnana og verkefna er nú heyra undir forsætisráðuneyti.

Utanríkisráðuneyti fær aukið hlutverk á sviði alþjóðlegra viðskipta- og fjárfestingasamninga, auk þess sem Norðurlandaskrifstofa flyst þangað.

Nýtt ráðuneyti sveitastjórna, samgöngu og byggðaþróunar fær til viðbótar við fyrri verkefni aukið vægi varðandi eflingu sveitarstjórnarstigsins, sem tengist m.a. tilfærslu verkefna frá ríki til sveitarfélaga, auk stefnumótunar á sviði byggðaþróunar.

Og segir Ásmundur:

„Ég veit ekki betur en að flokksráð VG hafi slegið allar stjórnarráðsbreytingar út af borðinu í janúar síðastliðnum. Ég geng út frá því að okkar þingflokkur muni taka stöðu með landbúnaði og sjávarútvegi í ESB-ferlinu. Það væri ekki trúverðugt fyrir flokk, sem leggst gegn ESB-aðild, að samþykkja þær breytingar sem forsætisráðherra lagði til í ræðu sinni í gær.“

Hvers vegna ætti óvild þeirra gegn ESB að koma í veg fyrir hagræðingu í stjórnkerfinu? Og heldur hann að flokksráð Vg geti bara "slegið allar stjóraráðsbreytingar út af borðinu"

Held að þetta fólk sé bara ekki í lagi.

Síðan er ein ábending til Vg og sér í lagi óróleigudeildarinnar. Geta þau nefnt mér dæmi um að eitthvað ríki, einhver ríkisstjórn eða einhver stjórn hafi getað rætt svo mikið um mál að allir hafi verið sammála útkomunni? Halda þau að hægt sé að tala svo lengi um einhver mál að allir verið sammála þeim? Er það ekki málið að þau vilja að allir nái samkomulag um þeirra skoðun? En svo verður aldrei.


mbl.is Uppstokkun ráðuneyta leggst illa í Vinstri græna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband