Þriðjudagur, 30. mars 2010
Heimurinn er óvart bara ekki sammála okkur!
Og áfram halda menn að rugla um vonda útlendinga og fleira. Dominique Strauss-Kahn var að segja að starfsmenn AGS og forstöðumenn telja að það sé ekkert þvi til fyrirtöðu að taka endurskoðunina á dagskrá óháð Icesave.
En því eru meirihluti stjórnar AGS ekki sammála. Hverjir skipa stjórn? Það eru fulltrúar eigenda. Og hver eru eigendur? Það eru 186 ríki. Og hvað er hægt að lesa út úr þessu?
Það er nauðsynlegt fyrir okkur að ganga frá Icesave því að ríkjandi þjóðir í heiminum telja að það sé nauðsynlegt bæði fyrir okkur og eins fyirir þau. Og þangað til verða mál okkar ekki tekin fyrir þar sem að mál eru ekki lögð fyrir stjórn AGS ef að líkur eru á því að þau séu feld.
Þetta er jú búð að liggja fyrir lengi þrátt fyrir áróður Indefence og Framsóknar um að staða okkar veriði alltaf betri og betri.
Minni á þetta af www.visir.is
Þó takist að eyða óvissu vegna Icesave og framkvæmdir við stóriðju fari á fullt í júní, er engu að síður samdráttur í landsframleiðslu á milli ára. Verg landsframleiðsla færi úr 1.500 milljörðum árið 2009 í 1.442 árið 2010. Hún mundi aukast lítillega og verða 1.481 milljarður árið 2011 og 1.572 árið 2012.
Þetta er bjartsýnisspá og gerir ráð fyrir að semjist um Icesave og fjármögnun gangi hratt og snurðulaust fyrir sig í kjölfarið. Allsendis er óvíst hvort svo verður.
Tefjist þessar framkvæmdir um eitt ár og þær fari á fullt árið 2011 líta málin mun verr út. Landsframleiðslan verður þá 12,5 milljörðum lægri árið 2010, 16,5 árið 2011 og tæpum 13 milljörðum árið 2012. Þetta þýðir að á þessum þremur árum verður landsframleiðslan 48 milljörðum minni en ella.
Verði stóriðjuframkvæmdirnar slegnar af hækkar sú tala umtalsvert. Uppsöfnuð lægri landsframleiðsla, árin 2010 til 2012, yrði 133 milljarðar króna. Þá má nefna að heildarfjármunamyndum yrði 205 milljörðum minni en í bjartsýnisspánni.
Og svo þetta úr sömu frétt:
Fleira er hægt að taka með í reikninginn þegar kostnaður við Icesave er reiknaður, til dæmis atvinnuleysi. Hver atvinnuleysisprósenta kostar 2,8 til 3 milljarða í atvinnuleysisbætur, samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun. Við það bætist minni verðmætasköpun, sem gera má ráð fyrir að kosti að minnsta kosti sömu upphæð. Hvert prósent er þá að lágmarki 5,6 til 6 milljarðar króna.
Þannig að það fer að verða spurning um hvað við erum að græða á þessum töfum á Icesave, Reyndar er ég viss um að við séum að tapa gríðarlega. T.d. þar sem atvinnuleysi hér er meira en það þyrfti að vera og verður hátt lengur. Þar með missum fólk út í þá stöðu að missa viljann til að vinna. Og það á eftir að kosta okkur til framtíðar auk alls hins sem getið er hér að ofan.
Ísland kann að skorta stuðning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Af mbl.is
Fólk
- Við vorum grimmdin
- Geggjaðar og gallaðar í senn
- Amma tramma skítaramma
- Aldrei hefði ég ímyndað mér að þetta myndi enda svona
- Meira kynlíf hjá mér
- Aron Can ófeiminn og fór úr að ofan
- 2025 verður mitt ár!
- Eins og tyggjóklessa á sálinni
- Fyrrverandi eiginkonan enn sár
- Jólakort Katrínar og Vilhjálms
Viðskipti
- Svipmynd: Vill lækka opinber útgjöld
- Stefnur Trumps togist á sitt í hvora áttina
- Fréttaskýring: Frelsishetjan sem beðið var eftir
- Helmingur sprota frá landsbyggðinni
- Breytingar hafa verulegan kostnað í för með sér
- Samruni Marel og JBT samþykktur af hluthöfum
- Vonar að vextir lækki hraðar á Evrusvæðinu en í BNA
- Verðbólgan hjaðni hratt á næstunni
- Play í fimmta sæti
- 4% lækkun tekna fjölmiðla
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 3
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 969460
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Nú þegar ég skrifa þessa athugsemd við bloggið þitt Magnús, þá hafa verið skrifuð 12 önnur blogg um þessa frétt.
Fjalla þau um allt annað en iðrun í Icesave málinu, þvert á móti eru bloggin nú meira forhert og algjörlega úr takt við veruleikan sem blasir við öllum þeim sem vilja sjá.
Allar spár um það hvað myndi gerast ef ekki yrði samið um að bæta tjónið sem hinn íslenski banki olli, hafa meira og minna ræst.
Ekki stendur snefill eftir af fyrrum orðspori þessa lands, og fólk hikar ekki við frekari eyðileggingu á því.
það virðist ekki rista djúpt þjóðarstoltið hjá þessari þjóð, ef það er mælikvarðinn á stolt að standa ekki við samninga og loforð á alþjóðlegum vettvangi.
Ragnar Thorisson (IP-tala skráð) 30.3.2010 kl. 10:39
Mun það auðvelda íslenska ríkinu að draga úr hallarekstri og óráðsíu að fá lán frá AGS? Sennilega.
Mun það auðvelda íslensku atvinnulífi að fá fjármagn ef ríkið tekur á sig hundruð milljarða skuldaklafa vegna Icesave sem engin lög kveða á um að séu á ábyrgð íslenskra skattgreiðenda? Varla.
Það væri því fyrst og fremst til að auðvelda ríkisvaldinu að safna skuldum sem Icesave-málið þarf að leysast.
Geir Ágústsson, 30.3.2010 kl. 11:46
Að mínu mati er þetta hárrétt ábending með að það eru fleiri þjóðir í IMF en B&H og N-Lönd. Það eru fleiri sem koma að þessu.
Hefur fól heyrt um eitthver ríki eða sálfstjórnarsvæði í heiminum sem styður þennan fíflagang íslendinga í kringum þetta mál ? Sorrý, eg hef bara eigi heyrt af neinu !
Ekki einu sinni nojara stjórnvöld styðja fíflaganginn ! (þó stundum mætti ætla annað af umræðuni hérna uppi)
That said, þá var reyndarathyglisvert að SJS talaði um að "þoka málinu áfram" o.þ.h, - þ.e. ekki alveg gott að átta sig á hvað hann nákvæmlega meinti.
En er ekki bara málið að halda áfram á ródsjói í Europe og "kynna málstað" Íslands ?
Íslendingar: Skiljið þér enn eða hvað ?
Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.3.2010 kl. 11:49
Nú er það svo að fólkið sem afneitar Icesave, ætlar líka að afneita stuðningi AGS.
Hvað vill þetta fólk gera svo þegar búið er að skera á öll venjuleg samskipti við umheiminn?
Hvers virði yrði íslenska krónan ef ekki væri til gjaldeyrisforði til að styðja hana?
Hvað er það sem þetta fólk vill gera yfir höfuð á þessu skeri?
Ragnar Thorisson (IP-tala skráð) 30.3.2010 kl. 12:03
Það verður erfitt að fjármagna atvinnuskapandi verkefni ef samstarfinu við AGS verður hætt. Ekki eingöngu vegna þess að fjármagnið eigi að koma þaðan, heldur vegna þess hve mikið vantraust hefur skapast.
Þess utan er staða utanríkismála hjá okkur ekkert sérlega góð. Eftir að herinn fór fórum við út á jaðarinn sem áhrifasvæði Bandaríkjanna. Með því síðan að reita Bandaríkin enn frekar til reiði með heimskulegu orðuveitingaklúðri og skjalaleka höfum við enn frekar dregið úr líkum á að fá stuðning frá þessum fyrrum öflugustu stuðningsmönnum okkar.
Athugið að árangurinn af baráttu Íslendinga fyrir hagsmunum sínum á erlendum vettvangi hefur alltaf oltið á því að geta fengið stuðning við sinn málstað frá öðrum ríkjum. Það getur aldrei orðið öðruvísi vegna þess að við erum smáríki og höfum ekki bolmagn til þess að berja vilja okkar í gegn gagnvart sterkari aðilum. Árangurinn af þorskastríðunum valt á stuðningi Bandaríkjanna á vettvangi NATO. Þegar Bretar (Stærsti markaður okkar fyrir fiskafurðir) settu löndunarbann á íslensk skip á 6. áratugnum gátum við stundað vöruskiptaverslun við Rússa í staðinn og fengið nauðsynjar fyrir okkar vörur. Það er enginn sérstakur stuðningur við okkar málstað hjá þessum ríkjum í dag.
Menn verða að átta sig á því að ef okkur tekst ekki að afla stuðnings í þessari deilu frá öðrum ríkjum sem eitthvað kveður að þá er enginn sigur hugsanlegur. Þeir sem halda öðru fram veðja öllu á að þróun í almannaáliti í heiminum á næstunni muni breytast okkur í hag og andstæðingar okkar skipti um skoðun. Það er veikur grunnur að byggja á.
Til Geirs: Við getum allavega séð að raunveruleikaskynið er ekki að þvælast fyrir þér. Það er svosem flott að halda sig við þessi "siðferðisprinsipp" þín ef stuðning við þau væri einhversstaðar að finna í heiminum. Við hin sjáum að það er pólitík í þessu sem við ráðum ekki við ein og að það þarf pólitíska lausn. En það er einmitt einkenni á veruleikafirrtum ofstækismönnum að þeim er illa við pólitískar lausnir.
Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 30.3.2010 kl. 12:20
"The Executive Board (the Board) is responsible for conducting the day-to-day business of the IMF. It is composed of 24 Directors, who are appointed or elected by member countries or by groups of countries, and the Managing Director, who serves as its Chairman. The Board usually meets several times each week. It carries out its work largely on the basis of papers prepared by IMF management and staff." segir á vef IMF.
Vertu ekki sjálfur að rugla og koma með villileiðandi upplýsingar!! Þú ert stórhættulegur með þínar "niðurstöður" . Eins og það væri öll 186 ríki að kjósa um okkar efnarhagsstöðu, þvilíkt rugl.
Sævar Guðbjörnsson, 30.3.2010 kl. 15:02
Hvernig afsannar klausan eða ruglkennir 186 ríki
"who are appointed or elected by member countries or by groups of countries"
Þetta er samvinna. Auðvitað býst maður alveg við að stærstu og voldugustu ríkin séu áhrifamest þarna.
Trúið mér, eg hef nú fylgst nokkuð vel með IMF síðunni frá þarna 2008 er þeir komu hingað - og þetta er vanmetið.
Það eru miklu fleiri ríki sem hafa um þetta að segja en B&H og N-lönd.
Því miður þá eru fjölmiðar hérna útá túni. Því miður.
Málið fjallar í gruninn um að staðið sé við alþjóðlegar skuldbindingar og sú skuldbinding snýst núna um að endurgreiða skuli B&H lánið.
Það finnst öllum ríkjum að ísland eigi að endurgreiða B&H ! Finnst það bara sjálfsagt og eðlilegt og í framhald mjög óeðlilegt og óheiðarlegt að gera það ekki.
Þýðir ekkert að láta svona.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.3.2010 kl. 15:24
Vá allir vælukjóarnir mættir á sömu síðu Magnús, Ragnar og Ómar. Manni svimar að lesa bullið úr þeim
Sigurður Sigurðsson (IP-tala skráð) 30.3.2010 kl. 16:57
Æji Sigurður Þegið þú! Skil ekki hvernig þú lest væl úr þessu hjá okkur. Held að þið sem vælið allstaðar um að allir séu svo vondir við okkur, séuð þeir sem raunverulega væla. Aumingja litla Ísland sem allir eru vondir við. Aumingja Ísland sem eitt landa í heiminum skilur ábyrgð sína! Allir hinir eru fávitar.
Magnús Helgi Björgvinsson, 30.3.2010 kl. 17:21
Ó nei Magnús,ekkert aumingja væl hjá okkur sem krefjumst réttlætis,við bara herðumst. Hvaða allir hinir eru fávitar? Nefndum við þá fávita? Lögfræðingar takast á í vörn og sókn,varla er það aumingja legra en hjá þeim sem sækja að hafna dómsmálaleiðinni, við erum meira en tilbúin í það. Ísland ól þig og mig, land mitt á stuðning minn óskoraðan
Helga Kristjánsdóttir, 31.3.2010 kl. 03:46
Dómstólaleiðinni (leiðrétting)
Helga Kristjánsdóttir, 31.3.2010 kl. 03:48
Hvað er þetta annað en sama vælið og venjulega í ykkur félögum. Sama og þið hafið verið að hamra á síðustu mánuði. Við íslendingar erum í í ykkar augum fábjánar sem kunnum ekki að skammast okkar. Fyrir hvað ættum við svo að skammast okkar, jú fyrir að vera íslendingar og vilja ekki borga einhverjar undarlegar kröfur frá Bretum og Hollendingum. Magnús bara svo þú farir ekki í grafgötur með það þá er ég stoltur af því að vera íslendingur og mér þykir vænt um þetta land og þessa þjóð. Það er ekki af einhverjum þjóðarrembingi né vegna þess að mér sé ílla við útlendinga sem ég segi þetta heldur vegna þess að ég er íslendingur og ég skammast mín ekki fyrir þjóðernið né fyrir fortíðina eða að ég beri einhvern sérstakan kvíðboga fyrir framtíðinni.
Sigurður Sigurðsson (IP-tala skráð) 31.3.2010 kl. 23:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.