Fimmtudagur, 22. apríl 2010
Ef að fólk fer inn á vef Ríkisendurskoðunar þá sjá menn að ýmsir eru að sleppa vel í umræðunni.
T.d má sjá þetta úr uppgjöri þingmanna vegna prófkjara og kosninga 2007
Frambjóðandi: Guðlaugur Þór Þórðarson
Sjálfstæðisflokkur
Reykjavík
Framlög Skýr. 2007
Framlag frá lögaðilum ........................................................................... 1 17.730.000
Framlög einstaklinga ............................................................................. 2 7.100.000
24.830.000
1 Framlög lögaðila 2007
Óskar nafnleyndar..............................................500.000
Óskar nafnleyndar............................................. 750.000
Óskar nafnleyndar............................................. 1.000.000
Óskar nafnleyndar..............................................1.000.000
Óskar nafnleyndar............................................. 1.000.000
Óskar nafnleyndar..............................................1.000.000
Óskar nafnleyndar............................................. 1.500.000
Óskar nafnleyndar............................................. 1.500.000
Óskar nafnleyndar............................................. 2.000.000
Óskar nafnleyndar..............................................2.000.000
Óskar nafnleyndar............................................. 2.000.000
Framlög lögaðila undir 500 þús.kr. hvert.............3.480.000
Framlög lögaðila samtals 17.730.000
2 Framlög einstaklinga
NN.............................................................500.000
NN.............................................................500.000
NN............................................................ 1.000.000
NN............................................................ 1.000.000
NN.......................................................... 1.000.000
NN............................................................ 1.000.000
NN............................................................ 1.500.000
Framlög einstaklinga undir 500 þús. kr. hvert................. 600.000
Framlög einstaklinga samtals 7.100.000
Og þó nokkrir þingmenn með mjög háa styrki.
Steinun Valdís er með á þessum tíma:
1 Framlög lögaðila
Landsbanki Íslands......................................2.000.000
Baugur.......................................................1.000.000
Fl Group hf.................................................1.000.000
Framlög lögaðila undir 500 þús.kr. hvert......650.000
Framlög lögaðila samtals 4.650.000
En síðan bætast við styrkir sem hún fékk vegna sveitastjórnakosninga árið áður.
Skrítið að engin sé að mótmæla hjá öllum hinum. Margir fengu háa styrki en komast upp með að stíla þá á góðkunningjana "Óskar nafnleyndar" og "NN"
En það sem mér finnst skrítið er að þessar upplýsingar lágu frami fyrir síðustu kosningar. Og fjallað um þær þá. Hvað verður þess að verkum að þessi óþjóðalýður byrjar að ráðast að Steinunni nú? Það er hlýtur að vera skipulagt. T.d. af hverju frekar hún en t.d. Árni Johnsen sem ráðstafaði ríkiseignum eins og þær væru sínar eigin eða Ásbjörn Óttarsson sem er á þingi og á fyrirtæki sem á skuldsettan kvóta upp á milljarða og borgar sér úr arð af tapi. Og af hverju komust t.d. þessir ekki á dauðalista Hreyfingarinnar.
Hvet fólk til að lesa pistil Þráins Bertelssonar og eins þessa grein
P.s. Gleðilegt sumar!
Segir ásakanir á hendur sér rangar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Af mbl.is
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 969573
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Það má kanski benda þér á að Arni Johnsen hefur tekið út sína refsingu.
Það var byrjað á Þorgerði Katrínu. Hún er hætt í bili. Næst er Steinunn. Þegar hún hættir, verður einhver annar tekinn fyrir , þar til búið er að koma öllu hrunahyskinu í skilning um að við viljum það ekki sama hvar í flokki það er. Ef þetta lið sér ekki að sér og fer með góðu, þá safnast fólk fyrir utan hjá því, þar til það fer. Þeirra er valið.
Hamarinn, 22.4.2010 kl. 22:53
Og er honum þá treystandi honum Árna? Furðulegt! Sem þýðir þá væntanlega að ef að útrásarvíkingingar verða dæmdir sitja inni þá er þeim treystandi aftur í bankana!
Þessar upplýsingar um Steinunni og Þorgerði lágu frami fyrir síðustu kosningar! Þær voru kosnar á þing þrátt fyrir það eins og Árni. En hann sannarlega tók út vörur fyrir sig persónulega á kostnað ríkisins. Þorgerður er gift manni sem fékk há lán frá banka sem hann vann hjá til að kaupa hlutabréf í bankanum. Steinun Valdís og stuðningfólk hennar safnaði í 2 prófkjör samtals um 12 milljónum. M.a. frá Landsbanka sem virtist reynar styrkja alla sem til hans leituðu eftir styrkjum í framboð. En þetta gaf hún upp og var fjallað um 2008 og nú allt í einu er hún óvinur þjóðarinnar númer 1. Guðlaugur Þór safnar um 24 milljónum þar af 17 frá fyrirtækjum og fullt af öðrum frambjóðendum líka. Og þeir eru bara stykk frí.
Magnús Helgi Björgvinsson, 22.4.2010 kl. 23:15
Og hvaða sérstaka þátt átti Steinun í hruninu?
Magnús Helgi Björgvinsson, 22.4.2010 kl. 23:16
Magnús hún var á þingi þá og það ætti að nægja, en auðvitað eiga þau öll að fara ekki bara hún.
Einar Þór Strand, 22.4.2010 kl. 23:20
Árna er treyst af sínum kjósendum því miður. Ekkert hægt að gera við því, hann hefur tekið út sína refsingu.
Steinunn var stuðningsmaður ríkisstjórnar sem gerði allt rangt, og þáði tugmilljóna styrki. En þegar hún fer, þá verður sá næsti tekinn fyrir. Það er vonandi að þetta fólk átti sig og láti sig hverfa af þingi áður en mótmælendur mæta heima hjá þeim. Þorgerður ætlaði ekkert að segja af sér, en þegar hún áttaði sig á að fólkið myndi mæta dag eftir dag, þá fór hún.
En ekki skil ég af hverju þú þarft að verja svona sukklið. Burt með það allt, sama hvar í flokki það er.Þjóðin á betra skilið, en endalausar nauðganir frá aumingjum sem þykjast vera í pólitík.
Hamarinn, 22.4.2010 kl. 23:31
Eitt enn.
Það hefðu orðið mikil læti, og sjallarnir hefðu nýtt sér það til hins ýtrasta, ef að Guðlaugur hefði verið tekinn fyrir strax á eftir Þorgerði. Það þarf að huga að ýmsu við svona aðgerðir.
Hamarinn, 22.4.2010 kl. 23:33
Steinun Valdís tók ekki sæti á þingi fyrr en 2007. Fyrir þær kosningar fékk hún stryrki eins og segir í blogginu hér fyrir ofan upp á 4 milljonir og 600 þúsund. Aðrir þingmenn hafa verið á þingi mun lengur og fengið hærri styrki en þetta. Hún var ekki í ríkisstjórn. Hvað með Árna Johnsen, Ásbjör Óttarsson, Einar Guðfinnsson, Og þá þingmenn sem hafa ekki gefið upp sína styrki. Hvað með Sigmund Davíð faðir hans er jú einn af þeim sem hafa verið í umræðunni um félög í Luxemborg, hafa eignast Kögun fyrir lítið á sínum tíma þegar hann var þingmaður og formaður Þróunarfélagisns. Hvað með Ólöfu Nordal sem er gift forstjóra Reyðaráls. Hvað með nær alla þingmennina. Er ekki réttara að halda kosningar nú sem fyrst. Þannig að það verði þjóðin fremur enn einhver örhópur sjálfskipaðra dómara og böðla sem taki ákvörðun um þetta. Finnst fólki t.d. í lagi að þar sé einn af fremstu mönnum maður sem var sjálfur í úrrásar braski eins og Björn Þorri sem skildi skuldir eftir í gjaldþrota félögum en fékk nýjar kennitölur og hirti allar eignirnar. Hverjir halda menn að borgi fyrir það? Og viðtöl við annað fólk og videó frá mótmælum finnst mér sína að þar fari nú ekki neinir snillingar. Því að rök fyrir að ráðast að heimilum þessa fólks halda ekki. Fólk talar eins og Steinun Valdís hafi gert heimili gjaldþrota perónulega. Þetta finnst mér kjaftæði. Það væri kannski ef hún hefði haft völd og setið lengur á þingi. En hún fór ekki á þing fyrr en í maí 2007 og hóf ekki formlega þingsetu fyrr en í október 2007. Réttu ári fyrir hrun.
Magnús Helgi Björgvinsson, 23.4.2010 kl. 00:08
Þessi "afsagnarkapall" gengur illa upp. Ef að farið yrði að kröfu þingmanna Hreyfingarinnar, þá kæmu inn á þing 12-15 varaþingmenn, auk þess sem að 3 af 5 ráðherrum Samfylkingar myndu hætta og þá væntanlega einhverjir "hreinir" úr þeirra þingliði taka við. Ég held að þrátt fyrir að þeir sem kæmu í staðinn nytu kannski meira trausts en þeir sem færu, þá myndi það of róttækar breytingar á þingliði í för með sér og það kæmi verulega niður á störfum þingsins.
Fólk annað hvort áttar sig ekki á því eða vill ekki átta sig á því að þingið fékk þungan dóm í skýrslunni, vegna þess hversu það hefur brugðist löggjafar og eftirlitshlutverki sínu.
Skást í stöðunni núna, væri að framlengja þingið út júní. Nota tímann þangað til að koma hlutum þannig fyrir að við "höldum sjó", fram í október hið minnsta, ásamt því sem að unnið verði að því að stórbæta nefndarsvið Alþingis, þannig að Alþingi gæti tekið við lögskipuðu hlutverki sínu og farið að semja þau frumvörp sem að ráðuneytin hafa annars gert árum saman. Rjúfa svo þing í júnílok og boða til kosninga í fyrstu eða aðra helgina í september.
Væri þessi leið farin þá gæfist þjóðinni tækifæri til þess að grisja burt þann hluta þingmanna sem hún telur vera illgresi auk þess sem að sú stjórn sem tæki við að loknum kosningum, hvort sem hún væri mynduð sömu flokkum og nú, eða einhverjum öðrum fengi skýrara umboð frá þjóðinni til áframhaldandi starfa.
Ég held að með þessu, gæti myndast mun meiri sátt, með þær aðgerðir sem framundan eru auk þess sem að þjóðin yrði sáttari, eða ætti að vera sáttari með þá aðila sem sitja á þingi.
Kristinn Karl Brynjarsson, 23.4.2010 kl. 00:08
Hvaða rugl er þetta, benda á aðra flokka til að réttlæta eigin gjörðir. Árni J er auðvitað fyrirmynd hvers sem er, er það ekki? Hann hefur þó tekið út sína refsingu (rétt svo) og að benda á hann hljómar eins og angistarvæl frá einhverjum sem á engin rök og er króaður af.
Þess fyrir utan þá segir þingmaður sjálfur sjá http://www.althingi.is/altext/hagsmunir.php?faerslunr=695 að hún hafi ekki fengið krónu. Þetta er auðvitað ekki hægt og svona manneskju ber að víkja.
En eru þið virkilega búin að skoða vef Ríkisendurskoðunnar???Eða var þetta smjörklípa sem talsmenn/aðdáendur Samfylkingar(hvaða flokkur sem er) er svo gjörn á að nota, og treystir á að fólk kanni ekki staðreyndir sjálft?
Athyglisvert er að Samfylkingin virðist vera að eyða 180 milljónum í kosningarnar - þó eru einstaka þingmenn að fá 5-20 milljónir til að koma sér á framfæri, samtals svipað og allur flokkurinn er að eyða í kosningar???? En það sem er athyglisverðast er að Glitnir og Landsi eru sagðir styrkja Samfylkinguna um 300.000 hvor (hljómar ekki trúverðugt í ljósi milljóna sem einstaka þingmenn fengu - hvað er verið að fegra) Hvað er Samfylkingin að fá í styrki og því eru ekki 120 milljónir frá ríkinu nóg? 250-300 milljónir í kosningar er brjálæði hvernig sem á það er litið og hvenær sem á það er litið.
En nú hlýtur einhver endurskoðandinn að svitna all svakalega. Þetta eru bókhaldsbrellur og ég vænti þess að aðrir flokkar stundi slíkt hið sama til að fela slóð styrkja. En það réttlætir ekki gjörðir Samfylkingarmanna. Sem virðast miða sitt vinnulag út frá Sjálfstæðismönnum, alveg kostuglegt.
Valgeir , 23.4.2010 kl. 10:16
Valgeir ég er búinn að lesa vef ríkisendurskoðunar enda eru þessar upplýsingar þaðan. Hún fékk fyrir kosningar 2007 4,9 milljónir og hér getur þú séð nákvæmt bókhald hennar. Það er ekki hjá sjálfstæðisþingmönnum þar eru allir NN og Óskar Nafnleyndar.
Ég undarast hinsvegar að einhverjir 30 -40 einstaklingar hafi fengið þá flugu að þeir séu sjálfskipaðir dómarar og böðlar við að taka alla af lífi sem Hreyfinginn setti á dauðalista sinn. Og skil ekki af hverju þeir sleppa þingmönnum eins og Árna, Ásbirni og fleirum af þessum lista. Og eins af hverju þeir einbeita sér að Steinunni Valdísi frekar en örðum þingmönnum.
Magnús Helgi Björgvinsson, 23.4.2010 kl. 11:24
Eins finnst mér fuðruleg rök að af því að Árni er búinn að taka út sína refsingu (hann var jú dæmdur af dómsstólum) þá sé hann bara orðinn allt í lagi. Mundu menn fela fjármálastjóra sem hefur verið dæmdur fyrir fjárdrátt og setið inn, fjármál sín?
Magnús Helgi Björgvinsson, 23.4.2010 kl. 11:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.