Leita í fréttum mbl.is

Leyndarhyggja!

Alveg makalaust hvað umræðan hér á Íslandi er makalaus. Nú keppast menn hver um annan þveran að tala um "Leyndarhyggju" Og flestir taka undir þetta. Tala um að leyndarhyggja sé nú komin í hæstu hæðir eins og Sigmundur Davíð orðar það í dag.

En um hvað eru menn að tala?

Væntanlega er Sigmundur Davíð að tala um Icesave! Eða hvað annað gæti hann verið að tala um. Kannski upplýsingar frá bönkunum?

Síðan eru menn af fabúlera um að samráð eigi að vera um alla hluti og ná samkomulagi um þessi mál. HALLÓ! Af hverju heldur Sigmundur að það séu ólíkir flokkar hér á landi? Það er vegna þess að fólk aðhyllist mismunandi sýn á það hvernig hagsmunum þjóðarinnar sé best fyrir komið. Og hann ætti sem best að vita það að hann og hans flokkur er á móti því sem réttbær stjórnvöld vilja gera. Hann og hans flokkur með aðstoð Sjálfstæðismanna hafa gert í því að hamla á móti öllum stærri málum sem ríkisstjórnin vill koma til framkvæmda. Og því minnka líkurnar á því að stjórnarmeirihluti vilji hafa samvinnu við minnihlutann.

Leyndarhyggja er bara tískuorð um ekki neitt. Það er gjörsamlega vonlaust að ætla að ná árangri í samningum við nokkurn ef að allar hugmyndir þurfa að fara hér í almenna umræðu í marga mánuði eða misseri. Auk þess sem að allar ákvarðanir verða þá útþynntar og jafnvel orðnar verri en ef ekkert hefði verið gert. Það er auðvita fullt af atriðum sem allir flokkar geta unnið saman að, en ég hef ekki heyrt af neinu lýðræði þar sem meirihluti ræður ekki ákvörðunum að lokum. Og hér á landi höfum við fulltrúalýðræði. Og hér höfum við stjórn sem hefur meirihluta þingmanna á bak við sig. En stjórnin þarf að bera stærri mál undir þingið og jafnvel þjóðina.

Draumur Ögmundar og fleiri um að Alþingi geti rætt sig saman um niðurstöður þar sem allir eru sammála um stærstu mál sé draumsýn. Því að á meðan að einn flokkur talar fyrir sem mestu frelsi einstaklingsins og minnis samneyslu eru aðrir sem ræða um jöfnuð með sköttum og tryggja öllum jafna þjónustu. Þessar lífsskoðanir fara bara ekki saman.

Eins hefur Sigmundur Davíð  og síðar Sjálfstæðismenn talað fyrir lausnum í Icesave sem ekki hafa reynst framkvæmanlegar. Ríkisstjórnin hefur talið að við eigum ekki annarra kosta en að semja. Ríkisstjórnin byggir það á áliti stjórnkerfisins og sérfræðinga erlendis. Sem og stöðu okkar. Þessar skoðanir eru ekki sambærilegar og mér sýnist að hugmyndir Sigumundar um samráð sé að ríkisstjórnin gefi bara eftir og hann fái að ráða þessu.


mbl.is Framsóknarflokkur biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband