Leita í fréttum mbl.is

Ég á bara ekki orð! Lesið þetta!

Ég er ekki að tala um þessi rúðubrot endilega en þetta sem ég las á blogginu hjá Heiðu B Heiðars:

HEIMSÓKN TIL SIÐSPILLTRA STJÓRNMÁLAMANNA

Skessulegt raus

Þangað til í kvöld hef ég ekki tekið þátt í mótmælastöðum við heimili fólks. Ástæðan er ekki sú að ég hafi verið á móti því en ég hef ekkert verið sérlega áfjáð í að taka þátt í slíku.
En ég fór með í kvöld. Fyrir því eru nokkrar ástæður, td viðtalið við Steinunni Valdísi í Fréttablaðinu í dag, gífurleg siðblinda allra þeirra sem málið varðar og ekki síst að mér finnst þessar mótmælastöður hafa verið friðsamlegar og koma skilaboðunum ákaflega vel til skila..... og svo er ég bara einfaldlega komin með ógeð á þaulsetnum vafasömum pólitíkusum. Algjört ógeð

Fyrra stopp kvöldsins var hjá Steinunni Valdísi. Vinkonur hennar úr Samfylkingunni voru víst búnar að melda sig til varnar Steinunni klukkan átta...... þannig að við mættum klukkan sjö og fórum rétt fyrir átta.
Ég held að Steinunn Valdís hafi ekki verið heima. Enda er það algjört aukaatriði... hún fréttir alveg pottþétt af okkur þannig að tilgangnum er náð

 Síðan var farið heim til Guðlaugs „tuttuguogfimmmilljónamanns“ Þórðarsonar.

Ég byrjaði á því að dingla bjöllunni og spyrja eftir honum. Vildi fá hann út að spjalla við okkur.  Til dyra kom agalega sæt lítil stelpa...ca 7 ára eða svo. Ég spurði hvort GÞ væri heima og hún sagði já... hljóp svo inn og kallaði á hann. En eftir smá stund kom litla sæta stelpan til baka og sagði „ég var búin að gleyma því að hann er ekki heima“
Ég ætla ekki að ganga svo langt að fullyrða að barnið hafi verið látið ljúga.......... og þó, ég ætla að ganga svo langt. Ég er alveg handviss um það.

Við stóðum dágóða stund fyrir utan og spjölluðum. Ég skrifaði síðan lítið bréf til Guðlaugar „tuttuguogfimmmilljónir“

Sæll Guðlaugur
Við komum við til að fá að spjalla við þig um tuttugu og fimm milljónir
En þú varst sagður að heiman – En það er allt í lagi. Við komum aftur
Kveðja, Fólk

Guðlaug Þór hef ég aldrei verið hrifin af og það væri hreinsun af því að hann færi frá en þetta er ömurlegt og algjörlega óþolandi hvernig manneskjan notar og talar um 7 ára gamalt barn.

Er það þetta fólk sem við viljum að taki að sér siðbótina hér á landi?


mbl.is Kærðir fyrir rúðubrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg er á móti þessu.

Þetta eru ekki rétt að gera.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.5.2010 kl. 23:55

2 identicon

Ja, hérna ... nú læt ég sko breyta nafninu mínu í Hneykslaður Og Næekkuppínefmérson!

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 23:57

3 identicon

það verður búið að lögsækja og dæma ´rúðubrotspésana áður en nokkur útrásarvikingur verður færður í járn...

G (IP-tala skráð) 2.5.2010 kl. 00:09

4 identicon

Komið þið sælir; Magnús Helgi - sem og, þið aðrir, hér á síðu hans !

Magnús Helgi !

Oftsinnis; hefir slegið í brýnu, á millum okkar Heiðu, en í þessum málum styð ég hana heilshugar.

Finnst þér ekki; sem öðrum And- byltingarsinnum, tími til kominn, að þið farið að væflast til þess að rumska, og sjá, hversu alvarlegt ástandið er orðið, á landi hér ?

Kratar; eða ekki kratar. Gildir einu; hvoru megin hryggjar þið liggið, en ég vænti liðveizlu þinnar, Magnús minn, þegar kemur að PERSÓNU LEGUUM útburði Sýslumanna landsins; sjálfra - sem og Tollheimtu mannsins (Tollstjórans) í Reykjavík, sem löngu er orðið tímabært, að fram fari.

Því miður; kunnum við, að upplifa viðlíka skálmöld, sem síðast var nokkuð algeng, á 16. öldinni; hérlendis, og mögulega, kann að verða til þess, að ýmsir muni snýta rauðu, því valda stéttar burgeisarnir, vinir þínir í ''Samfylkingunni'' , sem og hinna flokka ræksnanna 3, munu allt gera, til þess að hanga á völdunum, eins og við sjáum, dags daglega, Magnús minn.

Með; sæmilegum kveðjum, vestur yfir fjallgarð /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.5.2010 kl. 00:40

5 identicon

Og; einnig vidli ég bæta við, að á útburðar listann mættu skrifast :

Siðspilltir stórnmálamenn - Banka lúðar og aðrir burgeisar, SEM BERIR ERU, AÐ FÖÐURLANDSSVIKUM, svo; til haga sé haldið, Kópavogsbúi góður.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.5.2010 kl. 00:46

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þetta er aðeins byrjunin á miklu stærra og verra dæmi ráðamenn hlusta ekki á friðsamleg mótmæli og fréttamenn eru ekki hrifnir af því að birta myndir af einhverjum sem eru að mótmæla friðsamlega hvað segir það okkur og hvað haldið þið að gerist með sama áframhaldi?

Sigurður Haraldsson, 2.5.2010 kl. 02:34

7 identicon

Skiletta vel, kallinn er siðblindur.

Og hvað meira?

Hvernig dettur ykkur í hug að hann geri eitthvað annað en svona?

Og varðandi rúðubrotin, þá er ekkert skrítið ef það klárast fyrst. Það er tiltölulega einfallt mál.

Fávitar brutu rúðu, voru gómaðir. End of case.

Stórar gjárhæðir í kerfi sem er meingallað?

Það tekur langan tíma.

Tómas (IP-tala skráð) 2.5.2010 kl. 07:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Af mbl.is

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband