Leita í fréttum mbl.is

Alþingismenn hugmyndir að vinnuplani!

Nú væri ágætt að alþingismenn færu að vakna. Setja sér markmið í starfi sínu framundan bæði fyrir sig sjálfa, flokkana og þingið í heild. Ef við lítum á verkefni þeirra nú þá eru þau helst eftirfarandi.

  • Ákveða nú að sumarleyfi þeirra verði aðeins eins og hjá venjulegum fyrirtækjum og stofnunum þ.e. 5 til 6 vikur.
  • Allir þeir sem hafa hugmyndir sem koma okkur almennilega af stað í átt til betra Íslands móti þær tillögur almennilega. Þannig að þær séu almennilega útfærðar og framkvæmanlega. Helst studdar áliti sérfræðinga.
    • Síðan verða þeir að vinna þeim fylgi innan sinna raða eða almennt á Alþingi.
    • Það gengur ekki að vera með einhverjar hálf karaðar hugmyndir sem síðan eru óframkvæmanlegar.
    • Síðan verða þeir að kynna þetta fyrir þjóðinni og afla þeim fylgi. Dugar ekki að vera alltaf að tala um að þetta og hitt sé ekkert mál. Við verðum að fá álit sérfræðinga á kostum og göllum
  • Allir þingmenn verða að setja niður hvað þeir vilja gera varðandi hrunið og þá þátttakendur sem bera ábyrgð. Þarf að setja t.d. lög til að hegna stjórnmálamönnum og embættismönnum eins og Þorvaldur Gylfason stakk upp á í Silfrinu?
  • Alþingi þarf í sumar að vinna að heildstæðri áætlun varðandi öll svið endurreisnar og hvernig hún verður unnin.
    • Koma sér saman um niðurskurð sem þarf að verða.
    • Þá skatta sem þarf að innheimta
    • Stór framkvæmdir sem þarf að koma af stað.
  •  Þannig að eftir sumarið liggi fyrir samþykkt áætlun sem meirihluti Alþingis samþykkir að standa að án undantekninga. Þ.e. engir "Kettir" í þeirri áætlun.
  • Þessa áætlun þarf að kynna fyrir fólki og hvernig það getur búist við að staðan verði á hverjum tíma.
  • Það þarf að ganga frá óafgreiddum málum eins og Icesave til að útiloka að það raski þessum áætlunum.
  • Þingmenn sem hugsanlega koma til með að trufla þetta ferli með fyrri gjörðum og viðhorfi almennings þurfa að stíga til hliðar nú. A.m.k. tímabundið.
  • Það þýðir ekkert að benda á áhrifaleysi Alþingis ef að þingmenn gera ekkert í því að kynna tillögur sínar vel útfærðar og vinna þeim stuðning í samfélaginu.

Þjóðin þarf að vera vel upplýst um hvað er verið að gera. Legg til að upplýsingafulltrúar ráðuneytis komi t.d. vikulega í sér þátt þar sem þeir kynna vinnu ráðuneyta, hvað sé í vændum og hverju sé að búast vð. Ekki endilega með fréttamönnum heldur bara kynningar. Það er þannig með allar stofnanir og fyrirtæki að þau taka felst á erfiðleikum með því að taka vinnu sína til endurskoðunar, móta nýja stefnu og kynna hana rækilega fyrir starfsmönnum og viðskiptavinum. Og síðan með því að sýna árangur. Það þarf að peppa upp embættismenn og starfsfólk og hvetja þá til að koma með rótækar hugmyndir að lausnum.

Við erum náttúrulega bundin að einhverju leiti vegna lána okkar og samningi við AGS en fullt sem hægt er að hrinda af stað þess fyrir utan. Sýnum umheiminum að við séum sveigjanleg og snögg að finna lausnir. Það var jú einmitt sem við sögðum öllum fyrir hrun.

Og niðurrifs og mótmælaliðið gerði þá best í að styðja við góða hluti í stað þess að einblína á það neikvæða. Þessi andskotans neikvæðni er allt að drepa.


mbl.is Aðstoðar Black ekki óskað sem sakir standa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband