Leita í fréttum mbl.is

Jæja Steingrímur þakkar fyrir krónuna!

Eitthvað held ég að hefðin nú gerst í Grikklandi ef að launin þar hefðu lækkað um 40 til 50% á nokkrum dögum eins og gerðist hér. Eins og áður er það náttúrulega þægilegt að þurfa ekki að tilkynna 40% lækkun launa heldur láta krónuna og verðbólgu um það. Minni á að skuldir okkar við útlönd væru líka um 40% lægri í krónum ef að krónan hefði ekki fallið. Eins eru líkur á að við værum bara á allt öðrum stað ef við værum með evru. Þá hefðu t.d. ekki hundruð eða þúsundir milljarða verið notaðir í stöðutöku gegn krónunni. Það væru hér lægri vextir og hingað hefðu ekki streymt  útlendinga að kaupa krónubréf og jöklabréf til að græða á vöxtum. Við værum ekki með gjaldeyrislánin í sömu vandræðum.

Já krónan hefur virkað fínt til að lækka kaupgetu snögglega.  Og haldið hér stöðugri verðbólgu síðustu 40 árin.


mbl.is Steingrímur þakkar fyrir krónuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fall á gjaldmiðli er ekki það sama og kaupmáttarrýrnun

Þórður Ingi (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 10:21

2 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Sammála Magnúsi. Þórður, getur þú útskýrt aðeins betur hvað þú átt við?

Sumarliði Einar Daðason, 3.5.2010 kl. 10:30

3 Smámynd: Friðrik Jónsson

Steingrímur er hálfviti að segja þetta,hvað hefur gerst við fall krónunar? 40-50% fjölskyldur í landinu að missa allt,fyrirtæki hrundu og skapaðist atvinnuleysi,flott króna BÖLVAÐ KJAFTÆÐI.

Friðrik Jónsson, 3.5.2010 kl. 10:52

4 identicon

Kaupmátturinn hefur ekki fallið jafn mikið og krónan.

Þórður Ingi (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 11:08

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Steingrímur er ekki hálfviti, en hann er að blanda saman tilfinningum og rökum  þegar krónan er annars vegar. Hann er haldinn einhverri þjóðrækniskennd sem hefur ekkert með rök að gera, því miður. Ég er honum algjörlega ósammála með krónugreyið. Ég vil hana burt og það sem fyrst.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 3.5.2010 kl. 12:04

6 Smámynd: Helga

Gott andsvar Magnús og  ´g virkilega spyr mig eftir þetta hvort Steingrímur sé í raun hálfviti...?  Hélt hann væri þokkalega gáfaður, en er ekki kominn tími til að sýna það?

Helga , 3.5.2010 kl. 12:17

7 Smámynd: Friðrik Jónsson

Það er ekki þjóðrækniskennd að horfa framhjá neiðinni sem orðin er í landinu,leyfa útrásarþjófum inní fyrirtækin aftur,svíkja kosningaloforð,það má tína til slatta í viðbót.

Friðrik Jónsson, 3.5.2010 kl. 14:33

8 Smámynd: Halla Rut

Nú ferð þú alveg með það Magnús...come on

Það sjá þetta allir. 

Halla Rut , 4.5.2010 kl. 00:18

9 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Krónan er fínt tæki til að velta birgðum yfir á almenning með gengifalli. Verðtrygging og verðbólga verður alltaf óvinur neytenda. Erlendur aðflutningur hækkar í jöfnu hlutfalli við gengismun krónunar. Örmynt verður alltaf hávaxtamynt. Þetta eru nú bara almenn vitað. Veit að þetta hefur haldið okkur gangandi nú. En gengisfall krónunar olli því líka að Icesave birgði okkar hækkaði um 50% í krónum. Sem og allar erlendar skuldir.

Magnús Helgi Björgvinsson, 4.5.2010 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband