Leita í fréttum mbl.is

Furðulegur málflutningur Sjálfstæðismanna!

Hef verið að lesa víða um bloggheima og heyrt m.a. á Sprengisandi menn vera að gagnrýna Steingrím fyrir orðs sem eftir honum voru höfð í fréttatímum vegn þessa máls. Þar hafa fjölmiðlar haft hver eftir öðrum og síðan sjálfstæðismenn út úm allt sem og Vigdís Hauksdóttir í þættinum Á Sprengisandi í morgun:

 að þær myndu vonandi sefa reiði almennings.

En Steingrímur er löngu búinn að leiðrétta þetta og það er ekki rétt eftir honum haft. Því hann var að svara fréttamanni sem sagði þetta í spurningunni:

 Í úrvinnslu einhverra fjölmiðla á orðaskiptum sem urðu á blaðamannafundi í gær að loknum ríkisstjórnarfundi hefur svo til tekist að spurning fréttamanns er orðin að mínum orðum. Þó málið sé ekki stórt, er það viðkvæmt og mikilvægt að réttum upplýsingum sé komið á framfæri. Á blaðamannafundinum spurði fréttamaður; hvort ég teldi að handtökur í tengslum við rannsókn sérstaks saksóknara sefuðu óánægju almennings. Þau orð komu ekki úr mínum munni enda væri með öllu óviðeignadi að líta svo á að aðgerðum sérstaks saksóknara væri ætlað að þjóna slíkum tilgangi. Enda var svar mitt að handtökurnar væru til marks um að aukinn þungi væri að færast í rannsókn mála hjá embættinu, verið væri að verja til þess miklum og auknum fjármunum og ósk um gæsluvarðhald væri væntanlega til marks um að málin teldust alvarleg. Af þessu getur almenningur ráðið að hugur fylgir máli bæði af hálfu stjórnvalda og þeirra sem með rannsóknina fara. Frelsissvipting er hins vegar alltaf alvörumál og einangrunarvist þungbær hverjum þeim sem hana verður að þola.

Steingrímur J. Sigfússon 

En fólk hlustar ekki á þetta heldur bullar áfram eins og það eigi lífið að leysa. Alþingismenn, Hannes Hólmsteinn, bloggarar á hægri kanntinum og fleiri.

 


mbl.is Yfirheyrslur í Kaupþingsmáli halda áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband