Leita í fréttum mbl.is

Bíddu Bjarni Ármannsson er þér farið að langa í Landsvirkjun?

Ég verð nú að segja að maður trúir þessu rétt mátulega þegar bankastjóri talar sem er nýbúinn að stofna með öðrum orkufyrirtæki eða fyrirtæki til að fjárfesta í orkugeiranum hér og erlendis.. Og fer svona tala um að það að einkavæða orkugeiran yrði til þess að betra skikk kæmist á málin. Eins finnst mér að bankastjóri sem helti sér út í íbúðarlánabrjálæðið fyrir nokkrum árum og hjálpaði þessari verðsprengju á húsnæði af stað sem og verðbólgu sé í slæmri stöðu að ráðleggja varðandi stóriðjuframkvæmdir þó það sé eins og hann segir rétt að bíða.

“Bíða með stóriðjuframkvæmdir”

 
 
Forstjóri Glitnis efast um að tímasetning fyrirhugaðra stóriðjuframkvæmda sé rétt vegna mikillar þenslu í hagkerfinu. Hann telur rétt að færa orkugeirann til einkaaðila.

Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, segir ljóst að hagkerfið þurfi að ganga í gegnum ákveðna aðlögun áður en hægt verði að fara út í miklar fjárfestingar í samfélaginu. Þetta sé eins og svo margt annað spurning um tímasetningar og hann telur tímabært að ræða það að færa orkugeirann meira í hendur einkaaðila.

Þannig verði ákvarðanir um fjárfestingar teknar afmarkað og sjálfstætt út frá þeirra forsendum og önnur sjónarmið blandist þar ekki inn í. Síðan sé það stjórnvalda og peningamálayfirvalda að vinna úr þeirri stöðu sem skapast.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband