Leita í fréttum mbl.is

Ekki klókur samningamaður þetta!

Sé ekki að þetta sé klókt hjá Guðmundi Frey Sveinssyni frá  Lista Kópavogsbúa að láta hafa eftir sér:

Guðmundur Freyr segir sitt fólk ekki tilbúið til að svíkja það kosningaloforð, frekar gangi þau úr meirihlutaviðræðum. Það sé hinsvegar synd þar sem málefnasamningur flokkanna sé nánast tilbúinn. Y-listinn hafi gengið út frá því að gera siðbót í stjórnsýslunni og það að ráða ópólitískan bæjarstjóra sé hluti af því.(www.ruv.is )

Sér í lagi þegar haft er eftir Hjálmari Hjálmarssyni í sömu frétt:

Hjálmar Hjálmarsson, oddviti Næst besta flokksins segir að hlé sé á viðræðum en að flokkurinn styðji ekki að ráðinn verði ópólitískur bæjarstjóri (www.ruv.is )

Kannski eðlilegra að svar eins og Ólafur Þór hjá Vg

Ólafur Þór Gunnarsson, oddviti Vinstri grænna í Kópavogi segir að oddvitar flokkanna hafi hist í dag til að ræða um niðurröðun í nefndir og embætti. Þar hafi engar ófrávíkjanlegar kröfur verið settar fram. Hann vildi ekki gefa upp hvort Vinstri græn teldu fýsilegt að ráða ópólitískan bæjarstjóra.  (www.ruv.is )

Nú er Listi Kópavogs búinn að auglýsa ágreining um að þau séu ekki tilbúnir að slá af kröfum sínum, um leið og að aðrir flokkar hafi aðra skoðun. Um leið eru þau búin að setja aðra flokka í þá stöðu að þeir geta illa orðið við þessu án þess að sýnast hafa beygt sig fyrir vilja Lista Kópavogbúa. Svona atriði á ekki að láta upp fyrr en við slit viðræðna. Þetta þekkja allir sem hafa fylgst með kjarasamningum og í raun öllum samningaviðræðum. Þessi atriði eru ekki látin leka út fyrr en að viðræðum er formlega slitið.  Og miðað við að honum finnst önnur vinna hafa gengið vel þá áttu þau að láta á þetta reyna næstu daga. Eða finna einhverja málamiðlun. En ekki að hlaupa með þetta í fjölmiðla. Því nú verða allar lausnir túlkaðar sem að þessi eða hinn hafi orðið að gefa sig.


mbl.is Viðræður í uppnámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta ekki bara einn úr ,,gömlu klíkunni" , sem er þarna á fölskum forsendum,  sem ráðið hefur Kópavogi í tuttugu ár ?

Það er allt hægt í Kópavogi, líka að svíkja !

JR (IP-tala skráð) 1.6.2010 kl. 22:43

2 Smámynd: Sigurjón

Sæll Maggi.

Er ekki nokkuð augljóst að þarna hafi orðið slit viðræðna?  Y-listinn hafði þetta á skýrri stefnuskrá sinni og væri beinlínis að svíkja það ef samspillingarkonan verður gerð að bæjarstjóra.

Kv. Sigurjón

Sigurjón, 2.6.2010 kl. 00:02

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Og hvað áttu við með "Samspillingarkona" ? Hefur þú upplýsingar um að hún hafi tekið þátt í einhverri spillingu? Og er þá rétt að halda bara Framsókn og Sjálfstæðismönnum áfram við völd. Er það ekki svik við kjósendur Lista Kópavogsbúa ef þau fara í samstarf við þá flokka sem hafa staðið fyrir öllu því sem Listi Kópavogs vill breyta.

Þú hlýtur að átta þig á að ef að stefnuskrá flokkana eru ekki eins þá þurfa menn að semja. Sumt fá þeir og annað láta þeir á móti. Annars eru þeir ekki stjórntækir.

Og mér leiðist að menn séu að reyna að vera fyndnir með því að uppnefna fólk og flokka. Ég persónulega veitt ekki betur en að Samfylkingin hafi þetta kjörtímabil í Kópavogi verið einmitt að reyna að taka á spillingu. Og staðið sig vel.

Magnús Helgi Björgvinsson, 2.6.2010 kl. 00:21

4 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Samfylkingin í Kópavogi hefur nú sér helst til frægðar unnið á nýliðnu kjörtímabili að hlutast til um verð á jólakökusneiðum hjá eldri borgurum.

 Greinilegt er að samfylkingarliðið í Kópavogi hefur meiri áhuga á vegtyllum en að vinna að málefnum fyrir Kópavogsbú, ef samfylkingin lætur einn vellaunaðan stól öllu ofar

Hreinn Sigurðsson, 2.6.2010 kl. 02:06

5 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Kópavogsbúa

Hreinn Sigurðsson, 2.6.2010 kl. 02:07

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Heyrðu góði! Samfylkingin hefur unnið vel í minnihluta Kópavogs, m.a. velt upp málum sem snerta fjölskyldurvinavæðingu í Kópavogi. Vitleysunni í Glaðheimum þar sem Meirihltuinn losað fjárglæframenn út með því að kaupa gömul hesthús fyrir 5 milljarða á landi sem Kópavogur átti, Samfylking hefur staði með fólki sem er að berjast á móti skipulagsslysum um allan Kópavog m.a. Kársnes og fleiri stöðum. Því eins og þú veist höfðu verktakar algjöran forgang í Kópavogi alveg sama hvað fólki fannst um hugmyndir þeirra þá voru þær barðar í gegn nema að fólk lýsti yfir stríði gegn verktökum og bæjaryfirvöldum sem stóðu alltaf með þeim.

Magnús Helgi Björgvinsson, 2.6.2010 kl. 09:30

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

JR jú þessi Guðmundur Freyr var í framsók og í framboði fyrir þá síðast

Magnús Helgi Björgvinsson, 2.6.2010 kl. 09:32

8 Smámynd: Sigurjón

Andaðu með nefinu Maggi og fáðu þér sopa.

Ég kalla þinn flokk ávallt samspillinguna.  Þeir sem eru í þeim flokki eru samspillingarkarlar og samspillingarkonur.  Þessi umrædda kona er ekkert betri eða verri en hver annar í samspillingunni.  Þó að örfáir fulltrúar þess flokks hafi ekki verið staðnir að spillingu, þá sé ég ekki annað en að fulltrúi, sem getur ekki sætt sig við að óháður, faglegur bæjarstjóri verði ráðinn, sé valdagráðugur og þar með spilltur.  Það hlýtur að hafa verið krafa Kópavogsbúa að valdagræðgi yrði útrýmt.

Gleymum því ekki að samspillingin missti fulltrúa úr bæjarstjórn, rétt eins og Sjálfstæðisflokkurinn og hvers vegna ætti þá að vera eitthvað betra að fara í viðræður við samspillinguna en hann?  Mörgum þykir sinn fugl fagur segi ég.

Skál!

Sigurjón, 2.6.2010 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband