Leita í fréttum mbl.is

Nú eru Sjálfstæðismenn á eftir Samfylkingu eins og rakkar

Það virðist vera sárt fyrir Sjálfstæðismenn að missa völdin í Kópavogi. Nú má lesa á www.pressan.is og á www.eyjan.is  að sjálfstæðismenn eru tilbúnir að bjóða Guðríði Arnardóttur bæjarstjórastólinn ef að Samfylking fer í samstarf við þá. Þessa sömu Guðríðii eru Sjálfstæðismenn búnir að úthrópa allt síðasta kjörtímabil sem óferjandi og óalandi og kallað hinum ýmsu nöfnum. En nú er það allt gleymt.

Halldór Jónsson sem um árabil hefur verið í innsta koppi í Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi sendir pressunni bréf og segir:

Í grein í Mogga á kosningadaginn sagði Guðmundur Oddsson, yfirkrati í Kópavogi, að Samfylkingin væri „stolt af Guðríði Arnardóttur og stæði heilshugar að baki henni“. Þegar til stykkisins kemur vill Guðmundur og Samfylkingin ekki styðja oddvita flokksins, Guðríði  Arnardóttur, til að verða bæjarstjóri í Kópavogi í meirihluta með Sjálfstæðisflokknum. Heldur vilja stuðningsmennirnir bræðing fjögurra flokka sem ætlar að auglýsa eftir ópólitískum bæjarstjóra. Hvernig halda menn að krötunum gangi að halda þeirri hjörð saman, þar sem valdir kverúlantar og flokkahlauparar eru áberandi á þessum klofningslistum og grínframboðum?

Og á eyjan.i stendur

Eyjan hefur rætt við trúnaðarmenn Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, sem vilja ekki gefast upp svo auðveldlega og vilja að Ármann Kr. Ólafsson, oddviti þeirra, bjóði Guðríði til samstarfs þannig að Guðríður yrði bæjarstjóri. Það er talið ákveðið tromp, þar sem Guðríður getur ekki orðið bæjarstjóri með öðrum hætti. Hefur hugmyndin verið rædd við Ármann og er hann ekki talinn fráhverfur hugmyndinni. Sjálfstæðismenn í Kópavogi telja skilaboð kosninganna skýr; Sjálfstæðisflokkur og Samfylking séu langstærstu flokkarnir í bænum og eigi því að mynda sterkan meirihluta.

Guðríður segir þó engan úr röðum sjálfstæðismanna hafa boðið slíkt tilboð. Auk þess væri það til lítils, því Samfylkingin ætlaði sér í samstarf á grundvelli málefna og það yrði erfitt með aðkomu fyrri meirihluta. Hún sagðist vera í núverandi viðræðum af heilum hug og ræddi ekki við aðra á meðan.

 


mbl.is Mynda meirihluta á næstu dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband