Leita í fréttum mbl.is

Þetta er nú furðufrétt! Hluti af áróðri

Held að fólk verði nú að setja á sig afruglunargleraugu þegar þeir lesa þessa frétt og fleiri á þessum miðli.(www.mbl.is )

Þarna er verið að gefa í skin að Hollendingar og Bretar haldi að það hafi einhver áhrif á samningaviðræur okkar um aðild að ESB að hóta því að bregða fæti fyrir aðild okkar nema að frágengnu Icesave. Nú er þessar þjóðir sæmilega nettengda og með sendiráð á Íslandi. Halda menn virkilega að þeir viti ekki um núverandi hug þjóðarinnar gagnvart ESB aðild. Sorry er ekki að kaupa þetta. 

Það er öllu hugsandi fólki ljóst að við þurfum að greiða það sem á vantar varðandi innistæðutryggingarnar. Ef ekki með því að semja um það þá verðum við dæmd til þess og þá er hættan á því að þetta verði okkur enn þyngra. Nú erum við á 2 mánaða fresti til að skýra málstað okkar fyrir ESA og síðan fer málið væntanlega fyrir EFTA dómsstólin. Og þar tapast þetta mál.

Málið er að nú er unnið að því hörðum höndum af Mogganum, Heimsýn, bændasamtökum, LÍÚ og fleirum að fá það fram að hætt verði við umsóknina. Af hverju skildi það vera?

Kannski af því að þeir óttast að almenningálitið snúist þegar almenningur fær loks eftir kannski 2 ár að sjá niðurstöður samninga um aðild. Það getur ekki annað verið. Nema að þessir flokkar og hagsmunasamtök séu á móti því að þjóðin fái að sjá tilbúinn samning og greiða atkvæði um hann. Það gæti skaðað hagmuni þeirra. Eitthvað hlýtur það að vera að þessir aðlar vilja ekki að athgað verði hvað kemur út úr samningaviðræðunum. Og enginn hugsar lengur um hag neytenda. Nú eiga þeir bara að halda áfram að greiða hærra matvælaverð fyrir vöru sem er styrkt af skattgreiðendum til að halda uppi um 4000 bóndabýlum. Og verja kvótaeign kvótakongana.

Utanríkisráðherrarnir 27 lögðu á fundi sínum í gær áherslu á að Ísland stæði við skuldbindingar sínar, eins og það var orðað, hvað varðar Icesave reikninga Landsbankans. Breska ríkisstjórnin og sú hollenska höfðu áður krafist þess að aðildarviðræður við Íslendinga hæfust ekki fyrr en samið hefði verið um Icesave. Nú segja bæði breska stjórnin og sú hollenska að þær ætli ekki að standa í vegi fyrir því að viðræður hefjist við Ísland þar eð tryggt sé að Íslendingar ætli sér að standa við skuldbindingar sínar. (svona er sagt frá þessu á www.ruv.is )

Bendi á flotta grein Friðriks Jónssonar um þetta sama mál


mbl.is Vinna á bak við tjöldin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Er það ekki búið að liggja ljóst fyrir að það er samvinna þarna á milli Magnús Helgi...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 15.6.2010 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband