Leita í fréttum mbl.is

Kannski rétt að benda Sjálfstæðismönnum á þetta.

Eftirfarandi er úr viðtali við Per Sanderud, forseti ESA. Sem er jú eftirlitsstofnun EFTA með EES samningi

Forseti Eftirlitsstofnunar EFTA segir stofnunina ekki hafa neina skoðun á lánakjörum Breta og Hollendinga vegna Icesave samninganna við Íslendinga. Hins vegar telji stofnunin ótvírætt á Íslendingar eigi að greiða sem svarar til um 21 þúsund evrum á hvern Icesave reikning.

Hann segir síðan aðspurður:

Íslensk stjórnvöld hafa frest til 26. júli að svara áliti ESA. Ef þau fallast ekki á álit stofnunarinnar verður málið sent til EFTA dómstólsins til úrskurðar, en hvaða þýðingu hefur það?

„Fari þetta fyrir dómstólinn mun hann staðfesta að Íslendingum beri að borga þessar 20.000 evrur og dómstóllinn mun fylgja því eftir" segir Sanderud.

Fyrir honum er þetta engin spurning. Enda hafa þeir skoðað þetta mál. Þetta er sú stofnun sem fer yfir hvort að þjóðir eru að fara eftir EES samningnum. Og hann segir ekki að málið fari fyrir EFTA dómstólinn og hann kveði svo upp sinn dóm. Heldur að dómstóllin mun staðfesta að okkur beri að borga.

Og svo ef að fólk hugsar um það á hverju byggja Íslendingar sína skoðun að þeir þurfi ekki að borga. Jú áróðri Indefence sem eru náttúrulega engir sérfræðingar. Og svo nokkrum lögfræðingum sem engir hafa farið með svona mál fyrir EFTA dómsstól. Enginn þeirra virðist skilja að í EES og ESB löndum er talað um anda laga. Heldur hengja þeir sig í einhverja galla í tilskipun sem ekkert annað land skyldur eins og við. Og þjóðin getur greitt atkvæði um þetta Icesave fram og aftur það bara skiptir engu máli.


mbl.is Saga afdrifaríkra mistaka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Einmitt.

Þessi ályktun sjalla minnir á einhverja 3. flokks hollywoodmynd um þjóðflokk sem hefur einangrast inní frumskógi í fjölda ára.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.6.2010 kl. 23:08

2 identicon

hurru mig

en Bretar eru ap krevaja okkuur um 2x þessa upphæð það er bara ekki réttlát

kv

Maggi

Magnús Ágústsson (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 00:13

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Nei þeir eru ekki að gera það. Það er búið að ganga frá því að við greiðum innistæðurtrygginar. Sem eru allt að tæpalega 21 þúsund evrum. Bretar eru síðan búnir að samþykkja að við eigum forgang í eigur gamla landsbankans og okkar hlutur þar dekkar um 90% af höfðustól lána þeirra til okkar sem og Hollendinga. Það eru síðan 10% af því sem Bretar og Hollendingar eru búnir að lána okkur fyrir löngu sem við verðum að borga ásamt vöxtum og talið í dag að séu um 180 milljarðar til 230 milljarðar sem hefur eitthvað lækkað við styrkingu krónunar. Og eins er eignarsafnið að skila meiru til baka en það var reiknað með.. En Breta og Hollendingar fá síðan líka forgang í eignarsafn gamla landsbankas. Til að skýra þetta þá nemur Icesave skuldin um 1300 milljörðum minnir mig. Okkar hluti var um 620 milljarðar. Eingnarsafn Landsbankans er metið í dag upp á um 1100 milljaða. Við fáum helming af því. Sem gera um 550 milljarða. Þá vantar um 120 milljarða sem við verðum að borga þessum þjóðum. Með vöxtum sem verður samið um. Þessi skuld okkar minnkar ef krónan styrkist og eignarsafnið styrkist. Nú þegar til um 300 milljarðar á reikningum í Bretlandi sem við eigum helming eða meira af.

Magnús Helgi Björgvinsson, 26.6.2010 kl. 00:28

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Stundum verður að hakka sannleikann í fólk og dugar ekki til. Skil ESA forsetann vel og líka Össur sem var að koma sjónarmiðum ríkisstjórnarinnar á framfæri og fékk svo bágt fyrir.

Er þér fyllilega sammála Magnús um það sem þú skrifar hér að ofan.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 26.6.2010 kl. 02:09

5 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Jæja Magnús og Hólmfríður ég ætla að vera ósammála ykkur. Greiddur reikningur er glatað fé. Nei án gríns við eigum ekki að borga eina einustu krónu í þetta bull.

Sigurður Sigurðsson, 26.6.2010 kl. 03:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband