Leita í fréttum mbl.is

Kvótakerfið - Það talar enginn um það lengur.

Hef verið að velta fyrir mér hvort að allir séu orðnir svo samgrónir þessu kerfi að enginn hafi lengur áhuga á að breyta þessu. Maður heyrir svona reglulega af því að einhverjir sérlundaðir menn minnast á þetta en almennt heyrist ekki neitt.

Þó eru nokkur atriði sem  ég hef fiskað úr umræðunni síðustu vikur sem hafa vakið mig til umhugsunar.

  • Veðsetning á kvóta: Um árið þegar opnað var á framsal með kvóta hófst í raun eignarmyndun á kvótanum. Kvótaeigendur geta selt eða leigt kvóta frá sér nærri eins og þeir vilja. Og upprunalegir kvótaeigendur eru löngu búnir að selja hann frá sér. Þetta eru orðin nokkur fyrirtæki sem eiga mest af þessu og græða á tá og fingri að leigja hann frá sér. En það sem er náttúrulega komið fram er að bankar eru náttúrulega farnir að nýta sér þann möguleika að taka veð í óveiddum fiski. Og nú á síðustu tímum jafnvel erlendir bankar. Og því er það möguleiki að innan einhverja ára vöknum við upp við að við eigum ekki kvótan lengur þjóðin. Og þá eru rök þeirra sem eru á móti ESB náttúrulega farin fyrir lítið.
  • Þjöppun á kvótaeigendum og fyrirtækjum til Reykjavíkur. Þetta er náttúrulega afleiðing af því að stærstan hluta aflans er farið að vinna í skipum út á rúmsjó og þar af leiðandi blæðir rótgrónum fiskveiðibæjarfélögum sem jafnvel urðu til út af fiskveiðum. Og þar með eru þau búin að missa kannski stærsta hluta tilgangs síns og fara því að leita að nýjum tilgang sbr. Álver.
  • Það átti á þessu kjörtímabili að setja í Stjórnarskrá hélt ég að fiskurinn væri auðlind í eigu þjóðarinnar en ekkert bólar á því.
  • Það eru allar líkur á því að í raun séu kannski svona 10 menn eða fjölskyldur sem eiga 80% af öllum fiski í okkar lögsögu.
  • Það var einhver sem sló á að verðmæti kvótans sé um 900 milljarðar.

En stóra spurningin er afhverju ræðir enginn um þetta?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband