Leita í fréttum mbl.is

Alið á hysteriu Íslendinga.

Haft var eftir Jóni Þórissyni, forsprakka orkuauðlinda.is:

„Það merkilegt að þetta er eina síðan sem virkar ekki. Þetta er eina síðan sem á eitthvað brýnt erindi við landsmenn akkúrat núna. Maður veltir því fyrir sér hvort þetta sé tilviljun eða eitthvað annað,“ segir Jón sem segir undirskriftasöfnunina hafa gengið vel fram að þessu.

„Það er ljóst að hagsmunir eru miklir fyrir þá sem eru ósammála okkur og maður veltir fyrir sér hvað fólk er tilbúið að gera,“ segir Jón en tekur fram að gögnin eru trygg.

Svona ekki beint traustvekjandi þegar að forsvarsmaður lætur svona eins og óhemja og er að gefa svona hluti í skyn án þess að skoða máið.

Forsvarsmaður Skýrr segir:

„Það kom upp bilun í vélbúnaði í nótt, sem er ósköp eðlilegt. Nú er unnið að því að endurheimta gögn og koma þessu upp aftur,“ segir Gestur sem kveður öll tölvukerfi brigðul. 

„Öll tölvukerfi geta bilað á hvaða tíma. Þetta er bara spurning um hversu öfluga hýsingu menn kaupa sér. Hvort allt sé tvöfaldað eða hvort menn kaupi ódýrari lausn,“ segir Gestur.

En svona er Ísland í dag. það er alið á hysteriu sem gegnur út á að allir séu í samsæri gegn okkur og fólk trúir þessu yfirleitt strax. Því það er svo gott að geta kennt öðrum um. Þessr aðferðir virkuðu vel vel hjá Indefence og nú er það orkuauðlindir.is


mbl.is Ekki óvenjulegt að tölvukerfi bili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú gerir þér samt grein fyrir því að þetta er ekkert óeðlilegt við að láta sér detta þeta í hug þar sem vísðjárverð viðskiptaöfl og siðlausir stjórnmálaflokkar eru að tjalda öllu til að Magma fái að eignast HS Orku með siðlausum gjörningi.

Svona árásaraðferðum hefur verið beitt erlendis gegn vefsíðum og hversvegna ætti það að vera eitthvað öðruvísi hér sérstaklega þegar óheilindi Magma, samviskuleysi og siðleysi íslenskra viðskipta- og stjórnmálamanna eru höfð í huga?

Agnar Kr. Þorsteinsson (IP-tala skráð) 23.7.2010 kl. 14:08

2 identicon

Ég skal segja þér afhverju Agnar.

Það er vegna þess að Magnús er "moggabloggari".. og moggabloggarar eru.... einsog allir vita ;)

Rage (IP-tala skráð) 23.7.2010 kl. 18:53

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þegar safnað var undirskriftum undir áskorun til stjórnvalda um að efna til Stjórnlagaþings í ársbyrjun 2009 var átt við vefsíðuna www.nyttlydveldi.is 

Það tókst að koma í veg fyrir að gögn töpuðust af síðunni. Mér finnst afar grunsamlegt að "bilun" skyldi einmitt verða gagnvart þessari síðu.

Hagsmunirnir eru svo gríðarlegir fyrir þá aðila sem þarna er verið að ógna með undirskriftasöfnuninni á síðunni www.orkuaudlindir.is

Hólmfríður Bjarnadóttir, 24.7.2010 kl. 00:35

4 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Vélbúnaður getur alltaf bilað. Þarna er bara verið að ala á tortryggni fólks í gegnum vanþekkingu þessa á tölvubúnaði.

Jón Frímann Jónsson, 24.7.2010 kl. 06:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband