Leita í fréttum mbl.is

Þór Saari þessu er lokið!

Bendi aftur á samtekt um þessi mál hér.

Það kemur fram að í öllum minnisblöðum er talað um að þessi mál þurfi að fara fyrir dóm til að úrskurða um þetta mál. Álit LEX er unnið vegna "Krónubréfa" og vinnu Seðlabanka um þau. Þ.e. um lán tekin í krónum og endurgreiðslur í erlendri mynt. Og þó þeir komist að því að gengistrygging sé ekki heimil þá komast þeir eins og aðrir að því að lán í erlendri mynt sé lögleg og því þurfi að skoða hvern lánaflokk fyrir sig og hvort að lán séu sannarlega í krónum.

Í frægum minniblöðum frá lögfræðingi Seðlabanka og viðskiptaráðuneytinu segir að skera þurfi úr þessu fyrir dómstólum því uppi séu mimunandi  skoðanir lögfræðinga.

Eins kemur fram að öllum átti að vera ljóst fyrir löngu að uppi væri þessi óvissa m.a. fengu þingmenn bréf frá Gunnari Tómassyni hagfræðingi, Marínó og Gísli Tryggva voru búnir að reyfa þetta. Björn Þorri var búinn að ræða um að fara í dómsmál út af þessu.

Finnst að Þór og félagar ættu nú að skoða af hverju þau beittu sér ekki sjálf 2009 til að fá þetta á hreint. Og þá segja af sér fyrst að þau gerðu ekki nóg í þessu sjálf.


mbl.is Gylfi algjörlega ótrúverðugur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Er málið ekki bara að Ríkisstjórnin hélt þessu leyndu fyrir Alþingi... Þessi Ríkisstjórn á að koma sér öll sömul frá. Þessi ákvörðun Gylfa er tekin eftir fund með Forsætisráðherra svo öll Ríkisstjórnin á fara Magnús, að þú skulir geta stutt það og fundist allt í lagi að þjóðin taki bara allar þær byrðar á sig sem eru ekki hennar er svolítið skrýtið finnst mér, það sem Ríkisstjórnin átti að gera var að frysta öll þessi lán í þessu lánaformi þar til endanleg niðurstaða væri komin um lögmæti þeirra, Heimilin, fyrirtækin sem og við fólkið áttum að fá að njóta vafans þar til niðurstaða væri komin segi ég......

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 14.8.2010 kl. 10:37

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Allt sem Gylfi sagði og gerði var bara það sem allir ábyrgir menn mundu gera og í raun það eina sem hægt var að segja og  gera miðað við fyrirliggjandi gögn.   (auðvitað er slíkt eitur í beinum framsjalla og lýðskrumarahreigingarinnar að vera ábyrgur.  Það þarf ekki að koma á óvart per se)

Það er ekkert þetta sem að fólk á að tala um.  Það á að tala um að þessi lög voru samþykkt undir forustu og ábyrgð framsjalla - og þeir vissu ekkert hvað þeir voru að samþykkja!    Var samþykkt undir forystu Dabba og síðan hafði hann eftirlit með umtöluðu - og hann lét bara ,,ólöglegheitin" viðgangast!  Fólk á að tala um þetta.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.8.2010 kl. 11:24

3 identicon

Það skal enginn fá mig af því að Gylfi var einfaldlega að fara að fyrirmælum yfirmanna sinna, þeirra Jóhönnu og Steingríms. Hann er að hylma yfir með þeim, kannski verður hann látinn taka pokann sinn og þannig heldur valdagæðgi þeirra JS og SJS áfram.

Björn (IP-tala skráð) 14.8.2010 kl. 14:46

4 identicon

Björn gefur sér niðurstöðuna fyrirfram og kemst því að óhjákvæmilegri niðurstöðu.

Málefnaleg er hún hins vegar ekki. Enda leyfa reglur rökfræðinnar ekki svona vitleysu.

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 14.8.2010 kl. 18:41

5 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Þau eru verri en bræðurnir frá Bakka... og vitlausari líka.

Óskar Guðmundsson, 14.8.2010 kl. 18:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband