Leita í fréttum mbl.is

Egill Helgason um þessa Vestmanneyjaferju

Las þetta inn á Silfri Egils:

Ég er sérfræðingur í grískum ferjum. Það er varla sú ferja sem siglir um Eyjahafið gríska sem ég hef ekki ferðast á. Skipið Aqua Jewel sem Vestmannaeyingar eru að íhuga að festa kaup á er gamall kunningi sem ég hef margsinnis siglt á. Mig minnir að skipið hafi ekki verið neitt framúrskarandi þægilegt og af því fór það orð að það ætti til að velta mikið ef gerði vind - sem er mjög algengt í kringum Mykonos og Paros þar sem Aqua Jewel hefur aðallega siglt. Þar var skipið í samkeppni við fley frá miklu stærri skipafélögum og hefur líklega orðið undir á endanum. Nú les ég reyndar á vefnum að á því hafi verð gerðar einhverjar endurbætur og veltingurinn sé ekki svo slæmur.

Það gæti því orðið dálítið um sjóveiki á sundinu milli lands og Eyja.

Frétt af mbl.is

  Bæjarstjórn Vestmannaeyja vill leigja gríska ferju
Innlent | sudurland.is | 26.1.2007 | 18:09
Aqua Jewel er smíðað 2005 í Grikklandi. Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær gríska ferjan Aqua Jewel, sem ber allt að 200 bíla og 1000 farþega verði tekin á leigu í stað Herjólfs.


mbl.is Bæjarstjórn Vestmannaeyja vill leigja gríska ferju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ekkert er Agli óviðkomandi.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.1.2007 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Af mbl.is

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband