Leita í fréttum mbl.is

Nokkrar vangaveltur varðandi hugmyndir Hagsmunasamtakana

Í upphafi er rétt að fagna því að menn séu að vinna að hugmyndum og tillögum. Öll umræða er náttúrulega góð.

Ég hef ekki lesið skýrsluna eða greinagerðina sem fylgir þessu hjá Hagsmunasamtökunum en það vakna hjá mér nokkrar spurningar:

  • Nú þegar er ljóst að Íbúðarlánasjóður er undir mörkum varðandi eigið fé. Ef að öll lán Íbúðarlánsjóðs verða færð niður til þess sem þau voru í lok árs 2007 er ljóst að eigið fé Íbúðarlánasjóðs verður neikvætt og það töluvert. Sem þýðir að ríkið þarf að leggja þeim til umtalsvert fé. Hvaðan á það að koma? Ef að taka þarf lán til þess er ljóst að það lán ber háavexti.
  • Ef að sett verður þak á vertryggingu við 4% er ljóst að bankar hljóta að draga sig út af þessum markaði. Þar til að hér verður komið á eitthver stöðugleiki sem menn vita er erfitt þar sem ein virkjun getur valdið hér þenslu.
  • Og það að bankar draga sig út hlýtur að kalla á aukna aðsókn í lán frá Íbúðalánsjóð sem verður þá að fá aukið fé til að lána út. Og ef þetta 4% mark á verðtryggingu er þá hlýtur ríkið að þurfa að greiða niður lán Íbúðarlánasjóðs. Er það ekki ólöglegt vegna EES samninga?
  • Nú titrar allt vegna 30 milljarða niðurskurðar hjá ríkinu. Hvar á að fá fé til að halda Íbúðalánsjóði á floti vegna þessara hugmynda? Verða það þá ekki skattahækkanir sem því nemur. Ég geri ráð fyrir að kostnaður ríkisins verði a.m.k. tugir milljarða eða meira. Því mig minnir að Íbúðalánasjóður sé með yfir 60% af öllum íbúðalánum.

mbl.is Vilja þak á verðbætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Það er greinilegt að þú hefur ekki lesið tillögurnar.

Marinó G. Njálsson, 24.9.2010 kl. 12:56

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þetta er kannski spurning um að bankarnir verði með öruggari lán á eftir. Það er betra að lækka höfuðstólinn, það mun ekki minnka tekjur lánastofnana svo mikið, eingöngu virði lánanna. Á móti kæmi að heimtur væru væntanlega mun meiri og því afskriftir minni. Það er lítið gagn að hafa óraunhæft eigið fé.

Gunnar Heiðarsson, 24.9.2010 kl. 12:59

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þessu er auðsvarað nafni.

1.  Það er betra að ríkið svelti heldur en heimili landsins falli.  Allir bændur hafa þurft að fá skrifaðan vegna fóðurs fyrir bústofninn yfir veturinn, það er talið betra að mjólkurkýrnar lifi til vors.

2.  4% þak á verðtryggingu er viðmiðun sem gefin út af opinberum aðilum 2001.  Heimilin virkuðu ekki.

3.  Bankar drógu sig út af húsnæðislánamarkaði 2007 og urðu fallitt 2008.  Þetta myndi stórauka endurheimtur íbúðalánasjóðs og banka.  Því færri heimili færu í þrot.

4.  Það kann að vera nauðsynlegt að skera niður báknið.  Þar er ég hjartanlega sammála þér.

Magnús Sigurðsson, 24.9.2010 kl. 13:00

4 Smámynd: corvus corax

"Engum er bannað að dreyma og þrá..." segir í gömlum dægurlagatexta og það er svo sem ágætt. En látið ykkur ekki dreyma um að ríkisstjórnin geri nokkurt það handarvik sem gæti komið heimilinum vel en fjárglæpahyskinu ekki. Forgangsröðunin hjá ríkisstjórninni er nefnilega fyrst fjármagnseigendur, svo fjármagnseigendur, svo fjármagnseigendur, svo fjármagnsei........ o.s.frv. Helvítis almenningur er ekki einu sinni aftast í röðinni, hann kemst einfaldlega ekki á blað!

corvus corax, 24.9.2010 kl. 13:19

5 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Þú horfir of smátt. Ef þú horfir á heildarmyndina þá kosta öll þessi gjaldþrot, öll þessi minnkuðu umsvif, öll þessi minnkaða verslun gríðarlegar upphæðir, skort á lífsgæðum, brottflutning os.frv. Ég er sannfærð um að mun meira kæmi í kassann því hjólin færu í gang.

Þá mætti einkavæða Íbúðalánasjóð þegar komin eru lög um hámarksvexti  og því væri hægt að stofna sjóð eða fyrirtæki fyrir almenning um að fjárfesta aukið hlutafé þarna inn. Nóg er af aðgerðalitlu fé inni í bönkunum á neikvæðum vöxtum.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 24.9.2010 kl. 13:19

6 identicon

Þessar tillögur hagmunasamtakanna halda ekki vatni.

Myndi einhver vinna sem klippari ef hámarksverð á klippingu væri 50kr? Myndi einhver flytja inn bíla ef hámarksverð á bílum væri 100.000kr? 

Þetta er það sama með bankana, þeir lána ekki ef þeir eru neyddir til að hafa of lága vexti á lánum.  Þá er alveg eins hægt að nota peningana í eitthvað annað. 

Í tilfelli Íbúðalánasjóðs væri þessu eins farið. Þeir sem tækju ekki lán væru að greiða lán þerra sem tækju lán með sköttum sínum.

Er það þannig sem við viljum að 'velferðarmálin' séu? Að hafa skipulagða eignatilfærslu til þeirra sem vilja taka mestu íbúðalánin?

Ólafur S (IP-tala skráð) 24.9.2010 kl. 13:28

7 identicon

Þessar tilögur eru auðvitað sem hefði átt að gera strax við hrun.

Það er lítið gagn í að reyna halda íbúðarlánasjóði uppi ef hann sligar fjölskyldur með alltof þungum byrðum og það missir húsin. Hvað á íbúðarlánsjóður að gera með allar þessar eignir í svona ástandi. Hann þarf að borga bæði fasteignagjöld, hiti, rafmagn og greiða í sameignir þar sem það á við.

fólk verður að reyna að skilja að þetta er allt ein spilaborg og ef of mörg spil eru tekin út þá hrynur spilaborgin.

Ef að það kemur annað verðbólguskot, eru þær fjölskyldur sem núna rétt ná að borga, munu þau missa íbúðirnar sínar líka.

albert (IP-tala skráð) 24.9.2010 kl. 13:39

8 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Ólafur, þær halda alveg vatni að mestu :)

Það má svo deila um hverjir hámarksvextirnir eiga að vera. Það er allavega orðið ljóst að fjármálastofnanir og fjármagnseigendur verða að fara að sætta sig við að í framtíðinni mun þeim ekki takast að setja alla áhættuna yfir á lánþega. Þetta verður að vera réttlátara. Það er ekkert vit í því að þegar þú fjárfestir 10 m í íbúð og lánastofnun 10m þá eigi hún núna 17 en þú enga þar sem eignin hefur rýrnað.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 24.9.2010 kl. 13:46

9 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ólafur, segð þú mér (og aðrir mega spreyta sig líka): 

Hversu oft hefur verðbólga, eins og hún er mæld í hverjum mánuði, verið meiri en 4% frá janúar 1991 (236 mánuðir)? 

A.  118 sinnum

B.  150 sinnum

C.  212 sinnum

D.  196 sinnum

Marinó G. Njálsson, 24.9.2010 kl. 13:52

10 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Það er hárrétt hjá HH að það er hvatning inni í vísitölutengingunni fyrir bankana að halda uppi verðbólgu. Ef sett verða hámarksvextir, hvað þá ef gjaldþrotalögunum verður breytt þannig að aðeins má sækja veðsetta eign þá munu bankarnir lána mun varlegar og verða sanngjarnari. Þá verður mikil hvatning í kerfinu að halda verðbólgu niðri og halda veðhlutfalli eigna lægra.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 24.9.2010 kl. 14:11

11 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Adda Þorbjörg. Það er nú erftitt fyrir banka að stjórna því að hér hækki verðbólga vegna t.d. að gengið lækkar gegn öðrum gjaldmiðlum, hveiti hækkar vegna uppskerubrests eða olíuverð vegna þess að einhverjir erlendis eru að braska með það.

Minni á að bankar eru ekki góðgerðastofnanir og þeir hætta því að lána lán sem ekki bera sig. Því þetta eru einkafyrirtæki að verða nær öll aftur og hafa eflaust ekki áhuga á að vera með mikla áhættu. Íbúðarlánasjóður er langstærsti lánveitandi til húsnæðiskaupa og hann er ríkisrekinn með ríkisábyrgð. Og ef bankarnir hætta á þessum markaði þá tekur hann væntanlega við. Og þá verður að styrkja hann næstu árinn ef að fara á eftir þessum hugmyndum HH sem væntanlega yrði kært til ESA. Þeir hafa ekki verið hrifnir af þessum sjóði hingað til.

Magnús Helgi Björgvinsson, 24.9.2010 kl. 14:26

12 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Það er mikið rétt, Magnús Helgi, að bankar eru ekki góðgerðarstofnanir. En þó að þeir séu reknir á þeirri forsendu að þeir eigi að skila hagnaði, þá er ekkert sem segir að það sé betra fyrir þá að halda kröfunni til streytu en að gefa hluta hennar eftir.  Fyrir utan að það voru bankarnir sjálfir sem blésu lofti í kröfurnar með hátterni sínu.  Í árslok 2006 voru eignir innlánsstofnana um 4.550 milljarðar, í árlok 2007 var talan komin í vel yfir 9.700 milljarða og fór hæst í rúmlega 15.000 milljarða í lok september 2008.  Bara frá júní 2007 til áramóta hækkuðu eignir bankanna um 4.570 milljarða.  Hvað ætli það hafi verið mikið loft í þessari tölu?  Nánast þreföldun á eignasafni sínu á 15 mánuðum hlýtur að vera heimsmet í glópsku og vera gjörsamlega án innistæðu.  Góðgerðastofnun eða ekki, þá var stökkbreyting lána heimilanna, fyrirtækja og sveitarfélaga vegna ótrúlegrar vanhæfi og mistaka stjórnenda og eigenda bankanna og lántakar eiga EKKI að borga reikninginn.

Annars af því að enginn treystir sér til að svara valliðaspurningunni minni, þá er svarið A.  118 sinnum eða í helming tilfella hefur verðbólga, eins og Hagstofan birtir hafa mánaðarlega, verið yfir 4% á síðustu u.þ.b. 20 árum.  Nú 34 sinnum hefur hún verið meiri en 8%, þar af 23 sinnum á síðustu 4 árum eða helming tilfella.  Telja menn virkilega að síðustu 4 ár séu dæmigerð fyrir íslenskan efnahagsveruleika?

Marinó G. Njálsson, 24.9.2010 kl. 14:52

13 identicon

Finnst þér þetta lágt hlutfall Marínó, 118 af 236?

Mér finnst þetta ver enn ein sönnun hversu lélega hagstjórn Íslendingar hafa búið við í langan langan tíma. Ég sé ekki neina leiðir til að breyta verðtyggingunni fyrr en maður getur farið að treysta því að hér ríki góð hagstjórn og stöðuleiki, ég get ekki séð að það gerist neitt á næstunni.

Bjöggi (IP-tala skráð) 24.9.2010 kl. 18:35

14 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Bjöggi, það er ekki málið heldur er ég viss um að flestir halda að það hafi gerst mun oftar að verðbólga hafi verið yfir 4%.  Ég spurði t.d. Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandabanka, og tvo starfsmenn bankans að þessu í sumar.  Spurning var:  Hversu oft haldið þið að verðbólga hafi verið undir 4% á síðustu 20 árum?  Þau skutu á 2 - 4 ár og þetta er almennt niðurstaðan.

Marinó G. Njálsson, 24.9.2010 kl. 21:19

15 identicon

Þannig að hlutfallið er lægra en margir halda, ma. Birna bankastjóri. Get ekki séð að það skipti máli þar sem það er enn allt of hátt. Ég vill sjá betri efnahagsstjórn og meiri stöðuleika áður en við förum að hreifa við verðtryggingunni.

Bjöggi (IP-tala skráð) 25.9.2010 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband