Leita í fréttum mbl.is

Ég á von á jákvæðum fréttum í kvöld!

Held að það sé næsta víst að í kvöld þá færa ráðamenn okkur fréttir af aðgerðum í þágu heimila og fyrirtækja. Annað væri merki um sjálfseyðingarhvöt! Því hefur aldrei verið leynt að ég styð Samfylkingu. En ef Ríkisstjórnin hefur ekkert fram að færa í kvöld þá fer ég að efast um að þessi ríkisstjórn ráði við þessa stöðu.

Í kvöld þurfum við lausnir og framtíðarsýn. Þó vissulega reikni ég ekki með neinum kraftaverkum. Heldur að nú sé búið að kortleggja og ákveða framtíðarsýn fyrir okkur næstu ár. Hvað er hægt að gera og hvað ekki.  Og ég býst við að allir flokkar eða flestir lýsi yfir að þeir ætli að vinna saman að þessum lausnum og þær verði vel unnar og gangi hratt í gegn.


mbl.is „Tunnumótmæli“ við stefnuræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þegar þú ert farinn að efast, þá er nú fokið í flest skjól fyrir Samfó!

Guðmundur Ásgeirsson, 4.10.2010 kl. 11:12

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Flottur og vertu velkominn í hópinn á Austurvelli

Sigurður Haraldsson, 4.10.2010 kl. 11:16

3 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Batnandi mönnum er best að lifa.

Sigurður Sigurðsson, 4.10.2010 kl. 11:35

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég er ekki í neinum efa. Það verður tilkynnt í kvöld á Alþingi um aðgerðir. Það er engin efi í mínum huga um það.

Kemur mér reynar á óvart að Árni Páll skuli ekki vera ræðumaður í kvöld. En það er sama þá veður það Jóhanna sem tilkynnir aðgerðir eða að þingið hafi náð saman um að finna lausnir.

En ég ítreka að ég helda að það verði ekki þannig að lán fólks verði færð aftur til  jan 2008 eða að einhverjir övextir verði sett á lán. Heldur verði fólki gert fært að greiða af sínum lánum og um leið lifa mannskæmandi lífi. Og ég vill líka fá framtíðarsýn frá stjórnvöldum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 4.10.2010 kl. 13:10

5 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Þú blekkir engan nema sjálfan þig Magnús.

Stjórnin reynir bara að halda áfram með skjaldborgarbullið og velferðarstjórnarþvæluna.

auðvitað styður þú samfylkinguna áfram

Hreinn Sigurðsson, 4.10.2010 kl. 16:33

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég er þó ekki að lifa í þeirri trú að að hér geti ríkið lækkað allar skuldir. Eða bara skipað bönkum til að gera það bótalaust. Það eru bankarnir sem þurfa að gera þetta. Og því væri nær að fólkið mætti þar fyrir utan. Ríkið á enga aðkomu að löglegu lánunum. Það eru bankarnir sem þurfa að átta sig á að þeir eru að viðhalda skuldum sem eru ekki lífvænlegar.

Ég hlustaði á Lilju og fleiri sem segja að bankarnir hunsi fyrirmæli stjórnvalda sem og að þeir hóta að sækja mál gegn ríkinu vegna þess að lán væru lækkuð. Það er óvart þannig að bankarnir eru ekki ríkisreknir og ef lán þeirra eru lögleg getur ríkið ekki beitt sér.

Magnús Helgi Björgvinsson, 4.10.2010 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband