Leita í fréttum mbl.is

Ríkisstjórnin á ekki að láta þvinga sig í óraunhæfar aðgerðir!

  • Menn tala alltaf eins og hér séu meirihluti húsnæðislána við banka. En það er held ég ekki rétt. Held að um 65% húsnæðislána sé við lífeyrissjóði og Íbúðalánasjóð. Og þar sé Íbúðalánasjóður stærstur.
  • Það ætti að vera auðvelt fyrir bankana að veita þennan afslátt. Því að þeir fá öruggari greiðslur í staðinn sem og að þeir losna við að sitja uppi með lager af íbúðum.
  • En Íbúðalánasjóður er þegar komin undir hættumörk varðandi eigið fé og þvi þyrfti að bæta honum allt það sem lánin færðust niður. Ef við miðum við að lán hjá Íbúðalánasjóði séu um 700 milljarðar þá þýðir 18% lækkun á höfuðstól lána um 130 milljarða sem þyrfti að bæta í hjá honum. Það er um það bil 3x þeir 44 milljarðar sem við þurfum að finna til að draga úr fjárlagagati á næsta ári.
  • En það er ekki nóg því að rætt hefur verið um að þessi sama lækkun þýði að eignir lífeyrissjóða lækki um 75 milljarða. Sem eru um 5% af eignum þeirra. Sem þýðir að það þarf að óbreyttu að lækka lífeyrisgreiðslur úr sjóðunum. Og mis mikið milli sjóða því þeir hafa lánað mismikið til íbúðakaupa.
  • Lækkun á lífeyrisgreiðslum þýðir að óbreyttu hærri útgjöld í Tryggingarstofnun því að lífeyrisgreiðslur og greiðslu tryggingarstofnunar eru tekjutengdar.
  • Eins eiga lífeyrissjóðir skuldabréf Íbúðalánasjóðs sem þá væntanlega myndu rýrna.

Sé ekki hvernig að ríkið eigi að geta fjármagnað þetta nema að skera ógurlega niður eða hækka skatta mikið. Og eins með lífeyrissjóðina. Nema þá að lög um raunávöxtun þeirra verði breytt úr þessum 3,5% eða þeim breytt í gegnumstreymissjóði. Og þá verður sífellt dýrara fyrir okkur að fjármagna greiðslur til ellilífeyrisþega í framtíðinni.

Fjármögnun þessara lækkana þurfa að vera á hreinu áður en þær verða kynntar´.

Hér segir Vilhjálmur Bjarnason einmitt það sem ég hef verið að segja hér varðandi þessar niðurfærslur verðtryggðra skulda. http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4547125/2010/10/08/11/


mbl.is Lausn við skuldavanda í næstu viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ef þú ert að tala um tillögur Hagsmunasamtaka Heimilanna sem lagðar voru fram á dögunum sem grunnur að þjóðarsátt, þá eru það alls ekki óraunhæfar aðgerðir. Þessar tillögur eru mjög vel unnar, án flokkspólitískra afskipta og þar er fyrst og fremst verið að tala um raunhæfa lausn fyrir almenning í landinu. Fjármálafyrirtækin hafa vel efni á þessari lausn og hafa þegar fengið afskriftir við fluttning úr gömlu bönkunum fyrir þessu og vel það. Vissulega þarf að gara samninga um þessa hluti og breyta ýmsu.

Varðandi Lífeyrissjóðina þá eru gerðar um breyttar aðferðir við reikni forsendur og ég ráðlegg þér eindregið að lesa tillögur HH vel yfir og skrifa SVO um þær

Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.10.2010 kl. 15:40

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Varðandi Lífeyrissjóðina þá eru gerðar tillögur um breyttar aðferðir við reikni forsendur og ég ráðlegg þér eindregið að lesa tillögur HH vel yfir og skrifa SVO um þær.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.10.2010 kl. 15:41

3 identicon

Komið þið sæl; Magnús Helgi - og aðrir gestir þínir !

Magnús minn !

Mikið óskaplega; ertu lítill karl, og smánarlega þenkjandi, gagnvart sam  löndum þínum.

Ekki; heyrist múkk frá þér; þegar verið er að hygla Banka soranum - og þeim glæpa lýð, sem valsaði þar; út og inn, fyrir Haustið 2008 - og gerir enn.

Ég reikna með; að flestir lesenda þinna, séu búnir að sjá, hversu þú; sem aðrir kratar, eruð lítilfjörlegir, þegar á reynir.

Þú hlýtur; að færa þeim Gylfa Magnússyni - Steingrími J. Sigfússyni og Árna Páli Árnasyni brennifórnir; daglega, vesæli Kópavogsbúi.

Með; fremur snúðugum kveðjum, vestur fyrir fjallgarð /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.10.2010 kl. 15:57

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hólmfríður en HH segja að þetta kosti um það bil 200 milljarða. Og það passar að 130 milljarðar lenda á Íbúðalánasjóð og 75 milljarðar á Lífeyrissjóði. Svo þú skaltt ekki vera að saka mig um að skila ekki eða hafa lesið eitthvað.

 Höggið sem vegna þessa kæmi á lánadrottna Íbúðalánasjóðs, þar með talið lífeyrissjóðina, yrði því innan við 100 milljarðar.  Telja samtökin það vera vel innan þolmarka lífeyrissjóðanna, þó svo að vissulega muni það taka sjóðina einhver ár að vinna það tap til baka. Samtökin leggja þó áherslu á, að núverandi lífeyrisþegar þurfi ekki að taka skerðingu vegna þessa.

Og þetta:

Ekki verður horfið frá þessu án þess að minnast á stöðu lífeyrissjóðanna. Tillögur samtakanna gera ráð fyrir að lífeyrissjóðirnir taki á sig verulegt tap vegna þaks á verðbætur húsnæðisbréfa sem sjóðirnir hafa fjárfest

Og

Snúa verður af þeirri braut að afkoma lífeyrissjóðanna skipti meira máli en afkoma sjóðfélaganna. Sjóðfélagi sem á húseign sína skuldlitla um það leyti sem hann hefur töku lífeyris er betur settur, en sá sem er með verulega skuldsetningu og fær 20% hærri lífeyri. Lífeyrissjóðirnir verða því að taka þátt í að koma á jafnvægi í þjóðfélaginu með því að gefa eftir hluta krafna sinna á Íbúðalánasjóð, enda gátu þeir, ekki frekar en aðrir, reiknað með slíkri hækkun á vísitölu neysluverðs og þar með á verðtryggðum lánum eins og raunin var

Magnús Helgi Björgvinsson, 8.10.2010 kl. 17:35

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Og ríkisstjórnin sagði eftir fund með Hagsmunasamtökunum:

 Þannig myndi leið Hagsmunasamtaka heimilanna kosta 200 milljarða króna, samkvæmt þeirra eigin útreikningum, en þar af myndu 75 milljarðar falla á lífeyrissjóðina.

Úr fréttum eftir fund HH með ráðherrum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 8.10.2010 kl. 17:39

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Góði Óskar Helgi!

Ég leyfi mér að tjá mig um það sem mér finnst skipta máli og við ráðum við. Bendi þér á að öll mál útrásarvíkinga og bankamanna eru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara og við höfum ekkert um það að segja og skipti ekki máli fyrir gang þjóðarbúsins úr þessu. Ef þeir brutu lög þá verða þeir rukkaðir vegna þess.

Magnús Helgi Björgvinsson, 8.10.2010 kl. 17:42

7 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Magnús Helgi !

Hvað; sem út úr svokallaðri rannsókn kemur, þá skiptir ÖLLU máli, að þessi lýður fái makleg málagjöld.

Skiptir máli; siðferðilega - ekki síður en efnahagslega, svo ég komi því að, einnig. Vart; telur þú verðugt, að landið verði 5. heims ríki, það sem eftir er sögunnar, eða hvað ?

Í víðasta skilningi; vel að merkja.

Með; kveðjum þó /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.10.2010 kl. 17:51

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sammála því Óskar og ég treysti Séstökum Saksóknara til að finna öll lögbrotin og treysti því að þeir sem verði dæmdir verði rukkaðir um þann skaða sem ollu. Þannig að ef þeir eigi einhverjar raunverulegar eignir þegar dómur fellur þá verði þær teknar upp í skaðan.

Magnús Helgi Björgvinsson, 8.10.2010 kl. 18:05

9 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Magnús. Ég var svo sem ekki að saka þig um eitt eða neitt, heldur að benda þér á að þú virðist ekki skilja málið á sama hátt í HH sem er bara allt annað. Mér fannst líklegast að þú hefðir ekki lesið heildar tillögurnar og jafnvel ekki með opnum huga.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.10.2010 kl. 23:17

10 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Við höfum oft verið sammála en eru það ekki núna. Hagsmunasamtökin hafa sagt að tillögur þeirra kostuð um 220 milljarða. Þeir lenda bæði beint á lífeyrissjóðum sem hafa lánað til húsnæðiskaupa og óbeint vegna þess að þeir hafa fjármagnað Íbúðalánasjóð með því að kaupa skuldabréf af honum. Þá lendir þetta beint á Íbúðalánasjóði þar sem hann hefur jú lánað og tekið lán miðað við að eignir hans standi undir útlánum og rekstri. Hann stendur með nærri neikvætt eigið fé en þarf jú að borga af sínum lánum. Nú þegar er rætt um að ríkið þurfi að setja þar inn 20 milljarða. Hvað þá ef eignir hans minnka um 18 % í viðbót.

Bendi aftur á það sem Vilhjálmr Bjarnason sem fólk hefur nú yfirleitt talið að hafi vit á því sem hann segir, sagði í fréttum í kvöld. Hann taldi að þyrfti að skerða greiðslur úr lífeyrissjóðum um allat að 9% við þetta.

 http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4547125/2010/10/08/11/

Magnús Helgi Björgvinsson, 9.10.2010 kl. 00:11

11 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Og hækka skatta til að bæta Íbúðalánasjóði það sem hann missir af eignum. Þá bendi ég á vegna eignarrétta stjórnarskrár gæti Ríkið lent í að þurfa að greiða bönkunum umtalsvert ef það veriða lög sett á þá um flatan niðurskurð.

Þessvegna vil ég að þessar leiðir séu ekki framkvæmdar nema að við vitum afleiðingarnar fyrirfram. Ekki láta bara undan þrýstingi til að róa fólk.

Magnús Helgi Björgvinsson, 9.10.2010 kl. 00:16

12 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hagsmunasamtök heimilanna hafa líka bent á þann kostnað sem fylgir því að gera ekki neitt í málinu, en ætla að innheimta glæpsamlega okurvexti á stökkbreyttar skuldir.

Afleiðingarnar yrðu botnfroisinn fasteignamarkaður, stórfelld gjaldþrot sem myndu dæma tugir þúsunda út úr þátttöku í efnahagslífinu og landflótti.

Mjög líklega erum við að tala um miklu hærri upphæð en rúma 200 milljarða í því samhengi.

Theódór Norðkvist, 9.10.2010 kl. 00:20

13 Smámynd: Theódór Norðkvist

Auk þess er svarinn andstæðingur HH ekki rétti maðurinn til að leggja dóm á málflutning samtakanna. Sem félagi í HH frábið ég mér svoleiðis vini.

Theódór Norðkvist, 9.10.2010 kl. 00:22

14 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Bankarnir keyptu lánasöfnin á 45% afslætti. Það þarf því ekki að skilgreina fyrirfram hvernig eigi að fjármagna allt að 45% lækkun höfuðstóls lánanna (að meðaltali). Það var gert þegar nýju bankarnir voru stofnaðir og þeir gömlu settir í slitameðferð. Þær hugmyndir sem hafa verið uppi um leiðréttingar hafa ekki einu sinni gengið svo langt heldur hafa menn verið að tala um 16-20% lækkun höfuðstóls að jafnaði.

Hvað varðar íbúðalánasjóð þá hef ég tillögu sem er í gófum dráttum þannig:

1) Bankarnir felli niður strax um 20% að jafnaði sem dreifist þannig að helst sitji enginn eftir með yfirveðsetta eign, en svo má útfæra restina nánar.

2) Íbúðalánasjóður fékk engan afslátt af sínum lánasöfnum eins og bankarnir og stendur því ekki jafnfætis þeim á lánamarkaði. Bankarnir greiði ILS því málamyndabætur vegna skekktrar samkeppnisstöðu, sem svari til 20% af upphaflegu nafnverði lánasafnanna og verði nýttar til þess að ráðast í sambærilega leiðréttingu á lánum frá ILS.

3) Bankarnir fái að halda þeim 5% sem eftir standa af afslættinum sem þeir fengu af nafnverði lánasafnanna. Þannig standa lánasöfn bankanna eftir á hálfvirði miðað við upphaflegt nafnverð, en það jafngildir ca. 10% hagnaði frá kaupverðinu sem er alveg talsvert í neikvæðu raunvaxtaumhverfi.

Endanleg hlutföll þyrftu svo auðvitað að fá vandaðri útfærslu, en með þessu móti væri þó náð fram talsverðu jafnræði á milli lántakenda og lánveitenda allra þannig að í raun væri engin að græða miklu meira en einhver annar.

Með svona leiðréttingu gætu langflestir lántakendur með góðu móti haldið heimilum sínum, og fyrir vikið staðið enn sterkar að vígi til að standa undir þeim skattgreiðslum sem nauðsynlegar yrðu til að styðja við þá sem enn væru í vanda þrátt fyrir leiðréttinguna og til að halda uppi velferðakerfinu almennt.

Ólíkt því sem haldið hefur verið fram þá myndi þetta ekki kosta neitt nema smá vinnu við að uppfæra tölur, og hefði nákvæmlega engin áhrif á eiginfjárstöðu bankanna, því þeir eru þegar búnir að gera ráð fyrir niðurfærslu af þessari stærðargráðu í efnahagsreikningum sínum. Með því að fá að halda eftir 5% hækkun frá kaupverði gæti bókfærður hagnaður bankanna jafnvel aukist um tugi milljarða á árinu og ættu þeir því að geta vel við unað.

Það er ekkert mál að gera þetta, og við getum það alveg. Það eina sem þarf er að þeir sem hafa valdið taki ákvörðun um það. Þeim sem halda hinsvegar að það sé hagkvæmt að taka hvert og eitt skuldabréf fyrir sérstaklega með fullt af sérfræðingum á launum við það, er vinsamlegast bent á að leita til umboðsmanns skuldara. ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 11.10.2010 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband