Leita í fréttum mbl.is

Margét ætlar að kæra framkvæmd kosninga í gær

Margrét Sverris er ekki hress með framkvæmd kosninga í Frjálslyndaflokknum og heldur fram að atkvæði hafi verið keyt. Þett kemur fram í frétt á www.ruv.is

FF: „Nýtt afl keypti atkvæði“

Liðsmenn Nýs afls keyptu atkvæði inn á landsþing Frjálslynda flokksins fyrir hundruð þúsunda króna segir Margrét Sverrisdóttir sem beið lægri hlut gegn Magnúsi Þór Hafsteinssyni í kjöri til varaformanns flokksins. Hún hefur ekki ákveðið hvort hún segi sig úr flokknum.

Margrét ætlar að hitta nánustu stuðningsmenn á morgun og þá verður staðan metin. Hún segist þurfa að ígrunda margt, til dæmis það hvort hún fái að vera framboði fyrir flokkinn í Reykjavíkurkjördæmi Suður. Margrét segir Frjálslynda flokkinn klofinn, Nýtt afl hafi tekið hann yfir.

Margrét segir að á nafnalistum sem stuðningsmenn Magnúsar Þórs hafi dreift áður en kjör í helstu embætti fór fram hafi helmingur nafnanna verið fólk úr Nýju afli. Sem dæmi um þetta nefnir Margrét að kona sem lengi hafi starfað fyrir Frjálslynda flokkinn hafi verið hafnað í kjöri til ritara. En kona sem hafi gengið í flokkinn fyrir viku hafi verið kosin.

Margrét segir ringulreið og glundroða hafa ríkt á landsþinginu í gær. Eftir að ljóst varð að hún hafði ekki náð kjöri til varaformanns gat hún ekki boðið sig fram til ritara. Þá hafi fólk enn verið að skrá sig í flokkinn og inn á þingið klukkan 17 en áður hafði verið ákveðið að loka húsinu klukkan 15 þegar atkvæðagreiðsla átti að hefjast. Margrét hyggst kæra framkvæmd kosninganna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband