Leita í fréttum mbl.is

Þarna talar þó manneskja með reynslu af vinnu innan ESB

 

Eva Joly held ég að hafi nú meiri þekkingu á þessu máli en þeir spekingar sem fara hamförum gegn ESB. Hún er auk þess að vera í stjórnmálum í Frakklandi, þingmaður á Evrópuþinginu. Auk þess sem hún þekkir til í Noregi.

Hún sagði að Íslandi yrði vel tekið í ESB. Hún sagði að þar sem við hefðum ekki granlönd yrði ekki erfitt að semja um Fiskveiðiauðlindir okkar.

Hún sagði að við hefðum mikið til Evrópu að sækja. Við þurfum á fjármagni að halda. Og allir vita að við þurfum stuðning við peningakerfi okkar og krónuna.

Hún sagði að nú þegar værum við að og búin að taka upp megnið af reglukerfi ESB

Hún sagði að innan ESB gætum við haft mikil áhrif. Það væri þannig að fólk með sömu hugmyndir hópa sig saman á Evrópuþinginu og nefndi sem dæmi að hún sem þingmanður Græningja gæti vottað að þau hefðu komið miklu í geng þó þetta væru flestir frekar litlir flokkar í sínum löndum.

Eva Joly, fyrrverandi ráðgjafi sérstaks saksóknara, telur að Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið. Hún segir að Ísland yrði verðugur félagi í sambandinu.

Þetta kom fram í viðtali Egils Helgasonar við Joly í Silfri Egils í Sjónvarpinu í dag. Egill spurði hana beint út hvort Íslendingar ættu að ganga í Evrópusambandið. Hún svaraði því til að þetta væri

„Þetta er ykkar staður - meðal okkar í Evrópu," sagði Joly, Ísland yrði verðugur félagi með sínar lýðræðislegu hefðir, auðlindir og þekkingu. Ísland væri hluti af Evrópu sagði Joly. Hún benti á að Evrópusambandið tæki tillit til lítilla landa á borð við Ísland, og hún bæri þá von í brjósti að ef Ísland gengi í Evrópusambandið, myndi Noregur fylgja í kjölfarið.

(http://www.ruv.is/ )

Og þetta sagði hún líka

„Það er bara þjóðsaga (að ESB ásælist auðlindir Íslands). Sannleikurinn er sá að þið getið samið um mál í aðildarsamningum og þar sem þið búið ekki við grannþjóðir gætuð þið náð hagstæðum samningum um sjávarútveg ykkar,“ sagði hún aðspurð.

„En ESB er einnig pólitískt samband. Þið þarfnist Evrópu núna,“ sagði Eva Joly og benti á að hún teldi heillavænlegra fyrir Ísland að geta haft áhrif á stefnu ESB frekar en taka eingöngu á móti tilbúnu regluverki. (www.eyjan.is )

Held að ég taki meira mark á henni heldur en þessu sjálfskipuðu sérfræðingum hér sem berjast á móti aðildarviðræðum við ESB. Oftast þegar grant er skoðað tengdir hagsmunahópum sem hafa hag af því að við göngum ekki þangaði inn. (LÍÚ styrkir t.d. Heimsýn)

Bendi líka á grein Andra Geirs Arinbjarnarsonar þar sem hann bendir á að við höfum í raun bara val um að ganga í ESB eða missa nær alla þjóðina til Noregs aftur:

Ef við göngum ekki inn í ESB, sem allar líkur eru á eins og staðan er í dag, munum við enda uppi sem efnahagsleg nýlenda Noregs og norska krónan mun útrýma þeirri íslensku.

Enginn verður meiri Þrándur í götu fyrir efnahagslegri endureisn hér á landi í framtíðinni en Noregur.  Efnahagslega hefur Noregur allt sem við höfum ekki og verður ómótstæðileg freisting fyrir næstu kynslóð.  Af hverju ekki að grípa tækifærið og freista gæfunnar í Noregi og tryggja afkomendum sínum efnahagslega velferð og stöðuleika?  Það má alltaf koma til Íslands á sumrin og eiga þar sumarhús, nóg verða til sölu á slikk fyrir norskar krónur!

Noregur mun alltaf geta boðið okkar besta og athafnamesta unga fólki tvöfalt betri kjör en Ísland.  Eftir sitja ellilífeyrisþegar, sjómenn, einstaka bændur, og íslenska stjórnmálastéttin og hennar embættismenn.  Það þarf sterk bein og mikla ættjarðarást til að standast norskar freistingar.

Endilega lesa greinina hans í heild hér


mbl.is Eva Joly: Ísland á að ganga í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Seint gengur að skilja þá staðreynd að andstaðan við inngöngu í ESB er pólitísk. Okkur andstæðingana varða bara ekki nokkurn skapan hlut um hvað er í boði. Flest okkar erum svo "undarlega" sinnuð að halda okkur við það að til eru þau verðmæti sem ekki eru verðlögð.

Og enda þótt einhver hefði beðið mig um að afhenda sér börnin okkar hjóna á þeim dögum þegar þau voru í foreldrahúsum hefði ég aldrei svarað með spurningunni: Hvað er í boði!

Er þér- og ykkur aðildarsinnum- þetta alveg öldungis óskiljanlegt?

Innganga í ESB er afdráttarlaust fullveldisafsal.

Og svo er guði fyrir þakkandi að enn eru flestir Íslendingar því andvígir.

Árni Gunnarsson, 17.10.2010 kl. 17:03

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ég spyr: hafa þessar 27 þjóðir sem mynda bandalagið afsalað sér sínu fullveldi?

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 17.10.2010 kl. 18:06

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Svo mikið veit ég Arinbjörn Kúld að ekkert þessara 27 ESB ríkja geta ákveðið sínar breytingar sjálft, allt þarf að samþykkjast frá Brussel. 

Í okkar tilfelli ef af inngöngu verður þá verður það Innanríkisráðuneytið sem muna þurfa að bera sitt fram við Utanríkisráðuneytið sem mun þurfa að fara með það til Brussel, þar verður það sett í þann bunka sem beiðnin á heima, fer eftir því hvað er verið að biðja um, en alla vegna þá verður það skrifstofunefnd inna ESB sambandsins í Brussel sem mun á endanum ákveða hvað við þurfum eða ekki, hvað er okkur gott og hvað ekki, hvort við meigum ekki eða...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 17.10.2010 kl. 18:50

4 identicon

Þarna sannar Eva það, að enginn er fullkominn :)

Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 20:44

5 identicon

Svarið fyrir Arinbjörn er ..... Já.

Allar 27, en þær með mestu hagsmunina og fólksmergðina hafa meiri "áhrif"

ESB...gefur ekki einu sinni út ársreikning, og þegnar batteríinsins vita ekki einu sinni hver er valdamestur innan búðar. Meir að segja Hitler komst ekki þettað langt, þótt hann hafi þó uppfundið hugmyndina að ESB :D

Jón Logi (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband