Leita í fréttum mbl.is

Eldri Sjálfstæðismenn segja allt vera í fína hjá öldruðum.

Var að lesa ályktun frá félagi eldri sjálfstæðismanna:

Þar segir m.a.

25. janúar 2007

 

Samtök eldri sjálfstæðismanna álykta

Samtök eldri sjálfstæðismanna lýsa ánægju sinni með þá aðferð sem stjórnvöld hafa beitt á síðustu árum að hafa samráð við fulltrúa eldri borgara og samtök þeirra um úrbætur í málefnum sem standa hjarta þeirra næst.

Samtökin vekja athygli á því sem fram hefur komið hjá formanni Landssambands eldri borgara, að „kannaður hafi verið áhugi fyrir sérframboði aldraðra hjá formönnum 52 aðildarfélaga LEB“.  Þar kom fram neikvæð afstaða til sérframboðs.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið, er og mun verða með sínu mikla kjörfylgi meðal landsmanna og sterkri stöðu á Alþingi Íslendinga, kröftugasta aflið til áframhaldandi bættra kjara eldri borgara þjóðarinnar.

Umbætur þær sem þegar hafa verið gerðar og framhald þeirra, eru ótvírætt vitni um heilshugar stuðning Sjálfstæðisflokksins við málefni aldraðra. 

Samtök eldri sjálfstæðismanna leggja áherslu á að næstu skref stjórnvalda á bættum kjörum og aðbúnaði eldri borgara beinist að eftirtöldum þáttum:

Síðan kemur langur listi yfir það má bæta. 

En mér er spurn afhverju eru þá eldriborgarar og öyrkjar þá að fara að bjóða fram og það meira segja 2 framboð. Nei ég helda að Eldri sjálfstæðismenn séu jafnmikið úr tenglsum við ástandið í dag og aðrir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Pétursson

Ef skattleysismörk hefðu fylgt vísitölu væru þau í dag 143 þús.kr.en eru nú 90 þús.kr.Hér skakkar 53 þús.kr.Sjálfstæðisfl.hefur samfellt setið við völd í ríkisstjórn s.l.16 ár og ber fulla ábyrgð í þessum efnum.Ég hélt að ekki væri til nokkur eldri borgari né öryrki,sem treystir Sjálfstlðisfl.í launa - og kjaramálum.Eldri Sjálfstæðismenn meiga ekki augalýsa elliglöp sínum með þeim hætti að lýsa fullum stuðningi við flokkinn sinn í þessum efnum,niðurstaðan sýnir allt annað,láglaunastefna í haldsins hefur siglt í strand.

Kristján Pétursson, 29.1.2007 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband