Leita í fréttum mbl.is

Hellisheiði lögð undir virkjanir og háspennumannvirki

Var að lesa frétt um fyrirhugaðar línulagnir á Hellisheiði í kjölfar virkjana bæði við Þjórsá og svo á Hellisheiði. Það er ljóst að það verður ekki svipur hjá sjón að fara um Hellisheiði.

preview

Þessi mynd er að www.ruv.is en betri myndir er að finna á vef Landsnet. Þar er líka hægt að lesa eftirfarandi:

Forsendur framkvæmda
Landsnet hf hyggst styrkja raforkuflutningskerfið á Suðvesturlandi, frá Hellisheiði að Straumsvík, vegna hugsanlegrar stækkunar álversins í Straumsvík og áforma um virkjanir á Hellisheiði, þ.e. við Hverahlíð og á Bitru. Þessar framkvæmdir eru jafnframt áfangi í langtímauppbyggingu raforkuflutningskerfis á Suðvesturlandi, þ.m.t. 420 kV kerfis. Í þessu skyni verður ráðist í framkvæmdir við eftirtaldar háspennulínur:

  • Bitrulína 1, 245 kV (Bitra að Kolviðarhóli)
  • Hverahlíðarlína 1, 245 kV (Hverahlíð að Kolviðarhóli)
  • Kolviðarhólslína 1, 245 kV (Kolviðarhóll að Geithálsi)
  • Kolviðarhólslína 2, 245 kV (Kolviðarhóll að Sandskeiði, og breytingar við Helgafell og við Hafnarfjörð)
  • Búrfellslína 3, 420 kV (Sandskeið að Stórhöfða, Hrauntungum eða Straumsseli)
  • Hamraneslína 3, 245 kV (Stórhöfði, Hrauntungur eða Straumssel að Hamranesi)
  • Ísallína 3, 245 kV (Stórhöfði, Hrauntungur eða Straumssel að álveri Alcan)
  • Ísallína 4, 245 kV (Hamranes að álveri Alcan við Straumsvík)

Í þessu verkefni verða einnig metin umhverfisáhrif Bitrulínu 2 (245 kV) frá Bitruvirkjun að Hverahlíðarvirkjun, sem áformað er að reisa síðar ef virkjanir á Hellisheiði verða stækkaðar.

Síðar segir


Stefnt er að því að framkvæmdir við línurnar geti hafist vorið 2009 og að þeim verði lokið um mitt ár 2010. Framkvæmdatími Bitrulínu 2 hefur ekki verið ákveðinn.
Í tillögu að matsáætlun sem nú liggur fyrir er fyrirhugaðri framkvæmd, valkostum og framkvæmdasvæði lýst og fjallað um umfang og áherslur matsvinnunnar. Jafnframt er tilgreint hvaða gögn eru fyrir hendi sem nýtt verða við matið og hvaða gagnaöflun stendur yfir vegna mats á umhverfisáhrifum.

Þannig að þetta er bara að skella á. Er ekki viss um að fólk almennt sé sátt við að þessar línur liggi svona þvers og kruss um Hellisheið og svæin í kring. Hvet líka Hafnfirðinga til að skoða hversu nálægt bænum þessar línur liggja. Þær verða ekki bæjarpríði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband