Leita í fréttum mbl.is

Kaos eftir kosningar í vor?

Í framhaldi af öllum þessum fréttum nú síðustu vikur um framboð og hugasanleg framboð og nú brotthvarf Margrétar úr Frjálslyndum þá setur að mér ugg um að í vor verði hér fullt af atkvæðum sem falla dauð niður. Eða dugi ekki til að hér verði stafhæf ný stjórn á næsta kjörtímabili.

Í dag er útlit fyrir að eftirfarandi framboð verði:

  • Framsókn
  • Framtíðin
  • Aldraðir og öryrkjar 1
  • Aldraðir og öryrkjar 2
  • Frjálslyndir
  • Sjálfstæisflokkur
  • Samfylking
  • VG

Ef við reiknum með að þessi smærri framboð taki atkævði af hinum flokkunum verða fullt af atkvæðum sem detta dauð niður. Ef að allir þessi flokkar væru í framboð getum við sett upp dæmi um % skiptingu milli þeirra:

  • Framsókn - 8%
  • Framtíðarlandið - 12% 
  • Aldraðir og öryrkjar 1 - 2%
  • Aldraðir og öryrkjar 2 - 3%
  • Frjálslyndir - 6%
  • Sjálfstæisflokkur - 28%
  • Samfylking - 23%
  • VG - 18%

Þetta mundi þýða að engir 2 flokkar gætu myndað stjórn saman. Töluvert af atkvæðum væru dauð í flokkum sem fengju engan eða 1-2 þingmenn. Og líkur væru miklar  á ríkisstjórn sem byggð væri á svo miklum málamiðlunum að ekkert væri hægt að gera hér næstu árin.

Hvet fólk sem stendur fyrir ákveðin málefni að reyna að vinna þetta á annan hátt. Og þá stjórnmálaflokka sem fyrir eru að taka tillit til þessara málefna sem þessi fyrirhuguðu nýju framboð standa fyrir þannig að ekki komi til máttlausrar grautarstjórnar næsta kjörtímabil. Það mundi síður koma til ef að fólk findi málefnum sínum farveg í þeim flokkum sem fyrir eru.

 
mbl.is Stuðningsmenn Margrétar ætla að finna hugsjónum sínum nýjan farveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband