Leita í fréttum mbl.is

-„Stækkunarstjóri ESB: Íslendingar taka upp evru fljótlega eftir inngöngu - Tveggja ára aðlögun"

Þarna fá þeir sem segja að við gætum ekki tekið upp evru þó við gengjum í ESB fyrr en eftir 10 til 20 ár á kjaftinn því stækkunarstjóri ESB segir:

Stækkunarstjóri Evrópusambandsins býst við að Íslendingar hefji undirbúning að upptöku evru fljótlega eftir að landið fær aðild að sambandinu.

Samkvæmt frétt frá Bloomberg fréttastofunni þyrftu Íslendingar, sem leita hjálpar til að ná efnahagslegu jafnvægi í kjölfar bankahrunsins,  að tengja krónuna við evru í að minnsta kosti tvö ár áður en þeir gætu fengið aðild að sameiginlegu myntkerfi. pressan.is

Held því að Íslendingar ættu að gjalda varhug við að trúa því sem Heimssýn heldur fram um þessi mál. Málið er að þar fer fólk sem byggir sína þekkingu á því að lesa einhverja öfgamenn í Evrópu sem eru á móti ESB sem og sínum skilning á stefnu, lögum og reglugerðum ESB sem yfirleitt reynist vera vitlaus skilningur.

Þarna erum við kannski að tala um 3 til 4 ár og jafnvel fyrr. Það sem munar fyrir okkur í samningaviðræðum við ESB um að komast inn í myntsamstarf ESB og fá evrur er að við erum örhagkerfi nú, erum í vandræðum með okkar mynt en ESB munar lítið um að standa með krónunni í kannski 2 ár til að koma okkur í stöðu til að taka evruna upp. Jafnvel að fordæmalaus staða okkur veitti okkur undanþágur ef að upptaka evru fyrr hjálpar okkur að ná þeim viðmiðum sem við þurfum að uppfylla.


mbl.is Viðræðurnar fela ekki í sér aðlögun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Uppfylla þarf ýmis skilyrði fyrir upptöku evru t.a.m. að ná skuldum viðkomandi ríkis niður í 60% af landsframleiðslu. Það er gott að heyra að þú teljir að skuldir ríkissjóðs verði komnar niður í það hlutfall á aðeins tveimur árum...

Hjörtur J. Guðmundsson, 11.11.2010 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband