Leita í fréttum mbl.is

Og hvenær skilar þetta sér til viðskiptavina þeirra?

Hér á Íslandi eru bankar með:

  • Hæsta vaxtamun á byggðu bóli 13%
  • Sparisjóðsbækur bera -2% raunávöxtun
  • Yfirdráttarvextir eru 25% sem er svipað og hjá okurlánurum í glæpaheiminum
  • Þjónustugjöld með þeim hæstu í heiminum

En bankarnir og eigendur þeirra geta haldið dýrindis veislur og flottar kynningar. Gert rándýrar auglýsingar en ekki boðið viðskiptavinum sínum betri kjör

Frétt af mbl.is

  Samanlagður hagnaður viðskiptabankanna 163,7 milljarðar
Viðskipti | mbl.is | 30.1.2007 | 7:39
Mynd 300009 Samanlagður hagnaður viðskiptabankanna þriggja: Glitnis, Kaupþings og Landsbankans, nam 163,7 milljörðum króna á síðasta ári. Er þetta aukning um 70,5 milljarða króna á milli ára en árið 2005 nam samanlagður hagnaður þeirra 93,2 milljörðum króna. Heildareignir bankanna þriggja eru 8.474 milljarðar króna.


mbl.is Samanlagður hagnaður viðskiptabankanna 163,7 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þetta væri m.a. hægt að laga með því að sparnaður væri verðlaunaður á einhvern hátt. En þegar að innlánsvextir á óbundnum reikningur er skila nánast engri ávöxtun er eðlilegt að fólk velji fremur að eyða því. En ég er náttúrulega að horfa á bankana eins og fyrirtæki t.d. verslun. Ef að verslun er að hagnast óeðlilega mikið þá er náttúrulega ljóst að hún er að leggja mikið á vörur sem hún selur. Eins þá vil ég setja % merki við hvað bankar hafa boðið mikið betri kjör en Íbúðarlánsjóður. Mig minnir að vextri áður en stríðið hófst á markaði hafi verið um 5,25% og vextir í dag hjá bönkum er um 4,95%. En auðvita var þetta brjálæði hjá fólki að taka þessi lán og skuldsetja sig  frekar  fyrir neyslu og munað. En bankarnir áttu sinn þátt í því með óábyrgri sölumennsku á þessum lánum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 30.1.2007 kl. 10:04

2 identicon

Þetta er hreinn viðbjóður að horfa upp á þennan hagnað hjá þeim.  Neyslulánin(húsnæðis) verðtryggð en samt með 13-14% vexti.  Engin samkeppni ríkir á íslenska bankamarkaðnum þannig að það er ekkert skrítið að neytendur eru teknir í þurran bossann daglega og sko um hábjartan dag!  Ég er t.d. að borga af minni litlu 2ja herb. íbúð 92þús bara í húsnæðislánin sem nota bene hækka bara með tímanum.  Þetta er hreinn VIÐBJÓÐUR!! 

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 10:55

3 identicon

Ég er Íslendingur sem "Guði sé lof" bý erlendis og er laus við þessa vitleysu sem viðgengst í íslensku bankakerfi.  Ég hef búið undanfarin ár í mið-Evrópu og hef komið reglulega heim til Íslands. Eins og sannum "Íslendingi" sæmir, hef ég talað af miklu stolti um Ísland og íslenskt þjóðfélag.

En undanfarin misseri hef ég gjörsamlega misst allt álit á íslenskum bönkum. Útrásar stefna bankanna er svo sannalega, að hluta til, aðdáunar verð. Bankarnir eru að leita á ný mið og eru að gera góða hluti (að mestu leyti) í þeim fjárfestingum sem þeir taka sér fyrir.

En það sem snýst að íslenskum neytendum finnst mér (og útlendingum sem ég hef talað við) gjörsamlega hlægilegt. Fólk hérna hlær að mér (okkur Íslendingum) þegar ég segi þeim að lán (húsnæðis-, náms- og almenn-lán) séu verðtryggð.

Fólk hlær og spyr hverslags vitleysingar íslenskir neytendur séu að láta þetta viðgangast. Og þegar fólk er alveg við það að drepast úr hlátri út af þessu, hef ég haft gaman af því að segja þeim að ég þurfi að borga fyrir hverja færslu þegar ég nota debet-kortið mitt. Oftast eru viðbrögðin "WHAT" , þarftu að borga fyrir að nota peningana þína, sem bankinn þinn geymir og notar þegar þú ert ekki að nota þá.

 Ansi oft hef ég gripið mig að því að vera ekki voðalega stolltur af því að vera Íslendingur...... heldur bara heimsins mesti vitleysingur að láta þetta viðgangast.... en svona er þetta bara, hvað get ég gert í þessarri vitleysu annað en að taka þátt í henni.

Ómar

Ómar (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband