Leita í fréttum mbl.is

Furðulegar fréttir frá Vg

Annar armurinn vill halda áfram viðræðum. Hinn armurinn vill ekki aðlögunarviðræður en ræða við ESB um fiskveiðar og landbúnað og fá niðurstöður í það fyrir 15 apríl:

Flokksráð VG gerir þá skilyrðislausu kröfu að yfirstandandi aðlögunarferli að Evrópusambandinu verði stöðvað, svokallaðri rýnivinnu vegna málsins hætt og að ekki komi til boðaðra fjárveitinga úr sjóðum ESB inn í íslenskt efnahags- og stjórnmálalíf. Flokksráð VG ítrekar þá afstöðu flokksins að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan ESB. Mikilvægt er að sú afstaða flokksins komi skýrt fram í þjóðmálaumræðunni hvað sem líður ríkisstjórnarsamstarfi VG og Samfylkingar.“

Þá er ályktað um að þegar verði teknar upp efnislegar viðræður við ESB um grundvallarhagsmuni Íslands. Niðurstöður þeirra viðræðna liggi fyrir ekki síðar en 1. mars n.k. Þá skuli boðað til landsfundar VG þegar svörin hafi borist, ekki síðar en 15. apríl n.k. 

Sem sagt að það á að halda viðræðum áfram eins og Vg vill og klára málin í apríl.  

En hvað með okkur mörg sem viljum breyta landbúnaðarkerfinu. Og fá þar almennilega samkeppni sem og að eftirlit með opinberum styrkjum sé ekki á hendi þeirra sem þiggja þá?

Svo er allt í lagi að benda Vg á að þeir hafa ekkert um það að segja að breyta viðræðum. Þær voru markaðar af Alþingi og flokkþing þeirra breytir engu um það mál

Hvaða framtíðarsýn hefur Vg varðandi Ísland og hvernig það getur brauðfætt fleiri Íslendinga og skapað þeim mannsæmandi laun. Hátæknifyrirtæki hér eru farin að gera upp í evrum eða dollurum. Þau eru að yfirgefa Ísland að einhverju eða mestu leyti. Og Vg situr og hræðist að ESB sé tilbúið að fjármagna undirbúning að hugsanlegum breytingum sem við þyrftum að fara í.  Vg veit að vegna tolla á unnar matvörur geta neytendur hér ekki fengið þær á eins hagstæðu verði og félög bænda kaupa upp mest af þeim skömmtum svo engin geti flutt neitt inn. Og eins þá getum við ekki selt fullunnar matvörur þar sem á þær leggst  tollur hjá ESB löndum.

Svo hvernig framtíð sér Vg fyrir okkur. Eiga allir að fá sér bát og stunda strandveiðar? 

Eins væri gaman að Vg skýrði það út af hverju þau gera ekki athugsemdir við að útgerðamenn halda hér úti heilu dagblaði til að berjast á móti ESB. Og eins af hverju að ESB má ekki kynna sig hér á landi. Og af hverju peningar frá ESB eru hættulegir. Minni á að ESB styrkir hér rannsóknir og verkefni vísindamanna fyrir milljarða og Vg gerir ekki athugsemdir við það. ESB lög og reglugerðir eru teknar hér upp án þess að við höfum um það að segja og Vg gerir ekki athugsemdir við það.

Orðinn ekki lítið þreyttur á þessu liði. Vill að stjórninni verði slitið ef að þessi tillaga Ögmundararms Vg verði samþykkt.


mbl.is VG tekst á um ESB-inngöngu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Solheim

Sammála. Samfylkingin á ekki að láta bjóða sér þetta. Það verður að stokka upp spilunum á nýtt. Því miður er hætta á að það leiði til annars hruns, en með VG við stjórn er það líklega óumflýjanlegt hvort sem er.

Einar Solheim, 17.11.2010 kl. 23:04

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Hvað með okkur sem viljum alls ekki ganga í ESB.,erum miklu fleiri.

Helga Kristjánsdóttir, 17.11.2010 kl. 23:16

3 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Maggi, Samfylkingin lofaði okkur frjálsum handfæra veiðum,

hvar gætir þú haft betra kaup, en á slíkum veiðum, mættum á Austurvöll

fimmtud. 18. kl. 14.00, biðjum Alþingi um frjálsar handfæra veiðar,

sem leysa fátæktar og atvinnu vanda Íslendinga!

Aðalsteinn Agnarsson, 17.11.2010 kl. 23:28

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Maggi þú ert að misskilja þetta, vonandi er það ekki viljandi. Armurinn sem vill ekki aðlögun setur fram tvær kröfur: sú fyrri er að aðildarferlinu verði slitið strax og umsóknin dregin til baka. Sú seinni sem þú ert að fjalla um, er varakrafa, fari svo að sú fyrri verði ekki samþykkt. Hún gengur út á að fá sem fyrst skýr svör við því hvað aðild muni hafa í för með sér fyrir mikilvægustu hagsmuni Íslands, svo að þær forsendur liggi fyrir og út frá því verði hægt að taka ákvörðun um hvort ferlinu skuli haldið áfram. Lykilatriðið í báðum þessum tillögum er að fá sem fyrst niðurstöðu svo ekki sé verið að ausa fé og gera breytingar að óþörfu. Markmiðið er það sama í báðum tilvikum og tillögurnar því fullkomlega samrýmanlegar, þó þær séu ekki samhljóða. Burtséð frá persónulegum skoðunum fólks um aðild, þá geta vonandi allir verið sammála um að það sé sóun að leggja í það peninga ef engin verður aðildin.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.11.2010 kl. 23:59

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er bull og verður ekki samþykkt.  Hvorgug vitleysistillagan.  Og ótrúlegt að svona sé borðið upp af alþingismönnum sem aðild eiga að stjórn.  Algjörlega ótrúlegt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.11.2010 kl. 00:25

6 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ég hlýt að vera stórhætturlegur íslendingur - hafandi þegið námsstyrk frá ESB á sínum tíma. Mútuþegi, landráðamaður, þjóníðingur osvfr ef marka má orðræðu sumra bloggara. Pólítíkin er orðin algerlega gaga! Hlægileg

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 18.11.2010 kl. 00:49

7 identicon

Stóra spurningin er: afhverju eru menn hræddir við að fá niðurstöðu úr samningaviðræðum og leggja þær í dóm kjósenda? Getur verið að í ljós kæmi að hinn almenni launþegi gæti séð hag sínum betur borgið að vera inna ESB og segi því já?

Ég er einn þeirra sem vill sjá hvað er í boði og taka afstöðu út frá því. Ekki ákveða núna, vegna upphrópana minnihlutahópa þ.e.a.s. útgerðarmanna og bænda, að allt sé ómögulegt við ESB. Hlutirnir eru ekki bara svartir og hvítir eins og öfgamönnum hættir til að setja þá fram.

Guðmundur (IP-tala skráð) 18.11.2010 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband