Leita í fréttum mbl.is

Svona smá ráð til Lilju!

Svona í ljósi þessa óánægju hennar með störf á flokksráðsfundi Vg!

Lilja verður að átta sig á að Vg er ekki einn flokka í stjórnarmeirihluta. Ályktun flokkráðs eru væntanlega bindandi fyrir þingmenn flokksins. Og því væri það fáránlegt að samþykkja svona tillögur um breytingu á stefnu stjórnar án þess að vera búin að semja um það við hinn flokkinn í stjórn.

Eins verður Lilja að átta sig á að stjórnvöld hafa ákveðið að fara ákveðna leið. Aðgerðir hingað til hafa miðast við þá leið. Margir fræðimenn hafa meira að segja fundið að því að við höfum farið of hægt í niðurskurð og það að gera það ekki fyrsta árið hafi verið mistök hjá okkur.

Með þessa tillögu Lilju sem og hugmyndir hennar um að innskatta inneignir í séreignarsköttum, þá vantar allar útreikninga hjá henni. T.d. nú er verið að leyfa fólki að taka út séreignarsparnað bæði 2009, nú á þessu ári og því næsta. Það er því spurning hvað er eða verður mikið eftir af séreignarsparnaði til að taka skatta af? Og svo líka hvað koma tekjur ríkisins næstu áratugi til að skerðast mikið vegna þess að þegar verður búið að skattleggja þessa peninga og þar með eru þeir skattfrjálsir í framtíðinni? Eins verður Lilja að sýna fram á hvort að hvati til að spara verður eins mikill þegar að 37% af öllum peningum sem þú leggur inn í séreign er tekinn strax af upphæðinni og verður því ekki með í að auka ávöxtun peningana. Verður ekki jafnvel betra fyrir fólk að hætta þessu og leggja sjálft í banka og fá þar hærri ávöxtun til lengri tíma.

Eins þegar rætt er um að fara hægar í niðurskurð. Þá verður Lilja að segja okkur hvernig við náum að að borga af háum lánum okkar næstu árinn án þess að grípa þá til frekari niðurskurðar. Eins í ljósi þess að Íslensk fyrirtæki eru nú að flýja krónuna a.m.k. þau sem eru í útflutningi Hvernig reiknar hún með að hagvöxtur hér verði viðvarandi til framtíðar þannig að við eigum hreinlega fyrir útgjöldum?

En aðallega verður hún og aðrir í Vg að átta sig á því að þau geta ekki með góðum móti mætt á flokksráðsfundi og samþykkt bara allt sem þeim dettur í hug. Eins og álykta að dómsmálaráðherra stoppi bara dómsmál í héraðsdómi. Hverskonar hlutleysi dómsstóla væri það? Og hverskonar fordæmi væri það að ráðherra stoppaði bara mál fyrir dómi.

Og eins að flokkráð getur ekki bara álytað um stórkostlega breytingar á áætlunum að öðrum flokknum forspurðum. Og sér í lagi ef að oddviti flokksins hefur mótað þá stefnu sem fylgt er.


mbl.is Líkjast kommúnistaflokkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Solheim

Ég er viss um að ESB aðild er fyrst og fremst ógn við VG því í ESB komast menn ekki upp með það fúsk sem áhrifamenn í flokknum komast upp með við núverandi ástand. Engrar fagmennsku krafist. Litið er framhjá staðreyndum. Afstaða tekin til mála á grundvelli "mér finnst". Því miður eru VG ekki ein um þetta, en hvergi er fúskið eins áberandi og þar. Menn eins og Ásmundur sem komast upp með að vera í grimmri hagsmunagæslu sem þingmaður - Hvar annarsstaðar en á Íslandi?

...bara ef við hefðum nú einhverja betri valkosti.

Einar Solheim, 21.11.2010 kl. 18:55

2 identicon

Þegiðu Einar. Hún Lilja ólíkt flestum pólítíkusum er hvorki leiðtöm og heimsk og auðvelt að blekkja, né föl fyrir fé eins og mútuþegarnir allt um kring. Hún er alvöru stjórnmálamaður, sönn og trú sínum hugsjónum, og mun ekki bregðast þjóð sinni blekkt af fagurgala smjaðrandi burókrata sem vilja henni illt. Hina kæna, en góða, Lilja sér í gegnum svoleiðis vitleysu. Guð blessi Lilju Mósesdóttir og öll hennar störf um ókomin ár. Hún mun verða skráð á spjöld sögunnar fyrir gott mannorð og góða framkomu við eigin þjóð, og verða ein af leiðtogum Norður Atlandshafsbandalagsins, hins nýja og máttuga olíuveldis á Norðurslóðum sem sigraði hryðjuverkaógnina og vann mannréttindum sigur...

Íslenska Þjóðin (IP-tala skráð) 21.11.2010 kl. 22:52

3 identicon

Taktu eftir hvað ég sagði Lilja. Norður Atlandshafsbandalagið. Bandalag friðsamra þjóða með gott mannorð sem eiga miklar auðlindir. Olíupeningar frá Mið Austurlöndum og Texas jafnt munu ekki framar vera dúndrað í hryðjuverk og vopnasölu...Nei. Í Norðri rís friðarljós mikið sem sigrar illskuna jafnt í austri sem vestri. Tak þennan kindil Lilja og ber, og við munum aldrei gjalda fyrir illt með Þjóðverjum í bandalagi...þegar kemur að reikningsskilum næsta stríðs. Bjargaðu þjóð þinni! Þú veist ekki hvað í þér býr!!!!! Heiðarlega og háæruverðuga Lilja!

Íslenska Þjóðin (IP-tala skráð) 21.11.2010 kl. 22:55

4 identicon

Þegiðu Magnús! Hún Lilja þarf ekki að "átta sig" á einu né neinu sem vitfirrt og vitgrannt Samspillingarfólk og afturhaldskommatittirnir sem hún er að fara að segja skilið við er að "hugsa", eins og það ranglega kallar bergmál heilaþvottar illra peningaafla út í heimi sem vilja engum nema vont, og toga alltaf í marga spotta í einu, til hægri og vinstri, en hafa ekkert tangarhald á konu eins og henni, og munu aldrei fá, því Lilja er ekki sauður að eðlisfari, heldur leiðtogi! Eðlið segir til sín! Það er þetta afturhaldshyski og spillta fólkið í Samfylkingunni sem lítur á sig sem melludólga til að selja þjóð sem það fyrirlítur greinilega og álítur sig yfir hafið, sem þarf að fara að HLUSTA Á LILJU! OG ÞAR MEÐ RÖDD ALLS GÓÐS OG HEIÐARLEGS FÓLKS Í ÞESSU LANDI!

GUÐI SÉ LOF AÐ ALVÖRU AFBURÐARKONA KEMST LOKSINS TIL VALDA Í STAÐ ÞESSA MEÐALMENNSKUHYSKIS SEM HEFUR EKKERT SIÐFERÐI! 

Kallinn (IP-tala skráð) 21.11.2010 kl. 23:58

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Kallinn ofaslega gáfuleg athugsemd! Svo er allt í lagi að vera aðeins kurteisari svona í inngangnum. Ég er nú efins að Lilja sé  þessi úrvals stjórnmálamaður sem þú segir að hún sé. Bendi þér á að stjórnmálamaður verður að fá aðra til að styðja sínar hugmyndiir. Hann stendur ekki að myndun stjórnar um einhverja lausnir sem hann berst svo gegn allan tímann. Hann segir sig þá frá þeim samningum áður en farið er að vinna eftir þeim. Hann varast að setja fram hugmyndir sem vekja falsvonir og styðst við eitthvað sem hefur traustan grunn og hefur veirð sýnt fram á að virki. Hann vinnur ekki markvisst gegn stefnu sem formaður flokksins hans stendur að. Og hefur markað með vinnu með fulllt af sérfræðingum í þessum málum. Hann gerir sér grein fyrir að ef að stjórn er að vinna að erfiðum málum þá verður að viðhelda samstöðu eða segja sig frá stuðningi við stjórn og fara í lið með stjórnarandstöðu. Sem nú í dag boðar, almennar lækkanir lána, minni niðurskurð, lægri skatta, aukna atvinnu  og enginn þarf að segja hvernig að skuldug þjóð á að fara að þessu.

Magnús Helgi Björgvinsson, 22.11.2010 kl. 00:12

6 Smámynd: Einar Solheim

Kallinn og Íslenska þjóðin líklega sami aðili sýnist mér á málfari og orðanotkun. 

Lilja er eflaust hin ágætasta manneskja og góð kona.  Ef til vill hefur hún einnig átt góðar hugmyndir sem hefði mátt gera meira úr, en því miður virðist hún ekki vinna nægilega vel úr þeim kostum sem hún býr yfir.  Líkt og margur lýðsskrumarinn virðist hún heldur of fjölmiðlaglöð til að geta verið tekin alvarlega sem stjórnmálamaður með einhverja þyngd.  Það er samt eitthvað sem hún getur lagað og mögulega getur hún þroskast upp í prýðisgóðan stjórnmálamann.

Einar Solheim, 22.11.2010 kl. 08:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband