Leita í fréttum mbl.is

Spurning til spekinga hér á landi!

Nú hefur "fræðingar" hér bæði á þingi og utan keppst við að segja okkur að við hefðum aldrei átt að kalla hér til AGS! Og best fyrir okkur væri að losa okkur við þá hið fyrsta. Nú eru Írar væntanlega mun fleiri en við og hagfræðingar þar fleiri en hér og sérfræðingar stjórnarinnar enn fleiri en hér. Svo mér er spurn:

Af hverju eru Írar nú að að fara að samþykkja að kalla eftir aðstoð AGS og ESB og taka lán hjá þessum aðilum gegn áætlun um að koma sér út úr þessum vanda? Eru þeir svona vitlausir. Af hverju gera þeir ekki eins og Lilja, Sigmundur og fleiri hafa ráðlagt að lýsa yfir greiðslu falli, neita að greiða af lánum, láta bankana falla eða láta skuldir þeirra lenda á erlendum kröfuhöfum? Ef þetta hefði verið svona auðvelt fyrir okkur þá ætti það að vera þeim létt. Af hverju gera ekki eins og Argentína og neita að borga erlendar skuldir sínar? Eins og Lilja hefur oft stungið upp á!


mbl.is G7 ríkin funda um Írland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svarið er einfalt! Það er verið að kúga þá til hlýðni eins og gert var við Íslendinga.

Mér finnst miklu áhugaverðari spurning: Af hverju er ríkið Írland í þessari stöðu? Þeir eru í ESB og eru með Evru!!! Þeir hljóta að hafa óspillt stjórn- og bankakerfi, er það ekki það sem við eigum að fá með ESB og EUR aðild?

Björn (IP-tala skráð) 21.11.2010 kl. 19:15

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nú eru Írar væntanlega mun fleiri en við og hagfræðingar þar fleiri en hér og sérfræðingar stjórnarinnar enn fleiri en hér.

Ég skal reyna að svara þessu. Þó að írskir hagfræðingar séu eflaust fleiri en íslenskir, þá er ekki þar með sagt að þeir búi eitthvað frekar yfir heilögum sannleika um þetta erfiða viðfangsefni. Það sem flestir þessir svokölluðu sérfræðingar eru að reyna að gera er að viðhalda ónýtu kerfi, í því felst einmitt villan. Þetta gera þeir hinsvegar einfaldlega vegna þess að það er vinnan þeirra, og krísur eru atvinnuskapandi fyrir sérfræðinga. Í þeirra huga snýst þetta ekki um hagsmuni almennings heldur hagsmuni kerfisins, sem fara saman með hagsmunum þeirra sem vinna við kerfið. Af sömu ástæðu er t.d. ólíklegt að stjórnmálamenn leggi fram tillögur sem myndu skerða hagsmuni stjórnmálastéttarinnar, eða að olíufyrirtæki mæli með rafbílum.

Svo er líka mikið til í því sem Björn segir, Írar hafa frá upphafi kreppunnar verið undir miklum utanaðkomandi pólitískum þrýstingi um að grípa ekki til aðgerða sem gætu stofnað Evrópusamrunanum í hættu. Með því er verið að byggja undir ákveðna pólitíska hugmyndafræði og á þeim grundvelli eru ákvarðanir teknar, en ekki hvað sé hagkvæmt fyrir írskan almenning sérstaklega.

Það er ekki hægt að gera alveg beinan samanburð á aðstöðu Íslands og Írlands heldur, því eins og áður segir eru Írar ekki fyllilega sjálfráðir um sín efnahagsmál vegna þáttöku í ákveðnu bandalagi sem Ísland er ekki í. Írsk stjórnvöld ákváðu líka að bjarga bankakerfi Írlands í heild og hafa varið til þess ómældum fúlgum af almannafé, á meðan Íslendingar björguðu aðeins innlendri starfsemi bankanna og létu erlenda kröfuhafa taka á sig tapið af restinni. Greiðslufall er ekki lengur skynsamlegur valkostur fyrir Íra því þeir eru búnir að skuldbinda sig til að þjóðnýta allt tap af sínum bönkum. Svo eru líka eflaust fjölmargir aðilar á Írlandi sem voru andvígir þeirri ákvörðun.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.11.2010 kl. 20:37

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

ESB og evra eru engin trygging fyrir að þjóðir fari ekki offari. Björn! En á móti hafa skuldir einstaklinga þar ekki hækkað upp úr öllu valdi við hrunið. Af því að þeir voru með evru. Vöru verð og kaupmáttur hefur ekki hrunið. Atvinnuleysi hefur jú aukist þar.  Írar fóru þá leið að láta gömlubankana ganga áfram og löggðu þeim til fleiri þúsund milljarða 2008. Eíns gerðu flestar þjóðir í heiminum. En þar eins og hér var bankakerfið bara vaxið Írskri þjóð yfir höfuð. Minni þig á að Írar voru lang fátækust allra Vesturlanda fram til 1970 jafnvel fátækari en við. Þeir hafa lent eins og við í bankabólu sem og að þeir lentu í mikilli þennslu sem er nú að sprynga framan í þá.

Magnús Helgi Björgvinsson, 21.11.2010 kl. 21:28

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Málið er að ríki í svona stöðu virðast öll þurfa að fara þá leið sem við fórum. Það þarf ekki að kúga þjóð í svona stöðu til að gera eitt né neitt. Hún er á kafi í skuldum og það er ekkert um það að þjóðum séu almennt færðar einhverrjar skuldaniðurfellingar á silfurfati. Enda yfirleitt ekki við aðra að sakast þegar þjóðir drekkja sér í skuldum. Við skiptum skuldum bankana upp í innlendar og erlendar. Írar ákváðu að bankarnir þar skildu vera bjargað frekar. Kostaði m.a. það að stærsti bankinn fékk um 5400 milljarða innspýtingu frá ríkinu og fulla ríkisábyrgð.  Á Írlandi var líka eignarbóla þannig að fasteignaverði hefru hrunið og margir skulda meira en þeir eiga í þessum fasteignum. En enginn talar þar um að fá skuldalækkun.

Magnús Helgi Björgvinsson, 21.11.2010 kl. 21:42

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það tala fáir á Írlandi um að fá skuldalækkun, líklega vegna þess að þar eru flest lán í sama gjaldmiðli og fólk fær laun sín greidd með, og afborganir þar af leiðandi ekki stökkbreyttar. En það skiptir ekki öllu máli hvort það eru skattarnir, eða matvöruverðið, eða afborganirnar sem hækka, það sem skiptir máli er hvort ráðstöfunartekjurnar duga fyrir þessu öllu samanlagt.

Hér á Íslandi lentum við í þrefaldri kreppu: 1) bankakreppu sem kostar hærri skatta vegna endurreisnar bankakerfsins, en þó talsvert lægri en ef reynt hefði verið að bjarga gömlu bönkunum 2) gjaldeyriskreppu vegna harkalegs gengisfalls í kjölfar ofmats, sem olli verðhækkun á mörgum innfluttum vörum 3) skuldakreppu vegna hækkunar verðtryggðra lána í verðbólgunni sem hlaust af ríkisábyrgð á innstæðum, ásamt gengisfallinu.

Fyrir venjulega íslenska fjölskyldu eru mestu áhrifin af þessu þrennu, vegna skuldakreppunnar sem hefur bein áhrif en hefur þó verið frestað með því að setja nauðungarsölur á bið. Á Írlandi eru áhrifin hinsvegar öll á ríkisreikninginn, sem þýðir að þar munu þau koma við almenning með óbeinum hætti gegnum miklar skattahækkanir og blóðugan niðurskurð. Þeir sem hafa hingað til verið á framfæri írska ríkisins verða semsagt að finna sér eitthvað annað til að lifa á, eða jafnvel ekki...

Lokaniðurstöðurnar verða hinsvegar þær sömu, ráðstöfunartekjur dragast saman að raunvirði og lífskjör fara almennt versnandi. Athugaðu líka að þó Írar hafi ekki orðið fyrir jafn skörpu gengisfalli og Ísland, þá hafa þeir orðið fyrir gengisfalli engu að síður, það hefur bara gerst hægar en sést samt vel ef gengisþróunin undanfarið ár er skoðuð í heildarsamhengi. Manni finnst maður kannski standa kyrr í lyftu, þó hún sé á niðurleið...

Stærra myntsvæði hægir vissulega á sveiflum en það er samt aldrei hægt að flýja hinn undirliggjandi veruleika. Íslenska krónan, smá en kná, veitti okkur þarfa áminningu haustið 2008 með því að slá okkur í andlitið og færa okkur niður á jörðina. Írar tilheyra hinsvegar myntsvæði sem er ekki í snertingu við neinn undirliggjandi veruleika. Þeir eru ennþá á í skýjunum, byrjaðir að falla, en hafa ennþá ekki hugmynd um hvað er langt niður.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.11.2010 kl. 04:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband