Föstudagur, 26. nóvember 2010
Það kaus engin Ólaf til þessara verka!
Ólafur Ragnarvar sannarlega ekki kosinn til að stjórna eða túlka sína skoðun í utanríkismálum og samningum milli ríkja! Og alls ekki að hann hafi nokkurn rétt á að tala fyrir ákveðnum skoðunum erlendis, sem skoðunum þjóðarinnar. Enda hefur hann ekkert fyrir sér í þessum málum nema einhverja skoðanakannanir og svo þjóðaratkvæðagreiðslu sem var haldin eftir að ríkisstjórn var fallinn frá þeirri lausn sem kosið var um.
Held að fólk geri sér ekki grein fyrir í hvað stefnir. Hvað myndi t.d. fólk segja ef að Ólafur færi í Bloomberg og segði að Íslenska þjóðin tækju fagnandi að geyma fyrir þjóðir heims geislavirkan útgang gegn greiðslu. Eða að Ísland hafi ekkert í Sameinuðuþjóðunum að gera því þær hefðu ekki styrkt okkur. Hann kynnti ekki framboð sitt með þessum hætti og getur ekki farið gegn ríkisstjórn því þá eru t.d. engir sem vilja semja við hana hvorki vegna lána eða t.d. varðandi Icesave.
Ólafur virðist alltaf uppveðrast þegar erlendir fjölmiðlar tala við hann. Þeir viriðast halda að hann sé hér nær einráður þjóðhöfðingi eins og í Rússlandi. Þetta er svona svipað og Sænski Konungurinn færi að skipta sér að samningum milli Sænska ríkisins og erlendra aðila. Eða Elísabet í Bretlandi.
Hér á landi er fólk sem var kosið á þing til að fara með þessi mál. Ólafur var ekki kosinn til þessara verka.
Guðni: Ólafur Ragnar gæti haldið áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 5
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 969591
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Maðurinn virðist týndur í flóðljósi stóru fjölmiðlanna. Nei það kaus vissulega engin Ólaf sem auka ríkisstjórn Íslands.
hilmar jónsson, 26.11.2010 kl. 20:02
Komið þið sælir; Magnús Helgi, og Hilmar !
En; hvers vegna, skyldu Íslendingar (þorri þeirra), treysta ÓRG (þrátt; fyrir allt), fremur en þeim 63, sem á þinginu sitja ?
Viljið þið; ekki skoða tildrögin, ögn betur - um leið, og þið fáið ykkur Þynni eða Benzín, til þess að afmá flokka litina af ykkur sjálfum, ágætu drengir ?
Þó ekki væri nema; í þetta sinn !
Með kveðjum; samt /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.11.2010 kl. 21:54
Það er rétt hjá ykkur, þetta að hann hafi ekki verið kosinn til "þessarra" verka, en það eru breyttir tímar núna, og hlutir að gerjast með almenningi og ýmsum málsmetandi mönnum og konum í Evrópu og víðar.
ÓRG hefur það fram yfir þá sem eru hinir "kjörnu" til "þessara" verka, að hann er með fingurinn á þeim púlsi og talar núna útfrá því, ég gagnrýndi hann á sínum tíma fyrir galgopaháttinn þegar hann hældi útrásarvíkingunum í hástert (var hann einn um það ?) og ýmislegt annað, en hann er maður að meiri til að viðurkenna að hann lét blekkjast af "glýjunni" sem blindaði flest okkar, og sýnir núna að hann hefur lært af mistökunum.
Er hægt að segja það sama um þá sem kjörnir voru til "þessara" verka og stýra í dag ?
MBKV
KH
Kristján Hilmarsson, 26.11.2010 kl. 22:01
Forsetinn er eini embættismaður þjóðarinnar sem er kosinn af fólkinu. Hann hefur staðið sig feykna vel að halda hagsmunum þjóðarinnar allrar, sérstaklega í umrótinu undanfarið.
Klappstýring hans í útrásinni er hins vegar það sem menn vilja refsa Forsetanum fyrir, það hefur ekkert með þessar almennu yfirlýsingar hans að gera.
Ég vona Forsetinn haldi áfram að tjá sig um þessi mál, þjóðin þarf að hafa minnst einn aðila á sínu bandi.
Jón Finnbogason, 26.11.2010 kl. 22:01
Það er rétt að benda blogskrifara og þeim sem hér hafa ritað athugasemdir á að lesa 11., 13., 14., 15., 16., 19., 21., 22., 23., 24., 25., 26. og 28. gr. Stjórnarskrár Lýðveldisins Íslands nr. 33., 17. júní 1944, hafi þeir þá ekki þegar gert það en þar sést það, klippt og skorið, að það sem forsetinn er að gera er algerlega í samræmi við Stjórnarskrá Lýðveldisins! Völd hans eru mun meiri en forrennarar hans í starfi hafa leyft sér að brúka hingað til!!!
Snorri Magnússon, 26.11.2010 kl. 23:29
Þetta er alveg fáránlegt og enn fáránlegra er - að innbyggjarar fatta ekki hvað það er fáránlegt en halda þvert á móti að um mikla snilld sé að ræða. Segir náttúrulega sitt um ástandið hérna.
Hinsvegar, hinsvegar gætu afar einkennileg ummæli hans núna bent til ákveðins atriðis sem eg ætla ekki að fara nánar útí. Sjáum bara til.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.11.2010 kl. 00:57
Þetta náttúrulega fáránleg skýring hjá þér Snorri Magnússon. Ef að hér á landi er þingbundið lýðræði eru Alþingismenn fulltrúar þjóðarinnar. Ef að forsetin tekur fram fyrir Alþingi er hann að brjóta á þjóðinni þar sem hún hefur kosið fulltrúa sína til að fara með vald sitt. Þú getur lesið stjórnarskráina aftur á bak og áfram en stjórnkerfið mótast af reynslu.
Og ég bendi á í færslu hversu alvarlegt þetta getur verið fyrir okkur. Ef að forsetinn fer um heiminn og boðar að engir samningar við okkur séu öruggir þar sem að honum getur dottið í hug að stoppa vilja Alþingis svona þegar honum dettur það í hug og hann telur vinsælt hjá þjóðinni, þá gerir engin samniga við okkur.
Bendi þér á 11.gr
"11. grein
Forseti lýðveldisins er ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum. Svo er og um þá, er
störfum hans gegna.
Og í 13. gr
"Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt."
Og 14 gr
"Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum.".
Og ég kaupi það ekki að forseti geti bara einn og óstuddur ákveðið að ganga í stjórnarandstöðu. Hann hefur ekki forsendur til þess. T.d. í þessu máli þyrfti hann að vera sérfræðingur í samningum milli landa, lögfræðingur sérfróður í evrópurétti til að meta stöðu okkar. En hann hlustar á einhver áhugsamtök og populista sem eru búnir að mata hér fólk á sínum túlkunum á að við þurfum ekkert að borga.
Magnús Helgi Björgvinsson, 27.11.2010 kl. 02:09
Sem og að hann er í raun að starfa sem einræðisherra. Því að stjórnvöld geta aldrei náð neinum samningum varðandi ICESAVE því að það væri alltaf fellt í þjóðaratkvæði. Það vill engin borga þetta þó okkur beri það.
Magnús Helgi Björgvinsson, 27.11.2010 kl. 02:10
Hver segir að okkur beri að greiða Icesave? Rökstuðning takk fyrir!
www.umbot.org
Egill Helgi Lárusson, 27.11.2010 kl. 02:40
Nú tildæmis tilskipun ESB sem segir að við eigum að sjá til þess að hér sé kerfi sem bæti innistæður upp að 20.880 evrum. Sem og að við tryggðum allar innistæður aðrar í Íslenskum bönkum þannig að þar sem Icesave var í Íslenskum banka þá þýðir það að við erum bundin af jafnræðisreglum EES og ESB. Og þá hefur eftirlisstofnun EFTA (ESA) útskurðað að við eigum að borga. Svo minni ég á að 6 des minnir mig er lokafrestur okkar til að svara þeim. Yfirmaður þessarar stofnunar telur að það sé ekkert vafamál í þessu og sagði að ef vð borgum ekki þá fari þetta fyrir EFTA dómstólin sem muni dæma okkur til að greiða.
Magnús Helgi Björgvinsson, 27.11.2010 kl. 04:09
Var að hlusta á Simma litla á ruv. Framarar eiga aldrei eftir að vera með í neinum samningum. Það er alveg augljóst á orðum hans. Og það er eins og hans megin punktur sé (að vísu erfitt að átta sig á hvað hann er að fara) að það eigi ekki að semja amk. ekki fyrr en eftir svo og evo mörg ár og þá afþvíbara.
Hreifingin hefur án efa svipaða línu. Og líklega munu sjallar taka hana líka. Vera á móti sama hvað. Líklega.
Þetta setur málið auðvitað í eitthvað dæmi sko, því B&H sögðu á sínum tíma (eða svo var að skilja) að þeir mundu ekki nenna að standa í enn einu ruglinu ef ekki væri amk. þokkaleg samstaða á Íslandi.
Orð forseta verða að skoðast í þessu ljósi. Hann er nánast að segja, óbeint, að ísland eigi ekki að standa við alþjóðlegar skuldbindingar landsins.
Nú, svo var annað hjá honum Simma áðan sem erfitt var að fanga. Sagði eitthvað á þá leið að Írlandsmálið mundi setja umrætt mál í allt annað ljós. Eg skildi ekkkert hvað var að fara. Og í framhaldi talaði hann um lán Breta til Íra núna og þá færi icesaveskuldin í eitthvað nnað ljós. Hvernig á skilja svona fólk? Það er bara ekkert hægt.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.11.2010 kl. 12:49
Og ps. að svo spekúlerar maður, að hvort Forseta hljóti ekki að vera kunnugt um hvernig samningur núna lítur út í meginatriðum allavega. Og hvort ummæli hans verði ekki að setja í samhengi við það þá.
Sem sagt, hvort samningslínur séu þá nokkuð honum ,,þóknanlegar". Hann hefur td. sagt að B&H ,,ættu bara" að viðurkenna það að engin ríkisábyrgð hafi verið á umræddu efni o.s.frv. Öll ummæli hans um þetta mál eru nefnilega kostuleg.
Umfjölun um þetta mál er svo sem líka skrýin stundum erlensis. Td. þegar frétt stöðvar 2 kom hérna á dögunum um að samningur lægi fyrir og upphæð nefnd - að þá slóu sumir hollenskir fjölmiðlar því upp að Island ætluðu bara að borga brot af skuldinni! Þ.e. að því er oft bara sleppt alveg að eignir hins fallna banka eiga að fara uppí skuldina og greiða að mestu leiti. Hollensku fjölmiðlarnir fóru beint í de Jager fjármálaráðherra. Hann sagði að alltaf hefði legið fyrir að skuldin snerist um lágmarkstrygginguna + sanngjarna vexti á þeirri upphæð.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.11.2010 kl. 13:24
"Nú tildæmis tilskipun ESB sem segir að við eigum að sjá til þess að hér sé kerfi sem bæti innistæður upp að 20.880 evrum. Sem og að við tryggðum allar innistæður aðrar í Íslenskum bönkum þannig að þar sem Icesave var í Íslenskum banka þá þýðir það að við erum bundin af jafnræðisreglum EES og ESB. Og þá hefur eftirlisstofnun EFTA (ESA) útskurðað að við eigum að borga."
Hvað þú átt við með "við" Magnús verð ég bara að giska á, og sýnist þú nota þetta yfir hina EINKAVÆDDU íslensku banka sem uxu yfir 10 til 12 sinnum ársfjárlög íslenska ríkisins (íslenskrar alþýðu) fengu frjálsar hendur til að "vaða um völl" út um allann heim með þeim hrikalegu afleiðingum sem við þekkjum útlínurnar af núna (ekki allt konið fram enn).
Og þó svo bankaeftirlit íslenskrar alþýðu hafi brugðist í því að sjá til að tryggingarsjóðir væru nógu öflugir til að standa undir hugsanlegu gjaldþroti þessarra EINKABANKA þá er töluverðu spölur frá því að ávíta og hugsanlega sekta hið sama eftirlit fyrir vanræksluna og þangað að setja almenning Íslands í skuldaklafa um ókomnar kynslóðir, eða hvað ??
Nei gott fólk hér er aðeins um undirlægjuhátt ríkisstjórnar sem einskis svífst til að styggja ekki Brussel of mikið í miðjum aðildarsamningum, í stað þess að tryggja öryggi og afkomu þegna sinna á sem bestann hátt.
Kv.
KH
Kristján Hilmarsson, 27.11.2010 kl. 13:26
,,Iceland is obliged to ensure payment of the minimum compensation to Icesave depositors in the United Kingdom and the Netherlands, according to the Deposit Guarantee Directive. This is the conclusion in a letter of formal notice the Authority sent to Iceland today.
The EFTA Surveillance Authority has the task to ensure that Iceland, Norway and Liechtenstein comply with the terms of the EEA Agreement. The Deposit Guarantee Directive forms part of that agreement. According to the Directive, Iceland was obliged to guarantee for EUR 20.000 per depositor after Landsbanki and its Dutch and British branches, called Icesave, collapsed in October 2008."
http://www.eftasurv.int/press--publications/press-releases/internal-market/nr/1253
Svo má nálgast álitið og rökstuðninginn eða uppsetninguna í heild þarna.
Nú, rökstuðningur og útskýring ESA er í meginlínum upp á punkt og prik í samræmi við er ég var marg, margbúinn að stafa ofan í fólk hér sem annarsstaðar af mikilli þolinmæði og nægætni. Uppá punkt og prik.
Svo er ferlið þannig að svar á að koma við þessu frá Íslandi og ef ESA gúdderar það ekki - þá er ferli til EFTA dómsstóls (allt tekur þetta einhvern tíma sem getur verið langur)
þarna er eitt ákaflega áberandi. Namely, að ESA hafnar algjörlega, tótallý, þeim meginrökum sem haldið hefur verið á lofti hérna uppi í fásinninu. Hafnar algjörlega. Og kemur með nálgun sem fólk margt hérna uppi hefur ekki fengist til að setja sig inní eða einfaldlega ekki skilið, viljandi eða óviljandi. Nákvæmlega sama nálgun og ég var alla tíð með. Why? Vegna þess einfaldlega að ég kynnti mér mál! Eg kynnti mér skaðabótaábyrgð samkv. Evrópulaga og regluverki. Þá sagði ég strax við fyrstu athugun og kynningu: Obb bobb bobb, bíðum nú við piltar! Rólegir nú! Sagði ég. Hvað er að ske etc. Íslendingar almennt hlóu að mér. Hvað gerist? ESA staðfestir minn málflutning uppá punkt og prik! Tilviljun? Held ekki!
That said, þá liggur málið þannig varðandi væntanlegan feril í EFTA - að Ísland verður að fylgja þeirri leið sem lögð er fram í áliti ESA. Það er búið að hafna því sem menn sumir hafa haldið fram hérna uppi. Núna verða þeir þá að finna einhverjar veilur á framsetningu í rökstuttu áliti ESA sem nálgast má hér á link ofar. Og ég er bara ekkert að sjá hvernig þær veilur eiga að finnast. Bara sorrý. Væri ágætt að fá allavega 2-3 hugmyndir þar að lútandi.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.11.2010 kl. 13:59
Edit: ,,rökstuddu áliti ESA sem nálgast má hér á link ofar."
Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.11.2010 kl. 14:02
Kristján það segir í tilskipun 94/19 m.a.
"Þegar gjaldþrota lánastofnun er lokað verða innstæðueigendur í útibúum í öðrum aðildarríkjum en þar sem lánastofnunin hefur höfuðstöðvar að njóta verndar sama tryggingakerfis og aðrir innstæðueigendur í stofnuninni."
Svo segir þar líka:
Og þar segir svo einnig
Magnús Helgi Björgvinsson, 27.11.2010 kl. 14:13
Ólafur Ragnar Grímsson er athyglissjúkur einstaklingur sem aðeins tekur afstöðu eftir eigin hagsmunum. Í augnablikinu er að honum hagstæðast að reyna að blekkja landsmenn með því að þykjast vera á sömu skoðun og þeir. Það skuluð þið vita að ef/þegar kemur að því að hann sér sér persónulegan hag í því að aftur að fara að sleikja rassgatið á þeim sem komu okkur í gjaldþrot, þá mun hann gera það. ÓRG er ekkert heilagt nema eigin hagsmunir. Hann er jafnvel enn ómerkilegri en meirihluti þingmanna.
Tómas H Sveinsson, 27.11.2010 kl. 16:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.