Laugardagur, 27. nóvember 2010
Þetta er nú auma þjóðin!
Það eru allir að blaðra um "Nýtt Ísland" "nauðsynlegan aðskilnað framkvæmdar-, löggjafar og dómsvalds. Við skulum ekki einu sinni minnast á eignarhald á auðlindum. En svo þegar að fólk hefur tækifæri á að taka þátt í að breyta grundvallarforsendu Lýðveldisins Íslands þá nennir það ekki að taka þátt. Er alveg sama. Nennir ekki að fylla út 25 númer og kynna sér hvað fólk hefur fram að færa. Þetta var kannski klukkutíma vinna að finna 25 einstaklinga á listann og svo 5 mínútur að skrá niður númerin á seðil á kjörstað. En nei þetta var allt of erfitt fyrir fólk. Þetta áhugaleysi er æpandi. 6 af hverju 10 nenntu þessu ekki
Kosningaþátttaka líklega um 40% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Mæti Maggi !
Það var ekki að "fólk nenntu ekki" - nei, ástæðan er að meirihluti þjóðarinnar var búinn að sjá fyrir löngu, að hér væri um skrípaleik að ræða - samkvæmisleik fyrir fjöldann á sama tíma og gífurleg vandamál sækja að samfélaginu.
Þetta var spuni til að dreifa hugum almennings - spuni sem kostar skattborgarana 700 MILLJÓNIR.
Gleymdu svo ekki, að það stjórnlagaþing sem nú sest að störfum, mun skila í marz á næsta ári , sínum niðurstöðum til 63 vitringa niðri við Austurvöll.
Vitringarnir munu rifa hvert eitt einasta atriði í tætlur sem frá nefndinni kemur.
Niðurstaðan verður eitt stórt NÚLL !
P.S.
Hinsvegar er athyglisvert að Jóhanna kaus í þessari kosningu - sat hinsvegar heima þegar yfir 60% kjósenda greiddu atkvæði í Icesave kosningunni.
Já, umhugsunarefni !
Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 00:16
Auma þjóðin, 4 af hverjum 10 létu plata sig í tilgangslausar kosningar. Blekkingar virðast virka vel á stóran hluta þjóðarinnar. 4 af hverjum 10 trúa hvaða bulli sem að þeim er rétt. Rökhugsun og skynsemi hefur þar vikið fyrir slagorðum, lýðskrumi og merkingarlausum frösum.
sigkja (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 00:24
Æ ekki láta svona. Það væri gaman að sjá það þing sem færi ekki eftir því sem stjórnlagþing ákvæði! Enda verður þessum peningum eytt hvort sem fólk kýs eða ekki. Jóhanna var búinn að segja að samningur sá sem greitt væri atkvæði um í þjóðaratkvæðinu væri í raun úreltur þar sem Bretar og Hollenidngar voru búnir að bjóða betri kjör. Og Ólafur forseti kynnti að þá tæki fyrri lög gildi sem Alþingi samþykkti í ágúst 2009. Það eru meiri aumingjarnir sem halda að taka ekki þátt í kosningum sé einhver lausn. Það er svona svipað og reyna ekki að bjarga sér þegar menn eru að drukkna af því að þeir séu vissir um að bandið sem hent er til þeirra sé örugglega fúið.
Sé ekki hvaða lausn þið ágætu menn teljið að sitja heima sé. Ef að Stjórnarskrá verður breytt þá er það ekki ykkur að þakka. Ef ekki þá þarf Alþingi að mæta þjóðinni. Og sé ekki ef Ísland er svona ömurlegt af hverju þið bara pillið ykkur ekki í búrt og finnið ykkur fyrirheitnalandið þar sem allt er fullkomið?
Magnús Helgi Björgvinsson, 28.11.2010 kl. 00:47
Tel að ástæðan fyrir lélegri þátttöku sé einfaldlega sú að stór hluti landsmanna er sannfærður um stjórnlagaþing sé einungis pólítískt samsæri. Með því slær ríkisstjórnin þrjár flugur í einu höggi:
Fyrsta flugan: Láta líta út sem svo, að ólýðræðislegasta ríkisstjórn í sögu landsins, sem mest allra hefur brotið á bak aftur eigin hugsjónir og kosningaloforð, og staðið fyrir mesta valdaráni af þjóðinni í manna minnum, sé einhver talsmaður "umbóta" og "breytinga" sem vilji færa "fólkinu", sem hún hefur svikið, arðrænt og hunsað "vald." Blekkja lýðinni og slá ryki í augu hans.
Önnur flugan: Losna við forsetan með að leggja áherslu á að gera "breytingar" á forsetaembættinu, með öðrum orðum, gera forsetan, eina talsmann lýðræðis sem eftir er í þessu landi, fyrir utan kannski Gnarrinn, ónýtan og óvirkan og með öllu valdalausan. Þá stendur enginn eftir í vegi fyrir þeim þegar þau vilja troða Icesave, ESB, forréttindum banka og stórfyrirtækja, AGS etc kjaftæðinu upp á þjóðina, þjóðin hefur þá engan að skjóta máli sínu til og stendur ein síns liðs.
Þriðja flugan: Losna við kirkjuna. Forsætisráðherra hefur lýst því yfir hún hafi margíhugað úrsögn úr Þjóðkirkjunni, Össur er bróðir draugavinakallsins fræga og nú hafa þessir draugavinir og trúleysingjar tekið sig saman til að reka kirkjuna, spara smá pening og auðvelda stórlega Islamovæðinguna þegar við göngum í ESB-stan Islamska ríkið verðandi, ef barneignamál fara ekki að breytast, sem ekki er útlit fyrir, þegar óheftur Islamo innflutningur mun skella hér á (nema við forðumst ESB)
Þjóðin kaus ekki afþví það var um lítið að kjósa nema málpípur og talsmenn ríkisstjórnarinnar. Og afþví hún sér í gegnum blöff og valdaránstilraunir í sauðargærum.
NÚ ER KOMIÐ NÓG AF GERFILAUSNUM ! ÞJÓÐIN LÆTUR EKKI HAFA SIG AÐ FÍFLI FRAMAR! NÚ ER KOMINN TÍMI Á ALVÖRU BYLTINGU!
Andspyrnuhreyfing Íslands - Segjum nei við frekara valdaráni! (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 00:53
Sæll Magnús.
Fólk er fífl.
Með bestu kveðju,
Heiðar Sigurðarson, 28.11.2010 kl. 01:01
Vorum það við sem skunduðum á kjörstað í örvæntingarfullri tilraun til að bjarga einhverju sem við teljum ömurlegt, eða varst það þú?
Það verða litlar eða engar breytingar vegna þess að það er ekki þörf á breytingum. Stjórnarskráin er nokkuð góð eins og hún er. En ef þú ert ekki sáttur við hana ættir þú ef til vill að pilla þig burt í leit að þínu fyrirheitna landi. Við, 60% þjóðarinnar, teljum ekki þörf á breytingum og sitjum sem fastast - en þú mátt fara þín er ekki þörf.
sigkja (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 01:06
Sælir. Þið, sem hafið kosið að sitja heima, hafið fyrirgert því að tuða og nöldra um stjórnmál eða stjórnarskrá í nánustu framtíð. Hafið það til marks.
Bið að heilsa þér Maggi.
Sigurjón, 28.11.2010 kl. 01:06
Það höfðu nú ekki allir kosningafærir menn möguleika á því að kjósa.
Maður spyr sig sem sjómaður hvers konar fíflagangur þetta er í vestrænu lýðræðisþjóðfélagi.
Af hverju mátti ég ekki kjósa?
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 01:23
Þegar fólk á ekki til hnífs og skeiðar, veit ekki hvað það skuldar og sér ekki ljós í myrkrinu, hvaða ljós er í þessari vitleysu !
Ég held að almenningur sé uppteknari að því hvað morgundagurinn beri með sér, hvort það eigi að flytja úr landi heldur en einhver helv... stjórnarskrá !
Leysum vandamál dagsins í dag áður en við förum í 101 gæluverkefni listaelítunnar í VG
Neytandi (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 01:34
Stefán hafði tækifæri til að kjósa frá því er talið er eðlilegt að sjómenn og aðrir sjófarendur hafa til að kjósa til Alþingis og sveitastjórna. Athugasemdir hans eru því ekki við hæfi!
Sigurjón, 28.11.2010 kl. 01:50
Sigurjón: Það er lengri tími gefinn til að kjósa utankjörstaðar í "venjulegum" kosningum.
Hér voru það 10 dagar.
Ert þú sjómaður?
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 01:54
Hluti af lausn hlýtur að vera endurskipulagning. Og þar með grunnstoðir lýðveldirsins. Það var jú það sem fólk mótmælti. Svo leiðist mér að þó að viss prósenda fólk eigi vissulega erfitt núna þá tali allir eins og það sé þjóðin. Og svona dramatík eins og að fólk almennt eigi ekki til hnífs og skeiðar er náttúrulega út í hött. Við vitum að það eru kannski 10 til 15% þjóðarinnar sem eiga í þannig erfiðleikum. Kannski 30% sem eiga erfitt með að kaupa ný sjónvörp og þurfa að spá í hvað þau eyða í. Þó það séu ekki miklir penignar til nú og bankar og kröfuhafar séu erfiðir í samningum þá er það engin afsökun fyrir því að halda ekki áfram á fullu að móta nýjan sáttmála um Lýðveldið Íslands. Bendi þér á að þegar Lýðveldið Ísland var stofnað vorum við fátækast þjóð Evrópu. Og fram til 1970 eða 80 vorum við það enn. Þá lfiði fólk oft á kartöflum og öðru sem þau ræktuðu sjálf sem og fiski sem þá var ódýr. Fólk fékk ekki lán og ef það vildi kaupa eitthvða erlendis frá eða fara erlendis þurfti það sækja um sérstakar heimild til þess. En þetta fólk kaus um nýja stjórnarskrá og þátttaka var nærri 100%. Svona hugsun eins og er hér að ofan er aumingjaskapur.
Ég hef lifað það að verða tæknilega gjaldþrota og lifa af hrísgrjónum eingöngu í seinni part mánaðar. Ég þurfti að selja íbúðir og átta mig á að ég var ekki í stöðu til að eiga íbúð. Enda kunni ég ekkert með peninga að fara. Og þetta var 1995 sem ég þurfti að selja íbúðina mína búinn að eyða öllu eignifé og sat uppi með skuldir. Þetta lentu margir í á þessum tíma eftir verðbólgu 1989 upp á nærri 100% á tímabili. Ég heyrði ekki um að fólk hafi ekki lifað þetta almennt af. Síðan hef ég verið í Búsetu íbúð og greitt niður skuldir síðan þá og gengið vel. Held að fólk mikli þetta fyrir sér. Það er allskonar aðstoð í boði sem ekki var þá en samt gat fólk almennt komið sér áfram og lifað sæmilegu lífi.
Magnús Helgi Björgvinsson, 28.11.2010 kl. 01:57
Eru það færri dagar en venjulega? Ert þú kerfisfræðingur?
Sigurjón, 28.11.2010 kl. 01:58
Þessi orð beindust til Stefáns.
Sigurjón, 28.11.2010 kl. 01:59
Sigurjón. Þú veist að ég er sjómaður. Það er allavega einn mánuður í venjulegum kosningum.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 02:01
Ég spurði nákvæmlega jafn heimskulegra spurninga og þú. Ég veit að þú ert sjómaður og þú ættir að sama skapi að vita að ég er kerfisfræðingur. Þú hins vegar svaraðir ekki spurningunni, þar sem ég spurði hvort varðandi þessar stjórnlagaþingskosningar væri gefinn e-n sérstakur minni tími fyrir sjófarendur til að kjósa. Svaraðu því.
Sigurjón, 28.11.2010 kl. 02:06
Það er ástæða fyrir því af hverju það er hægt að kjósa utankjörfundar.
Það er vegna þess að menn komast ekki á kjördag.
Ef vitað er fyrirfram að hluti kjörbærra manna geta ekki kosið vegna þess að 10 dagar er of stuttur tími, þá á að lengja hann.
Það höfðu allir sömu 10 dagana til að kjósa en vitandi fyrirfram að hluti kjörbærra manna gat ekki nýtt sér þessa 10 daga.
Það er ekki lýðræðislegt að stytta tíman út frá því sem er venjan í öðrum kosningum.
Það hefði eins verið hægt að sleppa utankjörstaðaratkvæðum. Hvað telja þau svo sem? Er ekki eins hægt að segja það?
Eða eigum við að ákveða fyrirfram að atkvæði sjómanna séu það fá að þau telji hvort sem er ekki. Eða þá að þeir hefðu hvort sem er ekki nýtt sér rétt sinn.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 02:17
Það var fyrir löngu ákveðið að kjósa 27. nóvember.
Ekki fyrir 10 dögum síðan. Ég kaus fyrir 10 dögum síðan og það var ekki fyrsti dagurinn sem utankjörfundaratkvæðin voru tekin. Þú ert í ruglinu Stefán, sem endranær!
Sigurjón, 28.11.2010 kl. 02:22
Fyrirgefðu. Klukkan er orðin svo margt;) Það var 10. nóvember.
Þakka þér fyrir að leiðrétta mig, en í mínu tilviki eins og margra annara hefði það engu breytt.
En þakka þér fyrir að segja hér að ég þurfi ekki endilega að hafa möguleika á að kjósa þó að ég vildi.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 02:32
Sigurjón, Sjómenn geta verið allt uppundir mánuð á sjó ef ekki lengur.
Það sem þú ert að segja er að ef Sjómenn vilja kjósa þá gátu þeir alveg sleppt því að mæta í vinnuna, Mér þætti gaman að sjá þig sleppa mánaðarlaunum til þess að geta kosið.
Jóhannes H. Laxdal, 28.11.2010 kl. 03:08
Maggi, er það ekki jákvætt að 60 % þjóðarinnar treysti algjörlega okkur 40% hlutanum til að sjá um sín mál ?
Aðalsteinn Agnarsson, 28.11.2010 kl. 13:28
Jú auðvita er það ágætt. En svo eru þessi 60% alltaf röflandi um að það þurfi breytingar og "nýtt Ísland" en nenna svo ekki að reyna að gera neitt í því sjálf. Nema að kvarta og kveina hér á netinu.
Magnús Helgi Björgvinsson, 28.11.2010 kl. 14:11
Jóhanna skilur ekki hvað hún er orðin óvinsæl, né hversu verðskuldaðar óvinsældir hennar eru þegar hún hefur látið leiða sig um eins og sauð.
Ef Jóhanna hefði struntaðð í lýðræðið og gefið skít í það, eins og í Icesave kosningunum, þegar hún sagðist bara ætla að skrópa á svipinn eins og bólugrafin gelgja með tyggjó, og þetta væri bara rugl og fólk ætti ekkert að mæta..........þá hefði verið met kosningaþáttta í þessa kosningu, afþví þjóðin vantreystir henni svo rosalega hún gerir alltaf öfugt við það sem hún segir.
Enda óhreint mjöl í pokahorni þessari kosninga. Skrattinn segir þér aldrei að leika einhvers staðar nema hann ætli að reyna að leiða þig í gildru. Hvet þá sem geta til að hafa augun úti varðandi allt sem viðkemur þessu stjórnlagaþingi...
Anti Jóhanna (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 14:46
Icesave þjóðaratkvæði kemur þessu bara ekki við. Það var náttúrulega brandari þar sem við vorum þegar komin með betra tilboð en við vorum að greiða atkvæði um. Stjórnlagaþing snýst ekkert um Jóhönnu. Eru menn ekki í lagi. Stjórnlagþing snýst um Stjórnarskrá til famtíðar sem öll lög, regur og réttindi okkar verða byggð á. Held að Ísland sé í stórhættu ef að fólk hefur svona hryllilega barnalegar hugmyndir að það geti hefnt sín á Jóhönnu með því að taka ekki þátt í að velja fulltrúa til að endurskoða stjórnarskrá. Og eins þá minni ég menn á að Jóhanna stjórnar ekki ein hér. Hún hefur ekki ótakmarkaða peninga til að kaupa fylgi hjá fólki með því að létta af þeim öllum skuldum. Held að fólk ætti að muna að hún er að stjórnar landi sem er á kafi í skuldum. Og ekki ljóst ef að ekki næst að skera niður og auka tekjur hvort við við getum staðið við skuldir okkar.
Icesave verðum við að borga hvort sem Jóhanna er forsætisráðherra eða einhver annar. Bendi síðan á að það er Steingrímur sem fer með Icesave málið.
Magnús Helgi Björgvinsson, 28.11.2010 kl. 15:14
Tæpleg 38% kjörsókn. Þetta er andlit þjóðarinnar sem vildi láta verkin tala. Er að koma í ljós að um er að ræða verk annarra, ekki fólksins sjálfs? Getur verið önnur skýring á því að fólkið lætur ekki í sér heyra þega það getur það? Þessi lélega kjörsókn mun hafa tvennt í för með sér, þ.e. að Alþingi mun ekkert gera með tillögur Stjórnlagaþings þar sem það þing hefur ekki meirihluta landsmanna að baki sér, en þingmeirihluti getur alltaf haldið því fram að hann hafi meirihluta þjóðarinnar að baki sér. Hitt sem mun e.t.v. gerast er að ÓRG gæti hæglega komið í veg fyrir hvað sem er, og mun örugglega ekki skrifa undir neitt sem hann álítur að minnki áhrif og völd sín. Hann mun örugglega beita sömu rökum og Alþingi, þótt það verði e.t.v. með annarri túlkun. Þetta er ennþá einn skrípaleikurinn sem þjóðin er að láta leiða sig úti. Trúið mér. Og ÓRG mun sitja áfram á ofurlaunum suðue á Bessastöðum og fara í lúxusferðir út um allan heim, blaðra þar tóma vitleysu við erlenda blaðamenn, allt á kostnað gjaldþrota íbúum þessa lands.
Tómas H Sveinsson, 28.11.2010 kl. 15:27
Fyndinn alltaf Maggi að vitna í þetta "betra tilboð" í icesave. sem enginn hefur fengið að sjá en Jóka og Steini voru eitthvað að röfla um. Samt vildu þau skötuhjú ekki greiða atkvæði um hina glæsilegu niðurstöðu Svavars Gestsonar.
Hreinn Sigurðsson, 29.11.2010 kl. 17:21
Það var í febrúar fyrir Icesave kosingu þá kom tilboð frá bretum upp á lægri vexti lengra vaxtahlé og fleira. Skoðaðu bara fréttir frá feb og mars 2010 varðandi þessi mál: Þetta sagðir t.d. Guðbjartur þá:
Því var það að margir sögðu þessa atkvæðagreiðslu út í hött því að þjóðin hlyti að vera sammála um að þessi lög yrðu ekki samþykkt þar sem búið var a bjóða annan semning sem fólk í sér lægri greiðslubirgði.
Síðan væri gaman að menn veltu fyrir sér hvað Icesave er búið að kosta okkur nú þegar t.d. í formi hærri vaxtarkjara, fælni fjárfesta og nær engum áhuga á að lána okkur til fjárfesta sökum þessarar óvissu í nærri 2 ár varðandi Icesave. Held það hafi verið Guðumundur Gunnarsson sem sagði að það væru þúsundir af þeim sem eru atvinnulausir í dag sem eru það vegna afleiðiinga af óleystu Icesave
Magnús Helgi Björgvinsson, 29.11.2010 kl. 18:37
Sælir.
Betra tilboð (sem reyndar enginn fékk að sjá) kom á borðið vegna þess að forsetinn hafnaði lögunum og þjóðin átti að fara að kjósa um þann þrælasalasamning.
Hvað er Icesave búið að kosta? Tja, þar sem ríkið hefur ekkert tekið að láni á almennum markaði, skiptir vaxtastigið litlu máli. Fælni fjárfesta grunar mig að hafi lítið með Icesave að gera, heldur frekar skatta, gjöld og óhæfa stjórn landsins. Svo getur enginn sagt með neinni vissu að ástandið væri hér betra, hefðu þrælasamningarnir verið samþykktir. Það hefur enginn forsendur til þess.
Góðar stundir.
Sigurjón, 30.11.2010 kl. 01:08
Sigurjón þú veist að ákveðið var að skipa nýja samninganefnd sem fór í viðræður við Breta og Hollendinga eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Þannig að tilboðið var grundvöllur að frekari samninga viðræðum. Þannig að stjórnarandstaðan fékk að sjá það tilboð og fullt af fólki en menn voru alltaf að vonast eftir betra og betra tilboði á meðan allt sat fast hér í fjárfestingum og fleiru vegna Icesave
Magnús Helgi Björgvinsson, 1.12.2010 kl. 15:35
Sæll.
Hvenær var ný samninganefnd skipuð? Eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Nú virðist svo komið að miklu betri kjör eru í boði og er það að sjálfsögðu vegna þess að forsetinn stóð í lappirnar og meirihluti þjóðarinnar einnig. Ef ríkisóstjórnin hefði fengið sínu framgengt, værum við að fara að borga 5,55% vexti af yfir 100 milljörðum í stað líklega 3% af 60. Það eitt og sér ætti að vera nóg til að stefna þeim fyrir landsdóm.
Svo er ekki allt fast hér vegna Icesave, eins og áður sagði. Það er óhæf stjórn með sínar dillur sem veldur framkvæmdaleysi.
Sigurjón, 3.12.2010 kl. 14:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.