Leita í fréttum mbl.is

Athyglisverðar upplýsingar um evru

Eftirfarandi tilvitnun eru úr frétt á www.visir.is um morguverðarfund á vegum Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga . Þar talaði dr. Jón Þór Sturluson, dósent og forstöðumaður meistaranáms Háskólans í Reykjavík. 

Um leið segir Jón Þór rannsóknir sýna viðskiptalegan ávinning landsins af evruaðild. Rannsókn Rose frá árinu 2000 sýni að þátttaka í myntsamstarfi auki almennt utanríkiviðskipt um 100 til 300 prósent. Það sé þó kannski óraunhæf aukning enda hafi allur heimurinn, þar á meðal þróunarlönd, verið undir í rannsókninni. Rannsókn Beedons og Þórarins G. Péturssonar frá 2005 bendi hins vegar til þess að utanríkisviðskipti Íslands gætu vaxið um 60 prósent, værum við aðilar að evru og Evrópusambandi. Þá sagði hann að varanleg aukning landsframleiðslu myndi vera um fjögur prósent. „Sem er náttúrlega mun stærri tala en nokkru sinni hefur verið nefnd sem aðgöngumiðinn að Evrópusambandinu. Og ef svo færi að Bretland, Danmörk og Svíþjóð tækju upp evru, sem ekki er ólíklegt til lengri tíma litið, þá yrðu þessar tölur mun hærri."

„Viðskiptalífið er komið á flug í umræðu um evruna og margir virðast skynja umræðuna þannig að verið sé að benda á einhverjar töfralausnir. Ég held reyndar að leitun sé að þeim manni sem haldið hafi því fram," segir hann og áréttar að með mögulegri evruaðild sé horft til allrar framtíðar og alls ekki sé um að ræða mögulega lausn á skammtíma hagstjórnarvanda. „Þar eru grundvallar-sjónarmið, bæði kostir og gallar sem hafa þarf í huga og við erum ekkert að flýta okkur að taka slíka ákvörðun."

 



mynd
Á morgunverðarfundi

Þó svo að stjórnvöldum hafi tekist óhönduglega að beisla þensluna sem birtist hvoru tveggja í hárri verðbólgu og vöxtum og að síðan verðbólgumarkmið var tekið upp fyrir fimm árum hafi verðbólgan lengst af verið fyrir ofan vikmörk segir Jón Þór aðstæður hafa verið nokkuð sérstakar og væntanlega tímabundnar. Því væri ekki rétt að afgreiða núgildandi kerfi á grundvelli nýfenginnar reynslu eingöngu. „Sterkar vísbendingar um að dregið geti úr hagsveiflu lands eins og Íslands sem býr til tiltölulega sértæka skelli við upptöku evru eru þó athugunar virði.

Að minnsta kosti eru ókostir þess að taka upp evruna, frá sjónarhóli hagstjórnar, engan veginn eins skýrir og áður hefur verið haldið fram. Hið öndverða er jafnvel hugsanlegt, að upptaka evrunnar á Íslandi yrði til þess að draga úr hagsveiflum hér á landi."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband