Leita í fréttum mbl.is

Ætli það sé Agnes Bragadóttir sem skrifar þessa frétt?

Þessi frétt um níð gegn Lilju Mósesdóttur er með afbrigðum:

Samfylkingarmenn ræða oft um einstaka þingmenn og þykja skrifin einkennast af virðingarleysi og þeim skilaboðum að sumir þingmenn séu betur komnir annars staðar.

Og

Munu skrifin um Lilju einkennast af hörku og er inntakið oft á þá lund að það væri betra fyrir stjórnina ef hún tæki poka sinn og léti af þingmennsku.

Og svo:

„Þeir [póstarnir] eru mjög harðorðir og beinast að öllum þingmönnunum sem eru ekki á harðri flokkslínu. Það er talað um þingmenn VG og vandræði flokksins. Það hefur verið sagt við þau í samtölum að þau eigi að koma sér í burtu. Þessir tölvupóstar hafa verið alveg rosalegir,“ sagði heimildarmaðurinn sem vildi ekki koma fram undir nafni.

Hvaða þingmenn eru að skirfa svona? Hvað segja þeir í raun og veru á þessu spjalli? Hvaða níð er í þessum skrifum? Finnst einhverjum skrítði að þingmenn tali um þessa hjásetu þingmanna VG? En sorry ég sé ekki níðið í þessari frétt. Alveg makalaus frétt og ég leyfi mér að halda að hún sé skrifuð af Agnesi.


mbl.is Stöðugir níðpóstar um Lilju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Jónsson

Ég fékk algeran kjánahroll þegar ég las þessa "frétt".
Mér finnst líka synd hvernig fór fyrir Agnesi. Fyrir fáeinum árum stefndi hún í að verða okkar fremsti rannsóknarblaðamaður, en núna geltir hún bara fyrir húsbóndann.

Stefán Jónsson, 20.12.2010 kl. 12:03

2 Smámynd: Sigurður Hrellir

Ég sé nú ekki betur en að Magnús taki upp hanskann fyrir Samfylkinguna sama hversu slæman málstað er verið að verja. Að vísu telst hann varla rannsóknarblaðamaður.

Sigurður Hrellir, 20.12.2010 kl. 12:35

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hafið ekki séð og heyrt viðtöl við Lilju Móses undanfarið?  Það sem hún hefur verið að segja frá er akkúrat í samræmi við þessa frétt.

Kjánahrollur?

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.12.2010 kl. 13:42

4 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Lilja Mósesdóttir er bara að fylgja sinni sannfæringu og það er vel.   Hún hefur alltaf verið mjög málefnaleg í sínum málflutningi og komið fram með mjög góðar tillögur sem hvorki Steingrímur eða Jóhanna skilja sakir menntunar- og  þekkingarskorts. 

Jarðfræðingurinn og flugfreyjan fyrrverandi eru eflaust ágætis fólk, en ég held að kraftar þeirra væru betur nýttir við smákökubakstur heldur en við stjórn efnahagsmála.

Hver er síðan efnahagsmálaráðherrra?  Jú, skoffínið og trúðurinn Árni Páll

Guðmundur Pétursson, 21.12.2010 kl. 06:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband