Leita í fréttum mbl.is

Talsmaður banka og sparisjóða fer mikinn og býður upp á ódýrar skýringar

Var að lesa á visir.is frétt þar sem rætt er við talsmann banka og sparisjóða. Ég er nú ekki fróður maður um rekstur eða bankastarfsemi en mér finnst þetta vera dálítið skrýtnar skýringar á vaxta- og þjónustuokri bankana:

Hann segir:

Guðjón segir engu að síður eðlilegt að fólk velti fyrir sér hversu mikið það sé að greiða í ýmiss gjöld, en telur um leið að á því sviði keppi bankarnir. Hann segir óeðlilega kröfu að bankarnir felli niður þjónustugjöld, enda viðskiptabankastarfsemi kjarnastarfsemi þeirra og þeir í samkeppni bæði innanlands og utan. „Gjöldin ákvarðast af kostnaði sem til fellur og hann er töluverður enda dýr töluvkerfi og tækni á bak við þjónstu við viðskiptavini. Síðan er auðvitað hvers og eins að ákvarða verðlagninguna og að hún sé sanngjörn og á samkeppnisforsendum á hverjum tíma."

Það er nú skritið að bankarnir reka nú þessi tölvukerfi saman og ég efast um að kosnaður við það sé svo mikill miðað við öll viðskipti þeirra. Og ég hélt að vaxtamunur ætti að dekka þennan kostnað. Og hér er vaxtamunur mikill því að allir almennir innlánsreikningar hjá bönkum eru óverðtryggðir og vera neikvæða ávöxtun.

 

Í fréttinn segir líka:



Hann telur umræðu um vaxtaáþján hér á nokkrum villigötum.
„Mestu máli skiptir að góður árangur þessara fyrirtækja skilar sér beint til þjóðarbúsins," segir Guðjón og vísar til úttektar sem Háskólinn í Reykjavík vann undir lok síðasta árs fyrir SFF og sýnid að fjármálageirinn væri kominn fram úr sjávarútvegi í framlagi til þjóðarbúskaparins.

Og loks kemur fram hjá manninum



Guðjón bendir á að heildarskattgreiðslur viðskiptabankanna þriggja í fyrra, að meðtöldum launaskatti starfsfólks, hafi numið 21 milljarði króna vegna ársins 2005. Þá væru ótalin jaðaráhrif af starfseminni svo sem stórauknar ferðir útlendinga til landsins. „Stærsti bankinn lýsti því yfir í fyrra að hann væri orðinn álíka stór og stærsta ferðaskrifstofa landsins í að flytja hingað fólk í viðskiptaerindum."

Ég hef nú ekki heyrt fyrr að menn taki launaskatt starfsfólks með þegar það er að afsaka orkur með framlagi til ríkisins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll, Magnús Helgi !

Mikið andskoti ertu skelggur, hér á spjallsíðum, einn sá öflugasti nú um stundir. Það var frænda mínum, Guðjóni Rúnarssyni og hans ryckti mátulegt, að þú styngirá han sillþefjandi bankastofnana kýlum, þótt fyrr hefði verið! Guðjón skuldar okkur margvíslegar skýringar, á því frumskógalögmáli, sem ríkir víða, í bankaheimum. 

Með kveðju /

Óskar Helgi

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 21:01

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Óskar Helgi gott að vita að þú fylgist vel með mér. Væri lítið gaman ef engin læsi þetta. Og jú við getum verið sammála um að bankarnir eru að verða krabbamein á okkur íslendingum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 1.2.2007 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband