Leita í fréttum mbl.is

En Þráinn hefur bara rétt fyrir sér!

Hef um nokkur ár fylgst nokkuð vel með útsendingum frá Alþingi. Nokkuð ljóst að þessi liður "Störf þingsins" er gjörsamlega misnotað af sumum þingmönnum. Þeir koma þarna upp í tíma og ótíma vitnandi í blogg og facebook en hafa ekki neitt til málana að leggja nema að reyna að koma sér í fjölmiðla. T.d. má benda á í dag þegar að Pétur Blöndal fer upp og ræðir um að ESB umsókn hafi fyrirvaralaust verið lögð fram sumarið 2009 og nú sé farið að tala um styrki frá ESB vegna aðlögunar. Þetta er jú marg rædd tugga. Og hann spyr Ásmund Einar sem allir vissu hverju myndi svar jú að þetta væri allt stórhættulegt og aðlögun væri byrjuð eins og þetta þyrfti að endurskoða. Bæði vissi Pétur og öll þjóðin þetta svar fyrirfram og öll þjóðin líka.

Svo kom þarna fólk að ræða um réttarhöldin yfir 9 menningunum sem Alþingi hefur ekkert um að segja. Alþingi kærið ekki, stendur ekki að málinu heldur var það ríkissaksóknari sem það gerði. Þetta vita þingmenn en eru að reyna að kaupa sér vinsældir. Sem og að hvernig land yrði það þar sem Alþingi gæti á hverjum tíma haft áhrif á dóma eftir því hvaða útkomu það vildi.

 Í dag voru það ræður um Flateyri sem sannarlega áttu þarna erindi. Annað ekki.  Jú og málefni Reykjaness og St. Joseps spítala.

 Og svo kemur maður eins og Sigurður Kári og fer að eyða tíma í facebook færstu Þráins sem sannarlega hefur fullkomlega rétt fyrir sér varðandi að margir þingmenn eru að reyna að koma sér á framfæri með þessu ræðum sínum undir þessu dagskrálið en ekki að vinnan neinum öðrum gagn.


mbl.is Gagnrýnir ummæli Þráins á Facebook
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Tek viljann fyrir verk þitt að útskyra málið  ...soldið slappur !

ransý (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband