Leita í fréttum mbl.is

Sigmundur Davíð hefur rangfært orði Lee Buchheit alvarlega hér um missera skeið

Úr grein sem Sigmundur Davíð birti í Mogganum fyrir skömmu:

Því var meira að segja ranglega haldið fram að Lee C. Buchheit formaður samninganefndarinnar teldi að Íslendingar þyrftu að óttast dómsmál. Þvert á móti hafa hann og fjölmargir aðrir fært rök fyrir því að Íslendingar hafi lögin með sér. Buchheit tók raunar fram að hann hefði nálgast málið öðruvísi frá upphafi hefði hann fengið að ráða. Hlutverk hans var hins vegar að vinna samkvæmt leiðsögn fjármálaráðuneytisins.

Og þetta sagði hann í ræðu á Alþingi nú um daginn:

m.a. leyft sér að vitna í Lee Buchheit, formann samninganefndarinnar, og halda því fram að hann hafi óttast dómsmál. Ekkert er fjær lagi. Hann sagði frá upphafi að staða Íslendinga væri sterk og hann hefði haldið allt öðruvísi á málinu og verið tilbúinn að fara með það fyrir dómstóla hefði hann ekki verið að vinna fyrir fjármálaráðuneytið samkvæmt leiðbeiningum þess

Úr viðtali við Lee Bucheit á www.visir.is í dag:

Því hefur verið haldið fram að Buchheit hafi á fyrri stigum málsins talað fyrir því að fara dómstólaleiðina svokölluðu frekar en að leita samninga við Breta og Hollendinga. Spurður hvort þetta sé rétt segir Buchheit: „Nei, það sagði ég ekki. Ég sagði hins vegar að þegar horft væri á þrönga lagalega ágreiningsefnið sýndist mér að Ísland stæði vel að vígi og fyrir því eru ýmis rök. Málið er hins vegar flóknara en það og fyrir því má einnig færa rök að Íslendingar hafi skuldbundið sig strax haustið 2008 til þess að greiða þessa skuld. Það sem skiptir þó mestu á þessu stigi málsins er að komin er fram lausn á deilunni sem er mjög vel viðunandi

Held eins og ég hef marg bent á að fólk ætti að minnast þess að Sigmundur Davíð er tiltölulega ný útskrifaður hagfræðingur sem lagði áherslu á þróun miðborga. Hann er ekki lögfræðingur og sér í lagi ekki sérfræðingur í milliríkasamningum né evrópurétti. Hann er gjörsamlega reynslu laus. Honum er leyft að halda fram ýmsu bulli sem engin hefur nennu til að leiðrétta en almenningur gleypir eins og ég veit ekki hvað. Hann hefur eftir mönnum og vitnar í hluti sem staðreyndir sem ekki reynist fótur fyrir þegar að er gáð.

Eðlilegt að haft var eftir Lee Buchheit þegar að samningar stóðu yfir: Hvað er eiginlega með mr. Gunnlaugsson?


mbl.is Framsóknarkonur vilja þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

Áhugi ykkar Samfylkinarmanna að borga skuld er einkabanka og senda reikninginn á almenning segir meira en mörg orð um fyrir hvað Samfylkingin stendur.

Óðinn Þórisson, 19.2.2011 kl. 17:21

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála Óðinn!

Sigurður Haraldsson, 19.2.2011 kl. 17:58

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Magnús Helgi, ertu viss um að framsóknarkonur lesi bloggið þitt?

Svona til vara ættirðu að senda þeim boðskapinn bréflega fyrir næsta stjórnarfund.

Kolbrún Hilmars, 19.2.2011 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband